Borgin ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 20:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma. Veitingahúsaeigendur á Hverfisgötu ætla fara fram á milljónir í bætur vegna tafa á framkvæmdum þar. Ásmundur Helgason, einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins, greindi frá því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann ætli að krefja borgina um milljónir í bætur. Hefur veltan verið um fjörutíu prósent minni á veitingastaðnum því aðgengi að honum hefur verið afleitt vegna framkvæmdana. Hefur Ásmundur verið afar gagnrýninn á borgina. Tilkynning um framkvæmdirnar barst frá borginni degi eftir að þær hófust í maí. Átti þeim að vera lokið í ágúst en sér ekki fyrir endan á þeim fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ásmundur sagðist ekki bjartsýnn á að borgin muni bæta verklag líkt og lofað er. Fjárhagsáætlun sé ekki samþykkt fyrr en í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumars verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðarmótin mars/apríl. Því muni tilkynning til rekstraaðila ekki berast fyrr en í maí, líkt og gerðist í hans tilviki.Boða rekstraraðila strax að borðinu í janúar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir hins vegar mikilla breytinga að vænta. Til stendur að boða rekstraraðila að borðinu strax í janúar á næsta ári. Það sé hægt að gera áður en til útboðs kemur síðar á árinu. „Og huga að því hvernig við ætlum að standa að framkvæmdunum. Hvernig framkvæmdasvæðið mun líta út, hvernig hönnun á svæðinu muni líta út og hvernig aðgengi verður að því. Þannig að þetta geti allt haldist í hendur við útboðið,“ segir Sigurborg.Starfsmaður ávallt á verkstað Ætlunin er að starfsmaður skipulagssviðs verði ávallt á verkstað. „Hann verður þar sem framkvæmdir eru til að fylgja eftir að útboðsskilmálum sé framfylgt og fylgja því eftir að það sé tryggt aðgengi á verkstað og bæta samskipti á milli borgarinnar, verktaka og rekstraraðila.“ Reykjavíkurborg hefur haft breytingar á neðri hluta Laugavegar og svæðinu við Hlemm til skoðunar sem næstu framkvæmdir. Sigurborg segir að ferlið hafi í rauninni verið þannig hingað til að þegar búið sé að teikna verkið, bjóða það út og samþykkja útboð, sé fyrst tilkynnt um framkvæmdirnar. „Þá er í rauninni oft kannski nokkrir dagar jafnvel í það að framkvæmdir hefjist sem er allt of stuttur tími.“Ekki mörg fordæmi fyrir bótum Hún segist hafa skilning á þeim aðstæðum sem rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa verið settir í en segir ekki mörg fordæmi fyrir bótum líkt og eigendur Gráa kattarins ætla að fara fram á. „Það þyrfti að setjast yfir það mál og skoða það sérstaklega.“ Líkt og áður segir hafa umtalsverðar tafir orðið á framkvæmdinni þar sem jafnvel var ekki unnið dögum saman á framkvæmdasvæðinu. Spurð hvort að borgin muni fara fram á tafabætur frá verktakanum svarar hún að það hafi ekki komið til tals enn sem komið er. „En þetta snýst ekki bara um verktaka, þetta snýst líka um innra skipulag á framkvæmd. Í þessari framkvæmd var mikið verið að breyta lögnum. Þarna voru hundrað ára gamlar lagnir sem þurfti að skipta um frá a til ö. Hluti af því var ástæðan fyrir töfunum, það þurfti að fleyga klappir og ýmislegt fleira til að koma fyrir fráfallslögn. Lagnir voru ekki til á landinu þegar framkvæmdir hófust. Þannig að það er ýmislegt þarna líka sem þarf klárlega að bæta.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma. Veitingahúsaeigendur á Hverfisgötu ætla fara fram á milljónir í bætur vegna tafa á framkvæmdum þar. Ásmundur Helgason, einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins, greindi frá því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann ætli að krefja borgina um milljónir í bætur. Hefur veltan verið um fjörutíu prósent minni á veitingastaðnum því aðgengi að honum hefur verið afleitt vegna framkvæmdana. Hefur Ásmundur verið afar gagnrýninn á borgina. Tilkynning um framkvæmdirnar barst frá borginni degi eftir að þær hófust í maí. Átti þeim að vera lokið í ágúst en sér ekki fyrir endan á þeim fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ásmundur sagðist ekki bjartsýnn á að borgin muni bæta verklag líkt og lofað er. Fjárhagsáætlun sé ekki samþykkt fyrr en í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumars verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðarmótin mars/apríl. Því muni tilkynning til rekstraaðila ekki berast fyrr en í maí, líkt og gerðist í hans tilviki.Boða rekstraraðila strax að borðinu í janúar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir hins vegar mikilla breytinga að vænta. Til stendur að boða rekstraraðila að borðinu strax í janúar á næsta ári. Það sé hægt að gera áður en til útboðs kemur síðar á árinu. „Og huga að því hvernig við ætlum að standa að framkvæmdunum. Hvernig framkvæmdasvæðið mun líta út, hvernig hönnun á svæðinu muni líta út og hvernig aðgengi verður að því. Þannig að þetta geti allt haldist í hendur við útboðið,“ segir Sigurborg.Starfsmaður ávallt á verkstað Ætlunin er að starfsmaður skipulagssviðs verði ávallt á verkstað. „Hann verður þar sem framkvæmdir eru til að fylgja eftir að útboðsskilmálum sé framfylgt og fylgja því eftir að það sé tryggt aðgengi á verkstað og bæta samskipti á milli borgarinnar, verktaka og rekstraraðila.“ Reykjavíkurborg hefur haft breytingar á neðri hluta Laugavegar og svæðinu við Hlemm til skoðunar sem næstu framkvæmdir. Sigurborg segir að ferlið hafi í rauninni verið þannig hingað til að þegar búið sé að teikna verkið, bjóða það út og samþykkja útboð, sé fyrst tilkynnt um framkvæmdirnar. „Þá er í rauninni oft kannski nokkrir dagar jafnvel í það að framkvæmdir hefjist sem er allt of stuttur tími.“Ekki mörg fordæmi fyrir bótum Hún segist hafa skilning á þeim aðstæðum sem rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa verið settir í en segir ekki mörg fordæmi fyrir bótum líkt og eigendur Gráa kattarins ætla að fara fram á. „Það þyrfti að setjast yfir það mál og skoða það sérstaklega.“ Líkt og áður segir hafa umtalsverðar tafir orðið á framkvæmdinni þar sem jafnvel var ekki unnið dögum saman á framkvæmdasvæðinu. Spurð hvort að borgin muni fara fram á tafabætur frá verktakanum svarar hún að það hafi ekki komið til tals enn sem komið er. „En þetta snýst ekki bara um verktaka, þetta snýst líka um innra skipulag á framkvæmd. Í þessari framkvæmd var mikið verið að breyta lögnum. Þarna voru hundrað ára gamlar lagnir sem þurfti að skipta um frá a til ö. Hluti af því var ástæðan fyrir töfunum, það þurfti að fleyga klappir og ýmislegt fleira til að koma fyrir fráfallslögn. Lagnir voru ekki til á landinu þegar framkvæmdir hófust. Þannig að það er ýmislegt þarna líka sem þarf klárlega að bæta.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði