Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 21:49 Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Fréttablaðið/Valli Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi sem sagt var upp fyrirvaralaust í síðasta mánuði, segist hafa verið undirbúinn undir starfslok sín, enda sjötugur. Hann hafi þó ekki verið tilbúinn til að vera rekinn án nokkurrar ástæðu eða skýringa. Þetta segir Magnús í samtali við Læknablaðið. Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), sagði Magnúsi upp störfum í byrjun október eftir 35 ára starf á endurhæfingarstöðinni. Áður hafði Birgi Gunnarssyni forstjóra Reykjalundar einnig verið sagt upp. Nýtt skipurit Reykjalundar sem kynnt var í sumarbyrjun, og áðurnefndar uppsagnir Birgis og Magnúsar, voru upphaf mikillar ólgu á Reykjalundi. Eftir að nýir stjórnendur tóku við hefur meirihluti lækna á Reykjalundi sagt upp störfum. Þá hafa aðrir starfsmenn lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af stöðunni og sagt nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar.Íhugar stöðu sína með aðstoð Læknafélagsins Magnús hefur lítið tjáð sig um uppsögnina hingað til. Hann ræddi hana til að mynda stuttlega í samtali við RÚV á sínum tíma en fer ítarlega yfir hana í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem kom út nú í byrjun mánaðar. Í viðtalinu segir Magnús að vandamálið hafi ekki verið að hætta að vinna, hann hafi verið undir það búinn. Magnús er sjötugur og eftirlaun því á næsta leyti, eðli málsins samkvæmt. Hann hafi hins vegar ekki verið undirbúinn undir að vera „látinn fara fyrirvaralaust án nokkurrar ástæðu“ og engar skýringar gefnar. Magnús greinir jafnframt frá því að hann hafi þegar fengið nokkur starfstilboð eftir hin óvæntu starfslok á Reykjalundi. Hann kveðst þó vera að skoða stöðu sína gagnvart SÍBS með aðstoð frá Læknafélagi Íslands.Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS.VísirMagnús lýsir því einnig í viðtalinu við Læknablaðið að hann hafi fengið umboð til að klára þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands viku áður en hann var rekinn. Þá hafi hann boðist til að vinna uppsagnarfrest en því var hafnað. „Ég var auðvitað tilbúinn að hætta en ég ætlaði ekki að hætta svona. […] Mér finnst þessi gjörningur í raun svo makalaus og svo vitlaus. Ég er aðallega sár út í að með ákveðnum hætti sé verið að eyðileggja þennan stað sem ég hef lagt krafta mína í frá því að ég kom heim úr sérnámi.“ Viðtalið við Magnús í Læknablaðinu má lesa í heild hér.Ekki á þeim buxunum að hætta Sveinn Guðmundsson formaður SÍBS var sérstaklega spurður út í uppsögn Magnúsar í þættinum Reykjavík síðdegis í október. Sveinn sagðist hafa staðið í þeirri trú að búið væri að segja Magnúsi upp störfum sökum aldurs, enda búið að ráða í starf hans. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var ráðinn í starf Magnúsar og þá tók Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, tímabundið við starfi forstjóra. Síðarnefnda staðan var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu í gær. „Við erum bundin því að borga manninum uppsagnarfrest. Það þýðir ekkert að bíða með það,“ sagði Sveinn í viðtalinu í október. Magnús hafi ekki verið á þeim buxunum að hætta og því ekkert annað í stöðunni en að segja honum upp.Samkvæmt heimildum fréttastofu á óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi nú að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. Þá ætlar SÍBS eftir sem áður að styrkja Reykjalund en ekki skipta sér af neinni stjórnun. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Aðskilja á Reykjalund og SIBS Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun. 2. nóvember 2019 18:30 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi sem sagt var upp fyrirvaralaust í síðasta mánuði, segist hafa verið undirbúinn undir starfslok sín, enda sjötugur. Hann hafi þó ekki verið tilbúinn til að vera rekinn án nokkurrar ástæðu eða skýringa. Þetta segir Magnús í samtali við Læknablaðið. Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), sagði Magnúsi upp störfum í byrjun október eftir 35 ára starf á endurhæfingarstöðinni. Áður hafði Birgi Gunnarssyni forstjóra Reykjalundar einnig verið sagt upp. Nýtt skipurit Reykjalundar sem kynnt var í sumarbyrjun, og áðurnefndar uppsagnir Birgis og Magnúsar, voru upphaf mikillar ólgu á Reykjalundi. Eftir að nýir stjórnendur tóku við hefur meirihluti lækna á Reykjalundi sagt upp störfum. Þá hafa aðrir starfsmenn lýst yfir gríðarlegum áhyggjum af stöðunni og sagt nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar.Íhugar stöðu sína með aðstoð Læknafélagsins Magnús hefur lítið tjáð sig um uppsögnina hingað til. Hann ræddi hana til að mynda stuttlega í samtali við RÚV á sínum tíma en fer ítarlega yfir hana í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem kom út nú í byrjun mánaðar. Í viðtalinu segir Magnús að vandamálið hafi ekki verið að hætta að vinna, hann hafi verið undir það búinn. Magnús er sjötugur og eftirlaun því á næsta leyti, eðli málsins samkvæmt. Hann hafi hins vegar ekki verið undirbúinn undir að vera „látinn fara fyrirvaralaust án nokkurrar ástæðu“ og engar skýringar gefnar. Magnús greinir jafnframt frá því að hann hafi þegar fengið nokkur starfstilboð eftir hin óvæntu starfslok á Reykjalundi. Hann kveðst þó vera að skoða stöðu sína gagnvart SÍBS með aðstoð frá Læknafélagi Íslands.Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS.VísirMagnús lýsir því einnig í viðtalinu við Læknablaðið að hann hafi fengið umboð til að klára þjónustusamning við Sjúkratryggingar Íslands viku áður en hann var rekinn. Þá hafi hann boðist til að vinna uppsagnarfrest en því var hafnað. „Ég var auðvitað tilbúinn að hætta en ég ætlaði ekki að hætta svona. […] Mér finnst þessi gjörningur í raun svo makalaus og svo vitlaus. Ég er aðallega sár út í að með ákveðnum hætti sé verið að eyðileggja þennan stað sem ég hef lagt krafta mína í frá því að ég kom heim úr sérnámi.“ Viðtalið við Magnús í Læknablaðinu má lesa í heild hér.Ekki á þeim buxunum að hætta Sveinn Guðmundsson formaður SÍBS var sérstaklega spurður út í uppsögn Magnúsar í þættinum Reykjavík síðdegis í október. Sveinn sagðist hafa staðið í þeirri trú að búið væri að segja Magnúsi upp störfum sökum aldurs, enda búið að ráða í starf hans. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir var ráðinn í starf Magnúsar og þá tók Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs á Reykjalundi, tímabundið við starfi forstjóra. Síðarnefnda staðan var auglýst til umsóknar í Morgunblaðinu í gær. „Við erum bundin því að borga manninum uppsagnarfrest. Það þýðir ekkert að bíða með það,“ sagði Sveinn í viðtalinu í október. Magnús hafi ekki verið á þeim buxunum að hætta og því ekkert annað í stöðunni en að segja honum upp.Samkvæmt heimildum fréttastofu á óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi nú að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. Þá ætlar SÍBS eftir sem áður að styrkja Reykjalund en ekki skipta sér af neinni stjórnun.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Aðskilja á Reykjalund og SIBS Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun. 2. nóvember 2019 18:30 Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00 Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Aðskilja á Reykjalund og SIBS Óháð starfsstjórn yfir Reykjalundi á að mæta kröfum starfsfólks um aðskilnað við SÍBS og ráða nýjan forstjóra samkvæmt heimildum fréttastofu. Búist er við að starfsstjórnin verði kynnt á næstu dögum. SÍBS ætlar eftir sem áður að styrkja Reykjalund en skiptir sér ekki af neinni stjórnun. 2. nóvember 2019 18:30
Vilja að framkvæmdastjórn Reykjalundar víki og skipuð verði starfsstjórn Sjúkratryggingar Íslands og Landlæknir ætla á næstunni að meta hvort Reykjalundur geti uppfyllt núverandi þjónustusamning. Yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar segir að það verði ómöglegt þegar allar uppsagnir lækna hafa tekið gildi. 1. nóvember 2019 19:00
Báðu nýjan framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi að þiggja ekki stöðuna Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðunni á Reykjalundi. Læknar á stofnuninni bera ekki traust til nýs framkvæmdastjóra lækninga og báðu hann um að þiggja ekki stöðuna að sögn yfirlæknis taugasviðs. 2. nóvember 2019 13:28