Ólíðandi kynjamisrétti Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 12. nóvember 2019 12:30 Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. Þátttaka karla við heimilisstörf og umönnun barna hefur því miður ekki aukist að sama skapi. Stytting á vinnutíma er lykilþáttur í að leiðrétta þessa stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að auka líkur á að lífið verði fjölskylduvænna. Sjúkraliðafélag Íslands hefur árum saman beitt sér fyrir styttingu vinnuvikunnar og litið til þess að jafna þurfi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í niðurstöðum þeirra má sjá að konur bera þungan af heimilishaldi, og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Þá hafa kannanir verið gerðar um ástæðu þess að konur og karlar vinna hlutastörf. Algengast er að konur vinna hlutastörf vegna þeirrar ábyrgðar sem þær taka á fjölskyldunni, en enginn karlmaður nefndi þá ástæðu. Almennt séð velja karlar að vinna hlutastörf vegna menntunar, eigin heilsu eða annarra þátta. Í þessu sambandi er rétt að benda á að um 80% sjúkraliða vinna hlutastarf að jafnaði í 75% stöðu, sem ræðst af því að vinnan sjálf er krefjandi og af fjölskylduábyrgðinni. Samkvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis ríkisins og BSRB sem sett var af stað vorið 2017 kemur fram að styttri vinnutími hefur jákvæð áhrif á vinnu og daglegt líf. Konur upplifðu meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs og meiri stuðning frá vinnufélögum en karlar. Eins upplifðu þær minni hlutverkarugling og meiri starfsánægju en karlar. Bæði kynin upplifðu hins vegar minna starfsálag. Þá voru einnig gerðar hagrænar mælingar þar sem litið var til veikindafjarvista, yfirvinnu, skilvirkni og árangurs. Í ljós kom að stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á árangur og skilvirkni starfseminnar. Það er þekkt að fyrirkomulag vinnutíma er mikilvæg forsenda þess til að jafna aðkomu kynjanna að fjölskyldulífi og þátttöku á atvinnumarkaði. Stytting vinnuvikunnar leiðir til þess að konur fari síður í hlutastörf og að karlar taki meiri ábyrgð á fjölskyldulífi. Þannig getum við stuðlað að jafnari skiptingu ábyrgðar á launuðum sem ólaunuðum störfum og leiðrétt þetta ólíðandi kynjamisrétti á vinnumarkaði.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. Þátttaka karla við heimilisstörf og umönnun barna hefur því miður ekki aukist að sama skapi. Stytting á vinnutíma er lykilþáttur í að leiðrétta þessa stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að auka líkur á að lífið verði fjölskylduvænna. Sjúkraliðafélag Íslands hefur árum saman beitt sér fyrir styttingu vinnuvikunnar og litið til þess að jafna þurfi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í niðurstöðum þeirra má sjá að konur bera þungan af heimilishaldi, og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Þá hafa kannanir verið gerðar um ástæðu þess að konur og karlar vinna hlutastörf. Algengast er að konur vinna hlutastörf vegna þeirrar ábyrgðar sem þær taka á fjölskyldunni, en enginn karlmaður nefndi þá ástæðu. Almennt séð velja karlar að vinna hlutastörf vegna menntunar, eigin heilsu eða annarra þátta. Í þessu sambandi er rétt að benda á að um 80% sjúkraliða vinna hlutastarf að jafnaði í 75% stöðu, sem ræðst af því að vinnan sjálf er krefjandi og af fjölskylduábyrgðinni. Samkvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis ríkisins og BSRB sem sett var af stað vorið 2017 kemur fram að styttri vinnutími hefur jákvæð áhrif á vinnu og daglegt líf. Konur upplifðu meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs og meiri stuðning frá vinnufélögum en karlar. Eins upplifðu þær minni hlutverkarugling og meiri starfsánægju en karlar. Bæði kynin upplifðu hins vegar minna starfsálag. Þá voru einnig gerðar hagrænar mælingar þar sem litið var til veikindafjarvista, yfirvinnu, skilvirkni og árangurs. Í ljós kom að stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á árangur og skilvirkni starfseminnar. Það er þekkt að fyrirkomulag vinnutíma er mikilvæg forsenda þess til að jafna aðkomu kynjanna að fjölskyldulífi og þátttöku á atvinnumarkaði. Stytting vinnuvikunnar leiðir til þess að konur fari síður í hlutastörf og að karlar taki meiri ábyrgð á fjölskyldulífi. Þannig getum við stuðlað að jafnari skiptingu ábyrgðar á launuðum sem ólaunuðum störfum og leiðrétt þetta ólíðandi kynjamisrétti á vinnumarkaði.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar