Allar tillögur minnihlutans felldar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Fjárlagafrumvarpið gengur nú til fjárlaganefndar. Fréttablaðið/Anton Brink Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk á Alþingi í gær. Mun frumvarpið aftur ganga til fjárlaganefndar fyrir þriðju umræðu sem samkvæmt starfsáætlun þingsins verður 26. nóvember næstkomandi. Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, lýsti við lok atkvæðagreiðslu um breytingartillögur yfir vonbrigðum með stjórnarmeirihlutann. „Enn eitt árið hafa allar breytingartillögur stjórnarandstöðuflokkanna verið felldar. Ég furða mig á þessum vinnubrögðum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það væru ótrúlega sérkennileg vinnubrögð þar sem boðað hafi verið í stjórnarsáttmála að önnur vinnubrögð yrðu tekin upp á Alþingi. „Svo sjáum við bara gamaldags skotgrafahernaðarpólitíkina endurspeglast í afgreiðslu fjárlaga hér.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að með fjárlagafrumvarpinu væri verið að láta ríkisfjármálin vinna með peningastefnu og stefnu í vinnumarkaðsmálum. „Á sama tíma og við erum að tryggja efnahagslegan stöðugleika erum við að tryggja félagslegan stöðugleika. Markmið sem við höfum oft talað um en ekki oft náð,“ sagði Katrín. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Forsætisráðherra segir lögbrot fyrirtækja ekki verða liðin Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. 14. nóvember 2019 19:47 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk á Alþingi í gær. Mun frumvarpið aftur ganga til fjárlaganefndar fyrir þriðju umræðu sem samkvæmt starfsáætlun þingsins verður 26. nóvember næstkomandi. Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, lýsti við lok atkvæðagreiðslu um breytingartillögur yfir vonbrigðum með stjórnarmeirihlutann. „Enn eitt árið hafa allar breytingartillögur stjórnarandstöðuflokkanna verið felldar. Ég furða mig á þessum vinnubrögðum,“ sagði Ágúst Ólafur. Það væru ótrúlega sérkennileg vinnubrögð þar sem boðað hafi verið í stjórnarsáttmála að önnur vinnubrögð yrðu tekin upp á Alþingi. „Svo sjáum við bara gamaldags skotgrafahernaðarpólitíkina endurspeglast í afgreiðslu fjárlaga hér.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að með fjárlagafrumvarpinu væri verið að láta ríkisfjármálin vinna með peningastefnu og stefnu í vinnumarkaðsmálum. „Á sama tíma og við erum að tryggja efnahagslegan stöðugleika erum við að tryggja félagslegan stöðugleika. Markmið sem við höfum oft talað um en ekki oft náð,“ sagði Katrín.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Forsætisráðherra segir lögbrot fyrirtækja ekki verða liðin Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. 14. nóvember 2019 19:47 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skammaði Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir að kalla Ísland "spillingarbæli.“ Báðir hækkuðu þeir róminn verulega í ræðum sínum í pontu Alþingis og höfðu uppi frammíköll. 14. nóvember 2019 10:47
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Forsætisráðherra segir lögbrot fyrirtækja ekki verða liðin Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. 14. nóvember 2019 19:47