Boðað varaflugvallagjald sagt ólöglegt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir áform um varaflugvallagjöld ólögleg og varhugaverð og brjóta gegn EES-samningi. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnir harðlega áform í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög varhugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaflugvallagjald á flugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsynlegar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaflugvalla en Keflavíkurflugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaflugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningarreglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að samgönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning-inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem tengist uppbyggingu vegna varaflug-vallarhlutverks fyrir alþjóðaflug annars vegar og hins vegar uppbyggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er flugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt flugi um Keflavíkurflugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lögmanni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að flugstefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálfbæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnir harðlega áform í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög varhugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaflugvallagjald á flugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsynlegar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaflugvalla en Keflavíkurflugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaflugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningarreglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að samgönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning-inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem tengist uppbyggingu vegna varaflug-vallarhlutverks fyrir alþjóðaflug annars vegar og hins vegar uppbyggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er flugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt flugi um Keflavíkurflugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lögmanni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að flugstefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálfbæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00
Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15