Deilt um kaup fyrir Brúðkaup Fígarós Björn Þorfinnsson skrifar 2. nóvember 2019 09:15 Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri í Íslensku óperunni. Fréttablaðið/Eyþór kjaramál Brúðkaup Fígarós eftir Mozart var sett upp í Íslensku óperunni í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Verkið var frumsýnt í byrjun september og var gert ráð fyrir sex sýningum auk nokkurra aukasýninga ef undirtektir yrðu góðar. Ef marka má viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda var um velheppnaða sýningu að ræða. Svo fór að óperan var sýnd átta sinnum. Síðasta sýningin var 25. október síðastliðinn. Brúðkaup Fígarós er farsakennt verk með alvarlegum undirtón og því má segja að það sé að einhverju leyti kaldhæðnislegt að eftir að hlátrasköllin og gleðin eru hljóðnuð í sal Þjóðleikhússins standi eftir barátta söngvara sýningarinnar fyrir betri kjörum. Laun listamanna sem koma að sýningum sem þessari skiptast í kjör fyrir æfingatíma verksins og greiðslur fyrir hverja sýningu. Telja söngvararnir að mikið álag hafi verið á æfingatíma verksins og því hafi verið brotið á rétti þeirra. Félag íslenskra hljómlistarmanna hafi fyrir þeirra hönd gert kröfu um leiðréttingu á launum fyrir æfingatímann en Íslenska óperan hafi ekki fallist á hana. „Við teljum að þessi krafa FÍH sé á misskilningi byggð. Í einfölduðu máli byggir hún á eldri kjarasamningum þegar söngvarar voru fastráðnir við Íslensku óperuna sem hefur ekki verið raunin í tvo áratugi. Þar er kveðið á um kjör fyrir æfingatíma og síðan sýningar. Krafa FÍH er sú að hækka aðeins launin fyrir æfingatímabilið í takt við þessa samninga en halda sýningarlaununum óbreyttum. Staðreyndin er sú að ef sýningarlaununum yrði breytt í takt við sama samning þá myndu heildarlaun allra lækka,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Steinunn Birna tekur undir að álagi á æfingartíma verksins hafi verið mjög misskipt. „Það vildi þannig til að Sinfóníuhljómsveit Íslands var í viku tónleikaferðalagi á meðan á æfingatímanum stóð og því skapaðist mikið álag vissar vikur. Það var auðvitað mjög óheppilegt,“ segir Steinunn Birna. Fullur vilji sé til þess að koma til móts við listamennina með aukaþóknun en það verði að vera innan skynsamlegra marka. „Við höfum lagt fram tilboð um aukaþóknun vegna æfingatímabilsins og hækkun sýningarlauna en því verið hafnað. Það er fullur vilji hjá okkur til að setjast niður og komast að samkomulagi. Við teljum hins vegar að forsendur fyrir rekstrinum séu brostnar ef gengið verður að kröfunum að fullu og þær verði viðmiðið varðandi næstu verkefni,“ segir Steinunn Birna. Að sögn Steinunnar Birnu er hún þó bjartsýn á að lausn á deilunni muni nást innan tíðar. Ekki náðist í Gunnar Hrafnsson, formann FÍH, við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
kjaramál Brúðkaup Fígarós eftir Mozart var sett upp í Íslensku óperunni í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Verkið var frumsýnt í byrjun september og var gert ráð fyrir sex sýningum auk nokkurra aukasýninga ef undirtektir yrðu góðar. Ef marka má viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda var um velheppnaða sýningu að ræða. Svo fór að óperan var sýnd átta sinnum. Síðasta sýningin var 25. október síðastliðinn. Brúðkaup Fígarós er farsakennt verk með alvarlegum undirtón og því má segja að það sé að einhverju leyti kaldhæðnislegt að eftir að hlátrasköllin og gleðin eru hljóðnuð í sal Þjóðleikhússins standi eftir barátta söngvara sýningarinnar fyrir betri kjörum. Laun listamanna sem koma að sýningum sem þessari skiptast í kjör fyrir æfingatíma verksins og greiðslur fyrir hverja sýningu. Telja söngvararnir að mikið álag hafi verið á æfingatíma verksins og því hafi verið brotið á rétti þeirra. Félag íslenskra hljómlistarmanna hafi fyrir þeirra hönd gert kröfu um leiðréttingu á launum fyrir æfingatímann en Íslenska óperan hafi ekki fallist á hana. „Við teljum að þessi krafa FÍH sé á misskilningi byggð. Í einfölduðu máli byggir hún á eldri kjarasamningum þegar söngvarar voru fastráðnir við Íslensku óperuna sem hefur ekki verið raunin í tvo áratugi. Þar er kveðið á um kjör fyrir æfingatíma og síðan sýningar. Krafa FÍH er sú að hækka aðeins launin fyrir æfingatímabilið í takt við þessa samninga en halda sýningarlaununum óbreyttum. Staðreyndin er sú að ef sýningarlaununum yrði breytt í takt við sama samning þá myndu heildarlaun allra lækka,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Steinunn Birna tekur undir að álagi á æfingartíma verksins hafi verið mjög misskipt. „Það vildi þannig til að Sinfóníuhljómsveit Íslands var í viku tónleikaferðalagi á meðan á æfingatímanum stóð og því skapaðist mikið álag vissar vikur. Það var auðvitað mjög óheppilegt,“ segir Steinunn Birna. Fullur vilji sé til þess að koma til móts við listamennina með aukaþóknun en það verði að vera innan skynsamlegra marka. „Við höfum lagt fram tilboð um aukaþóknun vegna æfingatímabilsins og hækkun sýningarlauna en því verið hafnað. Það er fullur vilji hjá okkur til að setjast niður og komast að samkomulagi. Við teljum hins vegar að forsendur fyrir rekstrinum séu brostnar ef gengið verður að kröfunum að fullu og þær verði viðmiðið varðandi næstu verkefni,“ segir Steinunn Birna. Að sögn Steinunnar Birnu er hún þó bjartsýn á að lausn á deilunni muni nást innan tíðar. Ekki náðist í Gunnar Hrafnsson, formann FÍH, við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Íslenska óperan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira