Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 22:15 Ættingi sýnir blaðamanni AP myndir af fórnarlömbum árásarinnar. AP/Rick Bowmer Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshópi úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Meðal hinna látnu voru átta mánaða tvíburar en minnst fimm þeirra sem lifðu af særðust í árásinni. Eitt þeirra var með skotsár á andliti, annað á fæti og ein var með skotsár á bæði baki og fæti. Einn drengur er sagður hafa falið börnin og gengið eftir hjálp. Þá gekk stúlka sem særðist í árásinni í aðra átt eftir hjálp. Konurnar þrjár voru að keyra þremur bílum eftir malarvegi þegar skothríðin hófst. Einhverjir hinna látnu eru sagðir hafa verið skotnir niður á hlaupum frá bílunum. AP fréttaveitan hefur eftir saksóknunum og fjölskyldumeðlimum að ein konan hafi stokkið út úr bíl sínum og veifað höndunum til að sýna að engin ógn stæði af þeim. Hún var þó skotin til bana.Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, segir að talið sé að umsátrið hafi verið ætlað meðlimum annarra glæpasamtaka en tvö samtök eiga í átökum á svæðinu.Mikil skothríð Rannsakendur fundu minnst tvö hundruð skothylki á vettvangi árásarinnar, sem spannar nokkra kílómetra á veginum. Ættingjar segja hópinn hafa verið á leið til Bandaríkjanna frá smábænum Bavispe í Sonora þegar árásin var gerð. Fregnum ber þó ekki saman um hvert ferð þeirra var heitið. Svo virðist sem að kviknað hafi í einum bílnum eftir að skot hæfðu eldsneytistank hans. Ein kona og fjögur börn hennar dóu í bílnum. Öll hin fórnarlömbin voru skotin til bana. Eins og sagt var frá fyrr í dag bauð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirvöldum Mexíkó aðstoð við að há stríð gegn glæpasamtökunum og „þurrka þau út“. Trump sagði Andrés Manuel López Obrador, núverandi forseta Mexíkó, hafa reynt að berjast gegn glæpasamtökum þar í landi en þau væru orðin svo stór og kröftug að nauðsynlegt væri að beita her gegn þeim.Vill berjast á eigin forsendum Obrador hafnaði þó tilboðinu og sagði forvera sína hafa reynt að berjast með slíkum hætti gegn glæpasamtökum og það hafi ekki borið árangur. Obrador hefur jafnvel verið gagnrýndur fyrir linkind gegn glæpasamtökum Meðlimir fjölskyldunnar sögðu LA Times að á svæðinu þar sem fjölskyldan býr séu lögregluþjónar eða hermenn sjaldan sjáanlegir. Glæpamenn setji jafnvel upp vegatálma og stöðvi umferð.Sjá einnig: Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa GuzmanBandarískir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Obrador og sakað ríkisstjórn hans um að vera ráðalausa gegn glæpasamtökum Mexíkó. Hann hefur þó ekki tekið þeirri gagnrýni fagnandi og hefur sagt að um innanríkismál sé að ræða sem komi öðrum þjóðum ekki við. Hann ítrekaði það á blaðamannafundi í dag og sagði að ríkisstjórn hans myndi bregðast við í samræmi við lög og fullveldi Mexíkó. Mexíkó Tengdar fréttir Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshópi úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Meðal hinna látnu voru átta mánaða tvíburar en minnst fimm þeirra sem lifðu af særðust í árásinni. Eitt þeirra var með skotsár á andliti, annað á fæti og ein var með skotsár á bæði baki og fæti. Einn drengur er sagður hafa falið börnin og gengið eftir hjálp. Þá gekk stúlka sem særðist í árásinni í aðra átt eftir hjálp. Konurnar þrjár voru að keyra þremur bílum eftir malarvegi þegar skothríðin hófst. Einhverjir hinna látnu eru sagðir hafa verið skotnir niður á hlaupum frá bílunum. AP fréttaveitan hefur eftir saksóknunum og fjölskyldumeðlimum að ein konan hafi stokkið út úr bíl sínum og veifað höndunum til að sýna að engin ógn stæði af þeim. Hún var þó skotin til bana.Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, segir að talið sé að umsátrið hafi verið ætlað meðlimum annarra glæpasamtaka en tvö samtök eiga í átökum á svæðinu.Mikil skothríð Rannsakendur fundu minnst tvö hundruð skothylki á vettvangi árásarinnar, sem spannar nokkra kílómetra á veginum. Ættingjar segja hópinn hafa verið á leið til Bandaríkjanna frá smábænum Bavispe í Sonora þegar árásin var gerð. Fregnum ber þó ekki saman um hvert ferð þeirra var heitið. Svo virðist sem að kviknað hafi í einum bílnum eftir að skot hæfðu eldsneytistank hans. Ein kona og fjögur börn hennar dóu í bílnum. Öll hin fórnarlömbin voru skotin til bana. Eins og sagt var frá fyrr í dag bauð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirvöldum Mexíkó aðstoð við að há stríð gegn glæpasamtökunum og „þurrka þau út“. Trump sagði Andrés Manuel López Obrador, núverandi forseta Mexíkó, hafa reynt að berjast gegn glæpasamtökum þar í landi en þau væru orðin svo stór og kröftug að nauðsynlegt væri að beita her gegn þeim.Vill berjast á eigin forsendum Obrador hafnaði þó tilboðinu og sagði forvera sína hafa reynt að berjast með slíkum hætti gegn glæpasamtökum og það hafi ekki borið árangur. Obrador hefur jafnvel verið gagnrýndur fyrir linkind gegn glæpasamtökum Meðlimir fjölskyldunnar sögðu LA Times að á svæðinu þar sem fjölskyldan býr séu lögregluþjónar eða hermenn sjaldan sjáanlegir. Glæpamenn setji jafnvel upp vegatálma og stöðvi umferð.Sjá einnig: Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa GuzmanBandarískir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Obrador og sakað ríkisstjórn hans um að vera ráðalausa gegn glæpasamtökum Mexíkó. Hann hefur þó ekki tekið þeirri gagnrýni fagnandi og hefur sagt að um innanríkismál sé að ræða sem komi öðrum þjóðum ekki við. Hann ítrekaði það á blaðamannafundi í dag og sagði að ríkisstjórn hans myndi bregðast við í samræmi við lög og fullveldi Mexíkó.
Mexíkó Tengdar fréttir Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49