Vilja selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 14:22 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Frumvarpið er til umræðu á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári „Ef við horfum á hvað er ekki í þessari áætlun, þá vekur athygli að það er engin hagræðing. Það er hagræðingarkrafa upp á 1% sett eftir á þegar að búið er að ákveða hækkanir þannig að það er engin hagræðing í raun,“ sagði Eyþór. „Þetta gerist þrátt fyrir það að hér hafi verið farið í skipuritsbreytingar í kjölfar braggahneykslisins sem varð en þá einhvern veginn varð engin hagræðing.“ Þá nefndi Eyþór að enn væri rekstrarkostnaður hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum, engin lækkun boðuð á gjaldskrá né sköttum og aukinheldur að gert sé ráð fyrir áframhaldandi álagningu innviðagjalda. „Skattar eins og útsvar eru áfram hér, með þátttöku Viðreisnar, í hæstu löglegu hámarki, hærra en í nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Eyþór. Þá vildi Eyþór jafnframt meina að áform um rafræna stjórnsýslu sé enn á byrjunarreit og að gert sé ráð fyrir hærra mati á félagslegum íbúðum. Loks sagðist Eyþór hvergi sjá merki um afkomubata á kjörtímabilinu. „Það er sem sagt staðfest að á þessu kjörtímabili sem að þessi meirihluti ber ábyrgð á, reyndar með minnihluta atkvæða, að þá ætlar hann ekki að standa við stóru orðin. Hann ætlar ekki að lækka skuldir og ætlar ekki að ná tökum á rekstrinum,“ sagði Eyþór.Arðgreiðslur frá OR verði nýttar til útsvarslækkunar Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hyggist leggja fram fjölda tillagna sem miði að því að snúa þeirri þróun við. Meðal annars tillögu um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða. Þá hyggist borgarfulltrúar flokksins leggja fram fjölda tillagna í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. „M.a. með arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi,“ að því er segir í tilkynningunni. Þá leggur flokkurinn til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, verði hækkað. „Þá munu borgarfulltrúar flokksins aukinheldur leggja til að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag og að skoðað verði að bjóða út rekstur sorphirðu í borginni í þeirri viðleitni að lækka kostnað við sorphirðu,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en Eyþór Arnalds gerði grein fyrir þessum tillögum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir forsendur meirihlutasáttmála borgarstjórnar vera brostnar með frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun 2020-2024. Frumvarpið er til umræðu á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir.Sjá einnig: Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári „Ef við horfum á hvað er ekki í þessari áætlun, þá vekur athygli að það er engin hagræðing. Það er hagræðingarkrafa upp á 1% sett eftir á þegar að búið er að ákveða hækkanir þannig að það er engin hagræðing í raun,“ sagði Eyþór. „Þetta gerist þrátt fyrir það að hér hafi verið farið í skipuritsbreytingar í kjölfar braggahneykslisins sem varð en þá einhvern veginn varð engin hagræðing.“ Þá nefndi Eyþór að enn væri rekstrarkostnaður hærri í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum, engin lækkun boðuð á gjaldskrá né sköttum og aukinheldur að gert sé ráð fyrir áframhaldandi álagningu innviðagjalda. „Skattar eins og útsvar eru áfram hér, með þátttöku Viðreisnar, í hæstu löglegu hámarki, hærra en í nágrannasveitarfélögunum,“ sagði Eyþór. Þá vildi Eyþór jafnframt meina að áform um rafræna stjórnsýslu sé enn á byrjunarreit og að gert sé ráð fyrir hærra mati á félagslegum íbúðum. Loks sagðist Eyþór hvergi sjá merki um afkomubata á kjörtímabilinu. „Það er sem sagt staðfest að á þessu kjörtímabili sem að þessi meirihluti ber ábyrgð á, reyndar með minnihluta atkvæða, að þá ætlar hann ekki að standa við stóru orðin. Hann ætlar ekki að lækka skuldir og ætlar ekki að ná tökum á rekstrinum,“ sagði Eyþór.Arðgreiðslur frá OR verði nýttar til útsvarslækkunar Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hyggist leggja fram fjölda tillagna sem miði að því að snúa þeirri þróun við. Meðal annars tillögu um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða. Þá hyggist borgarfulltrúar flokksins leggja fram fjölda tillagna í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar. „M.a. með arðgreiðslum frá Orkuveitu Reykjavíkur verði ráðstafað til útsvarslækkana og að jöfn fjárframlög úr borgarsjóði verði greidd með börnum í grunn- og leikskólum borgarinnar, óháð rekstrarformi,“ að því er segir í tilkynningunni. Þá leggur flokkurinn til að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði verði lækkaðir viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega, verði hækkað. „Þá munu borgarfulltrúar flokksins aukinheldur leggja til að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag og að skoðað verði að bjóða út rekstur sorphirðu í borginni í þeirri viðleitni að lækka kostnað við sorphirðu,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en Eyþór Arnalds gerði grein fyrir þessum tillögum í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna. 5. nóvember 2019 12:45