Morales fær hæli í Mexíkó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 23:54 Evo Morales. vísir/getty Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. Er Morales veitt hæli af mannúðarástæðum en hann óskaði eftir því sjálfur við yfirvöld í Mexíkó að fá hæli í landinu. Morales sagði af sér í gær í kjölfar þess að yfirmaður bólivíska hersins hvatti hann til þess að víkja úr embætti forseta. Mikil mótmæli hafa verið í Bólivíu undanfarnar vikur eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna sem fram fóru í október. Morales lýsti yfir sigri í þeim kosningum. Að því er segir á frétt BBC hefur Morales sjálfur ekki tjáð sig um það að honum hafi verið veitt hæli í Mexíkó en áður hafði hann hvatt stuðningsmenn sína til þess að berjast við þau myrku öfl sem neyddu hann til þess að segja af sér. Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2005. Hann var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum en áður en hann var kjörinn forseti var hann kókabóndi. Hann var síðan aftur kjörinn forseti 2009 og 2014 og naut vinsælda hjá bólivísku þjóðinni enda barðist hann hatrammlega gegn fátækt og bætti efnahag landsins. En árið 2016 efndi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu um að heimila forseta að sitja lengur en þau tvö kjörtímabil sem þá var leyft samkvæmt stjórnarskrá sem samþykkt var 2009. Því var hafnað en stjórnlagadómstóll ákvað engu að síður að heimila það. Morales bauð sig því fram í fjórða sinn. Það var umdeilt í ljósi þess að þjóðin hafði hafnað því að leyfa slíkt. Morales vann síðan nauman sigur í síðasta mánuði en á sunnudag gerðust hlutirnir hratt. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja (OAS) sögðu ljóst að úrslitum í forsetakosningunum hefði verið hagrætt. Var kallað eftir því að kosningarnar yrðu ógiltar. Morales brást við og sagði að haldnar yrðu nýjar kosningar. Það dugði þó ekki því yfirmaður hersins kallaði eftir afsögn forsetans. Morales hefur kallað þetta valdarán en kveðst hafa sagt af sér svo samherjar hans í pólitík, hinum sósíalíska Mas-flokki, yrðu ekki áreittir, hótað og ofsóttir. Bólivía Mexíkó Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. Er Morales veitt hæli af mannúðarástæðum en hann óskaði eftir því sjálfur við yfirvöld í Mexíkó að fá hæli í landinu. Morales sagði af sér í gær í kjölfar þess að yfirmaður bólivíska hersins hvatti hann til þess að víkja úr embætti forseta. Mikil mótmæli hafa verið í Bólivíu undanfarnar vikur eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna sem fram fóru í október. Morales lýsti yfir sigri í þeim kosningum. Að því er segir á frétt BBC hefur Morales sjálfur ekki tjáð sig um það að honum hafi verið veitt hæli í Mexíkó en áður hafði hann hvatt stuðningsmenn sína til þess að berjast við þau myrku öfl sem neyddu hann til þess að segja af sér. Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2005. Hann var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum en áður en hann var kjörinn forseti var hann kókabóndi. Hann var síðan aftur kjörinn forseti 2009 og 2014 og naut vinsælda hjá bólivísku þjóðinni enda barðist hann hatrammlega gegn fátækt og bætti efnahag landsins. En árið 2016 efndi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu um að heimila forseta að sitja lengur en þau tvö kjörtímabil sem þá var leyft samkvæmt stjórnarskrá sem samþykkt var 2009. Því var hafnað en stjórnlagadómstóll ákvað engu að síður að heimila það. Morales bauð sig því fram í fjórða sinn. Það var umdeilt í ljósi þess að þjóðin hafði hafnað því að leyfa slíkt. Morales vann síðan nauman sigur í síðasta mánuði en á sunnudag gerðust hlutirnir hratt. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja (OAS) sögðu ljóst að úrslitum í forsetakosningunum hefði verið hagrætt. Var kallað eftir því að kosningarnar yrðu ógiltar. Morales brást við og sagði að haldnar yrðu nýjar kosningar. Það dugði þó ekki því yfirmaður hersins kallaði eftir afsögn forsetans. Morales hefur kallað þetta valdarán en kveðst hafa sagt af sér svo samherjar hans í pólitík, hinum sósíalíska Mas-flokki, yrðu ekki áreittir, hótað og ofsóttir.
Bólivía Mexíkó Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira