Ísland kemur illa út Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 12. nóvember 2019 07:30 Kolbeinn flytur erindi á málþinginu á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hlutfall þeirra sem sinna umönnun aðstandenda sinna er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Félagsfræðingur segir ástæðuna margþætta. „Ísland kom ekki vel út í skýrslunni og við erum sem sagt með hæsta hlutfall aðstandenda í umönnun í Evrópu,“ segir Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á málþingi sem haldið er af Félagsráðgjafafélagi Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á Grand Hóteli á morgun frá 3.30-10.30. Málþingið ber heitið Umönnunarábyrgð aðstandenda: Hlutverk án handrits og er ástæðan nýútkomin skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í síðasta mánuði en niðurstöður hennar sýna að hlutfall þeirra sem sinna umönnun óvinnufærra fjölskyldumeðlima sé mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. „Ef við horfum bara á umönnun veikra, aldraðra og fatlaðra skyldmenna þá er hlutfallið af fólki á vinnualdri sem er með slíka byrði mun hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum,“ segir Kolbeinn. „Ef við lítum á Norðurlöndin þá erum við með þrisvar sinnum hærra hlutfall en Finnland sem er næst á eftir okkur. Við erum með tæp tíu prósent og Finnar með um 3,3 prósent,“ bætir hann við. Á málþinginu mun Kolbeinn flytja erindi þar sem hann fer yfir umönnunarbyrði Íslendinga samanborið við önnur lönd Evrópu og samspil vinnu og einkalífs þegar kemur að umönnun. Hann segir umönnun á Íslandi ekki hafa verið mikið rannsakaða en þrátt fyrir það séu ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna Ísland skorar eins hátt í skýrslunni og raun ber vitni. „Ísland er lítið og tiltölulega þéttriðið samfélag. Tengsl kynslóða eru mikil og mikill meirihluti landsins býr á suðvesturhorninu svo fjarlægðir eru ekki stórt vandamál. En í mörgum Evrópulöndum getur verið að fólk búi fjarri ættingjum og geti bara lítið gert,“ segir Kolbeinn. „Svo er það hitt sem skiptir máli og það er sú umönnunarþjónusta sem veitt er. Þessi niðurstaða gæti bent til þess að ónógt framboð sé af nægilega góðum umönnunarúrræðum á viðráðanlegum kjörum,“ segir hann. Kolbeinn bendir einnig á að sterk fjölskyldutengsl Íslendinga og sú menning sem hér ríkir geti haft áhrif. „Ég get ekki útilokað það að þetta sé sterkt í menningunni hjá okkur líka, ég held að þetta spili svolítið saman og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan. Hvort það sé sterk menning fyrir þessu og þess vegna höfum við ekki þróað þessi úrræði nægilega vel eða hvort menningin hafi mótast svona af því að úrræðin voru ófullnægjandi,“ segir Kolbeinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Hlutfall þeirra sem sinna umönnun aðstandenda sinna er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Félagsfræðingur segir ástæðuna margþætta. „Ísland kom ekki vel út í skýrslunni og við erum sem sagt með hæsta hlutfall aðstandenda í umönnun í Evrópu,“ segir Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur. Hann er einn þeirra sem flytja erindi á málþingi sem haldið er af Félagsráðgjafafélagi Íslands og Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands á Grand Hóteli á morgun frá 3.30-10.30. Málþingið ber heitið Umönnunarábyrgð aðstandenda: Hlutverk án handrits og er ástæðan nýútkomin skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun. Fréttablaðið greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í síðasta mánuði en niðurstöður hennar sýna að hlutfall þeirra sem sinna umönnun óvinnufærra fjölskyldumeðlima sé mun hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. „Ef við horfum bara á umönnun veikra, aldraðra og fatlaðra skyldmenna þá er hlutfallið af fólki á vinnualdri sem er með slíka byrði mun hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum,“ segir Kolbeinn. „Ef við lítum á Norðurlöndin þá erum við með þrisvar sinnum hærra hlutfall en Finnland sem er næst á eftir okkur. Við erum með tæp tíu prósent og Finnar með um 3,3 prósent,“ bætir hann við. Á málþinginu mun Kolbeinn flytja erindi þar sem hann fer yfir umönnunarbyrði Íslendinga samanborið við önnur lönd Evrópu og samspil vinnu og einkalífs þegar kemur að umönnun. Hann segir umönnun á Íslandi ekki hafa verið mikið rannsakaða en þrátt fyrir það séu ákveðnar hugmyndir um það hvers vegna Ísland skorar eins hátt í skýrslunni og raun ber vitni. „Ísland er lítið og tiltölulega þéttriðið samfélag. Tengsl kynslóða eru mikil og mikill meirihluti landsins býr á suðvesturhorninu svo fjarlægðir eru ekki stórt vandamál. En í mörgum Evrópulöndum getur verið að fólk búi fjarri ættingjum og geti bara lítið gert,“ segir Kolbeinn. „Svo er það hitt sem skiptir máli og það er sú umönnunarþjónusta sem veitt er. Þessi niðurstaða gæti bent til þess að ónógt framboð sé af nægilega góðum umönnunarúrræðum á viðráðanlegum kjörum,“ segir hann. Kolbeinn bendir einnig á að sterk fjölskyldutengsl Íslendinga og sú menning sem hér ríkir geti haft áhrif. „Ég get ekki útilokað það að þetta sé sterkt í menningunni hjá okkur líka, ég held að þetta spili svolítið saman og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort kemur á undan. Hvort það sé sterk menning fyrir þessu og þess vegna höfum við ekki þróað þessi úrræði nægilega vel eða hvort menningin hafi mótast svona af því að úrræðin voru ófullnægjandi,“ segir Kolbeinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira