Lognið á undan storminum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:05 Það verður bjart víðast hvar á landinu í dag og hægur vindur. Skjáskot/veðurstofa íslands Það er bjartur og fallegur dagur fram undan víðast hvar á landinu og gera má ráð fyrir svipuðu veðri á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings eru þessir tveir dagar kallaðir „lognið á undan storminum“ því strax á föstudag ganga skil yfir landið með suðaustan hvassviðri og rigningu. Fremur kalt loft er yfir landinu og víða frost, einkum inn til landsins. Reikna má með að frostið harðni í kvöld og nótt enda víða hægur vindur og léttskýjað og því mikil útgeislun. Þá ganga éljabakkar inn á land norðaustantil og verða jafnvel á stangli við norðvesturströndina einnig. „Í öðrum landshlutum verður bjartur og fallegur dagur. Svipað veðurútlit er fyrir fimmtudaginn en þó minnkandi éljagangur NA-lands. Segja má að þetta sé lognið á undan storminum því skil munu nálgast landið úr vestri með suðaustan hvassviðri og rigningu, fyrst vestast aðfaranótt föstudags,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá kólnar aftur þegar skilin ganga yfir landið og búast má við skárra veðri strax á sunnudag. „Það hlánar með þessu en það getur tekið tíma fyrir vindinn að koma hreyfingu á kalda loftið og því ekki ólíklegt að úrkoman byrji sums staðar sem snjókoma eða slydda. Þegar skilin ganga yfir landið, fyrst V-til um og upp úr hádegi á föstudag, tekur við hægari suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnar aftur í veðri. Það stefnir því í útsynning með éljum á laugardag en útlit fyrir að veður skáni á sunnudag.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og léttskýjað, en lítilsháttar él með NA-ströndinni. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi sunnanátt vestast um kvöldið og þykknar upp.Á föstudag:Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar, en slyddu eða snjókomu í fyrstu fyrir norðan. Hægari vestlæg átt með deginum, fyrst vestantil undir hádegi, með skúrum eða éljum og kólnar aftur.Á laugardag:Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttskýjað austantil á landinu. Víða frostlaust við vesturströndina, en annars frost 1 til 7 stig og kaldast í innsveitum norðaustanlands.Á sunnudag:Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Útlit fyrir suðaustlæga átt og hlýnandi veður. Smáskúrir eða él S-lands, en annars þurrt. Veður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Það er bjartur og fallegur dagur fram undan víðast hvar á landinu og gera má ráð fyrir svipuðu veðri á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings eru þessir tveir dagar kallaðir „lognið á undan storminum“ því strax á föstudag ganga skil yfir landið með suðaustan hvassviðri og rigningu. Fremur kalt loft er yfir landinu og víða frost, einkum inn til landsins. Reikna má með að frostið harðni í kvöld og nótt enda víða hægur vindur og léttskýjað og því mikil útgeislun. Þá ganga éljabakkar inn á land norðaustantil og verða jafnvel á stangli við norðvesturströndina einnig. „Í öðrum landshlutum verður bjartur og fallegur dagur. Svipað veðurútlit er fyrir fimmtudaginn en þó minnkandi éljagangur NA-lands. Segja má að þetta sé lognið á undan storminum því skil munu nálgast landið úr vestri með suðaustan hvassviðri og rigningu, fyrst vestast aðfaranótt föstudags,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá kólnar aftur þegar skilin ganga yfir landið og búast má við skárra veðri strax á sunnudag. „Það hlánar með þessu en það getur tekið tíma fyrir vindinn að koma hreyfingu á kalda loftið og því ekki ólíklegt að úrkoman byrji sums staðar sem snjókoma eða slydda. Þegar skilin ganga yfir landið, fyrst V-til um og upp úr hádegi á föstudag, tekur við hægari suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnar aftur í veðri. Það stefnir því í útsynning með éljum á laugardag en útlit fyrir að veður skáni á sunnudag.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og léttskýjað, en lítilsháttar él með NA-ströndinni. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi sunnanátt vestast um kvöldið og þykknar upp.Á föstudag:Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar, en slyddu eða snjókomu í fyrstu fyrir norðan. Hægari vestlæg átt með deginum, fyrst vestantil undir hádegi, með skúrum eða éljum og kólnar aftur.Á laugardag:Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttskýjað austantil á landinu. Víða frostlaust við vesturströndina, en annars frost 1 til 7 stig og kaldast í innsveitum norðaustanlands.Á sunnudag:Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Útlit fyrir suðaustlæga átt og hlýnandi veður. Smáskúrir eða él S-lands, en annars þurrt.
Veður Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira