Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 15:29 Helgi Seljan, einn umsjónarmanna Kveiks, milli þeirra Björns og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja. „Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á bloggsíðu sinni. Er þetta í stíl við það sem Bjarni Theódór Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði á Facebook að Ríkisútvarpið sé á nornaveiðum og ætli ekki að láta sér segjast í árásum á eitt nafntogaðasta fyrirtæki landsins. Bjarni Theódór hefur reyndar tekið þá færslu niður enda var hún sett upp áður en þáttur Kveiks var sýndur sem rekja tengsl Samherjamanna við meðal annars þremenninga sem kallast hárkarlarnir. Björn gerir að umfjöllunarefni, í pistli sem hann birti í morgun, mál málanna sem eru fréttir af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu. „Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja. Nú vegna viðskipta í Namibíu og fiskveiða í lögsögu landsins,“ skrifar Björn og gefur heldur lítið fyrir fréttaflutninginn. Hann segir að á sínum tíma hafi þróunaraðstoð Íslendinga beinst í ríkum mæli að Namibíu og að hún hafi meðal annars snúið að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð. Þetta þýddi eins og tíðkast viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. „Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks. Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn. Hann telur fráleitt að frásögn ríkisútvarpsins sem ætlað er að sýna fram á spillingu í Namibíu snerti stjórnarskrá Íslands og auðlindaákvæði í henni. „Að tengja ástandið í Namibíu fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi er of langsótt.“ Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á bloggsíðu sinni. Er þetta í stíl við það sem Bjarni Theódór Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði á Facebook að Ríkisútvarpið sé á nornaveiðum og ætli ekki að láta sér segjast í árásum á eitt nafntogaðasta fyrirtæki landsins. Bjarni Theódór hefur reyndar tekið þá færslu niður enda var hún sett upp áður en þáttur Kveiks var sýndur sem rekja tengsl Samherjamanna við meðal annars þremenninga sem kallast hárkarlarnir. Björn gerir að umfjöllunarefni, í pistli sem hann birti í morgun, mál málanna sem eru fréttir af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu. „Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja. Nú vegna viðskipta í Namibíu og fiskveiða í lögsögu landsins,“ skrifar Björn og gefur heldur lítið fyrir fréttaflutninginn. Hann segir að á sínum tíma hafi þróunaraðstoð Íslendinga beinst í ríkum mæli að Namibíu og að hún hafi meðal annars snúið að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð. Þetta þýddi eins og tíðkast viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. „Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks. Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn. Hann telur fráleitt að frásögn ríkisútvarpsins sem ætlað er að sýna fram á spillingu í Namibíu snerti stjórnarskrá Íslands og auðlindaákvæði í henni. „Að tengja ástandið í Namibíu fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi er of langsótt.“
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21