Grófu fyrir laxahrognum í tíu stiga gaddi Ari Brynjólfsson skrifar 18. nóvember 2019 07:00 Þeir Helgi Þorsteinsson, Guðni Guðbergsson, Ingi Rúnar Jónsson og Gísli Ásgeirsson við hrognagröftinn í gaddinum. Mynd aðsend/Strengur Fyrsti áfangi í einum umfangsmesta gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur gróf tugþúsundir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar. Hluti verndarstarfs tengdu Norður-Atlantshafslaxinum fór fram í 10 stiga gaddi í Selá í haust þegar grafin voru hrogn á Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur stóð að greftrinum undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar frá seinni hluta október og fram í nóvember. Fram kemur á vef Strengs að um sé að ræða árvissan gröft um milljón hrogna fiska úr ánum sem verndaráætlunin nær til í efri lögum ánna þar sem fiskurinn hefur ekki getað gengið áður. Verkefnið miðar að því að fjölga uppvaxtar- og fæðuöflunarsvæðum til þess að ýta undir vöxt og auka afkomulíkur fiskanna á fyrri hluta lífsferilsins. Áætlun um útvíkkun hrygningar- og uppvaxtarsvæða með byggingu nýrra laxastiga miðar einnig áfram og er hluti af langtímaáætlun um stuðning við villta laxastofna á Íslandi. Þau verkefni eru fjármögnuð af breska auðkýfingnum sir Jim Ratcliffe og Streng. Í Miðfjarðará var á síðasta ári lokið við stiga og hann opnaður. Þar hefur laxinn þegar hafið göngu upp í efri svæði árinnar, sem bæta við um 4,5 kílómetrum af búsvæði fyrir ungfiskinn. „Hópar frá Hafrannsóknastofnun og okkur í Selá hafa sýnt í verki stuðning sinn við vernd laxins, með því að vinna að því í tíu stiga gaddi að koma af stað verkefni sem vaxa á í að grafin verði um ein milljón hrogna á ári hverju. Verkefnið er mikilvægur liður í að víkka út hrygningarsvæði Atlantshafslaxins á Norðausturlandi, og um leið hluti af víðtækara verndarstarfi á svæðinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs. „Með nánu samstarfi við bændur og sveitarfélög svæðisins getum við saman komið á sjálfbæru og umhverfisvænu verndarstarfi, sem eflir bæði náttúrufar og nærsamfélag, um leið og tryggður er sess svæðisins sem heimsklassaáfangastaðar í tengslum við stangveiði.“ Að þessu sinni voru grafin hrogn á völdum stöðum í Kverká, Hvammsá, Miðfjarðará, Vesturdalsá og Selá, auk þess sem tekin voru erfða- og hreistursýni af foreldrafiskum, en þeim var sleppt að lokinni kreistingu. Næsta sumar verða svæðin svo heimsótt aftur og árangur metinn eftir að hrognin klekjast. Auk beinnar fjárfestingar Ratcliffes er öllum ágóða af starfsemi Strengs beint aftur í Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Í verndarstarfinu verður haldið áfram að styðja við árnar og óspillt umhverfi þeirra, efla og auka búsvæði laxins, og starfi með bændum og nærsamfélaginu við vernd svæðisins.Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Fyrsti áfangi í einum umfangsmesta gröftur hrogna Norður-Atlantshafslaxins sem um getur fór fram nýverið á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur gróf tugþúsundir hrogna í tíu stiga gaddi undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar. Hluti verndarstarfs tengdu Norður-Atlantshafslaxinum fór fram í 10 stiga gaddi í Selá í haust þegar grafin voru hrogn á Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Veiðiklúbburinn Strengur stóð að greftrinum undir handleiðslu Hafrannsóknastofnunar frá seinni hluta október og fram í nóvember. Fram kemur á vef Strengs að um sé að ræða árvissan gröft um milljón hrogna fiska úr ánum sem verndaráætlunin nær til í efri lögum ánna þar sem fiskurinn hefur ekki getað gengið áður. Verkefnið miðar að því að fjölga uppvaxtar- og fæðuöflunarsvæðum til þess að ýta undir vöxt og auka afkomulíkur fiskanna á fyrri hluta lífsferilsins. Áætlun um útvíkkun hrygningar- og uppvaxtarsvæða með byggingu nýrra laxastiga miðar einnig áfram og er hluti af langtímaáætlun um stuðning við villta laxastofna á Íslandi. Þau verkefni eru fjármögnuð af breska auðkýfingnum sir Jim Ratcliffe og Streng. Í Miðfjarðará var á síðasta ári lokið við stiga og hann opnaður. Þar hefur laxinn þegar hafið göngu upp í efri svæði árinnar, sem bæta við um 4,5 kílómetrum af búsvæði fyrir ungfiskinn. „Hópar frá Hafrannsóknastofnun og okkur í Selá hafa sýnt í verki stuðning sinn við vernd laxins, með því að vinna að því í tíu stiga gaddi að koma af stað verkefni sem vaxa á í að grafin verði um ein milljón hrogna á ári hverju. Verkefnið er mikilvægur liður í að víkka út hrygningarsvæði Atlantshafslaxins á Norðausturlandi, og um leið hluti af víðtækara verndarstarfi á svæðinu,“ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Strengs. „Með nánu samstarfi við bændur og sveitarfélög svæðisins getum við saman komið á sjálfbæru og umhverfisvænu verndarstarfi, sem eflir bæði náttúrufar og nærsamfélag, um leið og tryggður er sess svæðisins sem heimsklassaáfangastaðar í tengslum við stangveiði.“ Að þessu sinni voru grafin hrogn á völdum stöðum í Kverká, Hvammsá, Miðfjarðará, Vesturdalsá og Selá, auk þess sem tekin voru erfða- og hreistursýni af foreldrafiskum, en þeim var sleppt að lokinni kreistingu. Næsta sumar verða svæðin svo heimsótt aftur og árangur metinn eftir að hrognin klekjast. Auk beinnar fjárfestingar Ratcliffes er öllum ágóða af starfsemi Strengs beint aftur í Verndarsvæði laxa á Norðausturlandi. Í verndarstarfinu verður haldið áfram að styðja við árnar og óspillt umhverfi þeirra, efla og auka búsvæði laxins, og starfi með bændum og nærsamfélaginu við vernd svæðisins.Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira