Þorsteinn Már stígur til hliðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2019 10:02 Þorsteinn Már Baldvinsson mun stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. VÍSIR/VILHELM Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samherja. Þar er þess jafnframt getið að Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, muni taka við stöðu forstjóra tímabundið. Hann hefur sagt sig úr stjórn Festi hf. vegna ráðningarinnar. Björgólfur hefur þekkingu af starfsemi fyrirtækisins, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja á árunum 1996 til 1999. Þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, sem hann gegndi til 2006. Haft er eftir stjórnarformanni Samherja í tilkynningunni að ákveðið hafi verið að Þorsteinn Már stígi til hliðar til þess að „tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar“ sem nú stendur yfir á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefBjörgólfur Jóhannsson gegndi áður stöðu forstjóra Icelandair Group.Fbl/StefánÞar er vísað til innanhúsrannsóknar fyrirtækisins, sem er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein. Innri rannsóknin mun heyra beint undir stjórn Samherja. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga hafa héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri málefni Samherja jafnframt til rannsóknar.Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri í gær eftir afhjúpanir Kveiks og Stundarinnar á þriðjudag. Hann hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla til þessa, en Samherji hefur sent frá sér þrjár yfirlýsingar á síðustu dögum þar sem fyrirtækið kemur sjónarmiðum sínum á framfæri. Í tilkynningum sínum hefur Samherji sagt að sökin í málinu liggi hjá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Samherjafélaganna í Namibíu. Hann hafi virðist hafa „flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.“ Jóhannes, sem lak gögnum um starfsemi Samherja til Wikileaks og fyrrgreindra fjölmiðla, segir aftur á móti að Þorsteinn Már og aðrir stjórnendur félagsins hafi verið miðlægir í „gagnrýnisverðum viðskiptaháttum“ Samherja í Namibíu. Því til staðfestingar hefur verið bent á gögn sem gefa til kynna að Samherji hafi ekki hætt að greiða meintar múturgreiðslur til namibískra embættismanna eftir að Jóhannes sagði skilið við fyrirtækið árið 2016. Þvert á móti hafi Samherji áfram innt slíkar greiðslur af hendi, allt fram til ársins í ár. Tilkynningu Samherja í heild sinni má sjá hér að neðan.Yfirlýsing SamherjaForstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group, hefur tekið tímabundið við stöðu forstjóra Samherja. Á komandi dögum mun Björgólfur leggja áherslu á að hitta starfsfólk og helstu hagsmunaaðila.Yfirstandandi rannsókn, sem er í höndum alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein, mun halda áfram og mun Wikborg Rein heyra beint undir stjórn félagsins.„Hjá Samherja starfa um 850 manns á Íslandi og fjöldi manns erlendis. Við tökum þetta mikilvæga skref til að tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar. Við viljum stunda heiðarleg viðskipti og leggjum okkur fram um að starfa í samræmi við gildandi lög og reglur”, segir Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja.Til þessa hafa engin yfirvöld haft samband við Samherja en við munum að sjálfsögðu starfa með þeim stjórnvöldum sem kunna að sýna starfsemi Samherja á Íslandi, í Namibíu eða annars staðar áhuga.„Samherji gegnir mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á alþjóðavísu og berum við ábyrgð gagnvart okkar fólki og viðskiptavinum. Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum en ég mun gera mitt besta að gæta hagsmuna Samherja og starfsfólksins”, segir Björgólfur Jóhannsson.Ekki er að vænta frekari umfjöllunar af hálfu Samherja fyrr en staðreyndir úr ofangreindri rannsókn taka á sig skýrari mynd. Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vistaskipti Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samherja. Þar er þess jafnframt getið að Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, muni taka við stöðu forstjóra tímabundið. Hann hefur sagt sig úr stjórn Festi hf. vegna ráðningarinnar. Björgólfur hefur þekkingu af starfsemi fyrirtækisins, en hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja á árunum 1996 til 1999. Þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, sem hann gegndi til 2006. Haft er eftir stjórnarformanni Samherja í tilkynningunni að ákveðið hafi verið að Þorsteinn Már stígi til hliðar til þess að „tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar“ sem nú stendur yfir á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefBjörgólfur Jóhannsson gegndi áður stöðu forstjóra Icelandair Group.Fbl/StefánÞar er vísað til innanhúsrannsóknar fyrirtækisins, sem er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein. Innri rannsóknin mun heyra beint undir stjórn Samherja. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga hafa héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri málefni Samherja jafnframt til rannsóknar.Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri í gær eftir afhjúpanir Kveiks og Stundarinnar á þriðjudag. Hann hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla til þessa, en Samherji hefur sent frá sér þrjár yfirlýsingar á síðustu dögum þar sem fyrirtækið kemur sjónarmiðum sínum á framfæri. Í tilkynningum sínum hefur Samherji sagt að sökin í málinu liggi hjá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni Samherjafélaganna í Namibíu. Hann hafi virðist hafa „flækt Samherja í viðskipti sem kunna að vera ólögmæt.“ Jóhannes, sem lak gögnum um starfsemi Samherja til Wikileaks og fyrrgreindra fjölmiðla, segir aftur á móti að Þorsteinn Már og aðrir stjórnendur félagsins hafi verið miðlægir í „gagnrýnisverðum viðskiptaháttum“ Samherja í Namibíu. Því til staðfestingar hefur verið bent á gögn sem gefa til kynna að Samherji hafi ekki hætt að greiða meintar múturgreiðslur til namibískra embættismanna eftir að Jóhannes sagði skilið við fyrirtækið árið 2016. Þvert á móti hafi Samherji áfram innt slíkar greiðslur af hendi, allt fram til ársins í ár. Tilkynningu Samherja í heild sinni má sjá hér að neðan.Yfirlýsing SamherjaForstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Icelandair Group, hefur tekið tímabundið við stöðu forstjóra Samherja. Á komandi dögum mun Björgólfur leggja áherslu á að hitta starfsfólk og helstu hagsmunaaðila.Yfirstandandi rannsókn, sem er í höndum alþjóðlegu lögmannsstofunnar Wikborg Rein, mun halda áfram og mun Wikborg Rein heyra beint undir stjórn félagsins.„Hjá Samherja starfa um 850 manns á Íslandi og fjöldi manns erlendis. Við tökum þetta mikilvæga skref til að tryggja sem best hlutleysi rannsóknarinnar. Við viljum stunda heiðarleg viðskipti og leggjum okkur fram um að starfa í samræmi við gildandi lög og reglur”, segir Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja.Til þessa hafa engin yfirvöld haft samband við Samherja en við munum að sjálfsögðu starfa með þeim stjórnvöldum sem kunna að sýna starfsemi Samherja á Íslandi, í Namibíu eða annars staðar áhuga.„Samherji gegnir mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á alþjóðavísu og berum við ábyrgð gagnvart okkar fólki og viðskiptavinum. Ég er dapur yfir þessum kringumstæðum en ég mun gera mitt besta að gæta hagsmuna Samherja og starfsfólksins”, segir Björgólfur Jóhannsson.Ekki er að vænta frekari umfjöllunar af hálfu Samherja fyrr en staðreyndir úr ofangreindri rannsókn taka á sig skýrari mynd.
Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vistaskipti Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00
Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45