„Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 17:36 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði félagsmálaráðherra hvort yfirlýsingar Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, um málefni innflytjenda á málþingi sem hann sótti fyrir helgi, endurspegluðu stefnu stjórnvalda. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti að taka þátt í pallborði í málstofu um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn sem fór fram á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ásmundur forfallaðist en í hans stað mætti Gissur. Þorsteinn sagði að Gissur hefði haft í frammi sláandi ummæli um innflytjendur á Þjóðarspeglinum og þótti ástæða til að ræða málið við félagsmálaráðherra.Spurði hvort stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum „Þar sem meðal annars kom fram að hann teldi ekki ástæðu til að fræða innflytjendur frekar um réttindi sín á vinnumarkaði, þar væri hver á eigin ábyrgð að afla sér upplýsinga þar að lútandi. Hann teldi ekki ástæðu til að styrkja sérstaklega íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Hann tók það sérstaklega fram hvað það væri gott hvað það væri auðvelt að losna við fólk á íslenskum vinnumarkaði í þessu samhengi. Þetta gengur auðvitað þvert á framkvæmdaáætlun sem samþykkt var hér á Alþingi fyrir þremur árum síðan,“ sagði Þorsteinn undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Þorsteinn spurði hvort ráðuneytisstjórinn hefði verið að lýsa persónulegum skoðunum sínum eða hvort einhver stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum; hvort þetta væri lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda og ráðherra í málaflokknum.Ráðherra sagðist hafa frétt af ummælum ráðuneytisstjórans og af pistli sem skrifaður var af því tilefni en bætti við að hann hefði ekki sett sig nægilega vel inn í málið.vísir/vilhelmÁsmundur Einar svaraði því að hann væri ekki vel inn í málinu en hefði frétt af pistli sem Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefði skrifað um fundinn og birt á vef Kjarnans. Hann gat þó staðfest að engin stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum.Sjá nánar: Opið bréf til Ásmundar Einars DaðasonarSegir ummælin lýsa gríðarlegum fordómum og áhugaleysi Þorsteinn steig aftur í pontu og sagði að ummælin hefði honum þótt svo alvarleg að hann hefði fundið sig knúinn til að ræða við nokkra fundarmenn um þau. „Já, fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra ráðuneytis vinnumarkaðar og málefna innflytjenda af því þetta lýsir auðvitað gríðarlegum fordómum gagnvart stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og gríðarlegu áhugaleysi ráðuneytis og ráðuneytisstjóra þessa ráðuneytis að sinna málefnum þessa hóps.“ Alþingi Félagsmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði félagsmálaráðherra hvort yfirlýsingar Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, um málefni innflytjenda á málþingi sem hann sótti fyrir helgi, endurspegluðu stefnu stjórnvalda. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti að taka þátt í pallborði í málstofu um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn sem fór fram á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ásmundur forfallaðist en í hans stað mætti Gissur. Þorsteinn sagði að Gissur hefði haft í frammi sláandi ummæli um innflytjendur á Þjóðarspeglinum og þótti ástæða til að ræða málið við félagsmálaráðherra.Spurði hvort stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum „Þar sem meðal annars kom fram að hann teldi ekki ástæðu til að fræða innflytjendur frekar um réttindi sín á vinnumarkaði, þar væri hver á eigin ábyrgð að afla sér upplýsinga þar að lútandi. Hann teldi ekki ástæðu til að styrkja sérstaklega íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Hann tók það sérstaklega fram hvað það væri gott hvað það væri auðvelt að losna við fólk á íslenskum vinnumarkaði í þessu samhengi. Þetta gengur auðvitað þvert á framkvæmdaáætlun sem samþykkt var hér á Alþingi fyrir þremur árum síðan,“ sagði Þorsteinn undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Þorsteinn spurði hvort ráðuneytisstjórinn hefði verið að lýsa persónulegum skoðunum sínum eða hvort einhver stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum; hvort þetta væri lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda og ráðherra í málaflokknum.Ráðherra sagðist hafa frétt af ummælum ráðuneytisstjórans og af pistli sem skrifaður var af því tilefni en bætti við að hann hefði ekki sett sig nægilega vel inn í málið.vísir/vilhelmÁsmundur Einar svaraði því að hann væri ekki vel inn í málinu en hefði frétt af pistli sem Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefði skrifað um fundinn og birt á vef Kjarnans. Hann gat þó staðfest að engin stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum.Sjá nánar: Opið bréf til Ásmundar Einars DaðasonarSegir ummælin lýsa gríðarlegum fordómum og áhugaleysi Þorsteinn steig aftur í pontu og sagði að ummælin hefði honum þótt svo alvarleg að hann hefði fundið sig knúinn til að ræða við nokkra fundarmenn um þau. „Já, fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra ráðuneytis vinnumarkaðar og málefna innflytjenda af því þetta lýsir auðvitað gríðarlegum fordómum gagnvart stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og gríðarlegu áhugaleysi ráðuneytis og ráðuneytisstjóra þessa ráðuneytis að sinna málefnum þessa hóps.“
Alþingi Félagsmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira