Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2019 13:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi eftir hádegi og munu talsmenn einstakra álita fá klukkustund hver til að fara yfir álit sín. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að 9,7 milljaðra halli verði á fjárlögum næsta árs en fjárlagafrumvarp hefur ekki verið afgreitt með halla undanfarin sjö ár. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ríkissjóð taka á sig þann skell sem fylgi minni hagvexti. „Það má segja að ríkisfjármálastefnan sé hönnuð til lað veita viðspyrnu í hagkerfinu. Í hjaðnandi hagvexti kemur aðeins högg í tekjurnar. En ríkissjóður stendur sterkt og tekur þetta í raun og veru á sig,“ segir Willum. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu í morgun um 20 milljarða útgjaldaauka sem flokkurinn segir fjármagnaðar. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við í uppsveiflunni undanfarin ár. „Já tíu milljarða halli í fyrsta skipti frá 2013. Við höfðum varað við þessu, að ríkisstjórnin sinnti ekki að afla tekna í uppganginum til að mæta þeim óhjákvæmilega halla sem yrði einhvern tíma,“ segir Logi. Willum Þór segir hins vegar að áætlanir muni standa þannig að hægt verði að halda uppi öflugri þjónustu og til að mynda mikilli uppbyggingu í vegaframkvæmdum. „Gleymum ekki því að það er spáð hóflegum hagvexti enn sem komið er á næsta ári. Þannig að það er allt útlit fyrir að við náum vopnum okkar tiltölulega hratt,“ segir Willum. Þannig verði enn greiddar niður skuldir upp á um 72 milljarða á næsta ári og skuldir séu nú þegar komnar langt undir viðmiðunarmörk. Samfylkingin gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi verði 2,1 milljarði lakari vegna rekstrarafkomu útgerðanna á síðasta ári en gjaldið er tengt afkomu. „Við viljum að þeir sem eru aflögufærir borgi og þeir njóti sem þurfa. Það þýðir í rauninni að 90 prósent þjóðarinnar verði varinn fyrir fjármagnstekjuskatti. En þau tíu prósent sem fá nánast allar fjármagnstekjur borgi hærra. Auðlegðarskattur mínus íbúð. Við tölum um að það sé auðvitað galið að veiðileyfagjöld hafa lækkað svo að þau standa ekki einu sinni undir rannsóknum og eftirliti með greininni sjálfri,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi eftir hádegi og munu talsmenn einstakra álita fá klukkustund hver til að fara yfir álit sín. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að 9,7 milljaðra halli verði á fjárlögum næsta árs en fjárlagafrumvarp hefur ekki verið afgreitt með halla undanfarin sjö ár. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ríkissjóð taka á sig þann skell sem fylgi minni hagvexti. „Það má segja að ríkisfjármálastefnan sé hönnuð til lað veita viðspyrnu í hagkerfinu. Í hjaðnandi hagvexti kemur aðeins högg í tekjurnar. En ríkissjóður stendur sterkt og tekur þetta í raun og veru á sig,“ segir Willum. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu í morgun um 20 milljarða útgjaldaauka sem flokkurinn segir fjármagnaðar. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við í uppsveiflunni undanfarin ár. „Já tíu milljarða halli í fyrsta skipti frá 2013. Við höfðum varað við þessu, að ríkisstjórnin sinnti ekki að afla tekna í uppganginum til að mæta þeim óhjákvæmilega halla sem yrði einhvern tíma,“ segir Logi. Willum Þór segir hins vegar að áætlanir muni standa þannig að hægt verði að halda uppi öflugri þjónustu og til að mynda mikilli uppbyggingu í vegaframkvæmdum. „Gleymum ekki því að það er spáð hóflegum hagvexti enn sem komið er á næsta ári. Þannig að það er allt útlit fyrir að við náum vopnum okkar tiltölulega hratt,“ segir Willum. Þannig verði enn greiddar niður skuldir upp á um 72 milljarða á næsta ári og skuldir séu nú þegar komnar langt undir viðmiðunarmörk. Samfylkingin gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi verði 2,1 milljarði lakari vegna rekstrarafkomu útgerðanna á síðasta ári en gjaldið er tengt afkomu. „Við viljum að þeir sem eru aflögufærir borgi og þeir njóti sem þurfa. Það þýðir í rauninni að 90 prósent þjóðarinnar verði varinn fyrir fjármagnstekjuskatti. En þau tíu prósent sem fá nánast allar fjármagnstekjur borgi hærra. Auðlegðarskattur mínus íbúð. Við tölum um að það sé auðvitað galið að veiðileyfagjöld hafa lækkað svo að þau standa ekki einu sinni undir rannsóknum og eftirliti með greininni sjálfri,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira