Fyrrverandi starfsmenn Twitter sakaðir um njósnir fyrir Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 22:51 Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára. Vísir/getty Tveir fyrrverandi starfsmenn Twitter í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir njósnir á vegum Sádi-Arabíu. Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins. Annar mannanna, Ahmad, Abouammo, sem er bandarískur ríkisborgari, var handtekinn í gær. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa falsað kvittun með því markmiði að hindra rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hinum manninum, Ali Alzabarahd, frá Sádi Arabíu, er gert að hafa nálgast persónuupplýsingar rúmlega sex þúsund notenda Twitter árið 2015 og það á vegum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Auk þeirra hefur einn maður verið ákærður. Hann heitir Ahmed Almutairi og var milliliður mannanna og embættismanna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þeir Alzabarah og Almutairi séu staddir í Sádi-Arabíu. Mennirnir þrír eru þar að auki sagðir hafa starfað með embættismanni sem rekur góðgerðasamtök í eigu Mohammed bin-Salmann, krónprins og í raun leiðtoga Sádi-Arabíu. Salmann, sem er iðulega kallaður MBS, er sakaður af leyniþjónustum Bandaríkjanna um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í fyrra.Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára.Twitter er vígvöllur í Sádi-Arabíu Sérfræðingur mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir ákærurnar sérstaklega merkilegar með tilliti til þess að Sádar séu yfir höfuð mjög virkir á Twitter og noti samfélagsmiðilinn til að ræða hin ýmsu málefni. Yfirvöld ríkisins eru sögð reka nokkurs konar „tröllaverksmiðju“ þar sem hundruð manna vinna við það að dreifa áróðri og ógna gagnrýnendum konungsfjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið þeirra er að þagga í gagnrýnisröddum fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Þá segir sérfræðingurinn ljóst að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi lengi reynt að svipta hulunni af vinsælum Twitter-síðum þar sem notendur koma ekki fram undir nafni. Í ákærunni kemur til dæmis fram að Abouammo hafi nálgast persónuupplýsingar notanda sem gengur undir nafninu @Mujtahidd. Hann er með rúmlega milljón fylgjendur og hefur varpað ljósi á spillingu í Sádi-Arabíu. Alzabarah nálgaðist þar að auki persónuupplýsingar Abdulaziz, sem er vel þekktur gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar og vinur Khashoggi. Abdulaziz býr í Kanada en tveir bræður hans í Sádi-Arabíu hafa verið handteknir. Hann höfðaði mál gegn Twitter í síðasta mánuði á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki látið hann vita af því að persónuupplýsingar hans hafi verið skoðaðar og þeim dreift. Aðrir starfsmenn Twitter spurðu Alzabarah þann 2. desember út í af hverju hann hefði verið að skoða persónuupplýsingar notenda og sagðist hann hafa gert það fyrir forvitnisakir. Hann var settur í leyfi frá störfum og degi seinna flaug hann til Sádi-Arabíu. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Twitter Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Twitter í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir njósnir á vegum Sádi-Arabíu. Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins. Annar mannanna, Ahmad, Abouammo, sem er bandarískur ríkisborgari, var handtekinn í gær. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa falsað kvittun með því markmiði að hindra rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hinum manninum, Ali Alzabarahd, frá Sádi Arabíu, er gert að hafa nálgast persónuupplýsingar rúmlega sex þúsund notenda Twitter árið 2015 og það á vegum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Auk þeirra hefur einn maður verið ákærður. Hann heitir Ahmed Almutairi og var milliliður mannanna og embættismanna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þeir Alzabarah og Almutairi séu staddir í Sádi-Arabíu. Mennirnir þrír eru þar að auki sagðir hafa starfað með embættismanni sem rekur góðgerðasamtök í eigu Mohammed bin-Salmann, krónprins og í raun leiðtoga Sádi-Arabíu. Salmann, sem er iðulega kallaður MBS, er sakaður af leyniþjónustum Bandaríkjanna um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í fyrra.Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára.Twitter er vígvöllur í Sádi-Arabíu Sérfræðingur mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir ákærurnar sérstaklega merkilegar með tilliti til þess að Sádar séu yfir höfuð mjög virkir á Twitter og noti samfélagsmiðilinn til að ræða hin ýmsu málefni. Yfirvöld ríkisins eru sögð reka nokkurs konar „tröllaverksmiðju“ þar sem hundruð manna vinna við það að dreifa áróðri og ógna gagnrýnendum konungsfjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið þeirra er að þagga í gagnrýnisröddum fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Þá segir sérfræðingurinn ljóst að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi lengi reynt að svipta hulunni af vinsælum Twitter-síðum þar sem notendur koma ekki fram undir nafni. Í ákærunni kemur til dæmis fram að Abouammo hafi nálgast persónuupplýsingar notanda sem gengur undir nafninu @Mujtahidd. Hann er með rúmlega milljón fylgjendur og hefur varpað ljósi á spillingu í Sádi-Arabíu. Alzabarah nálgaðist þar að auki persónuupplýsingar Abdulaziz, sem er vel þekktur gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar og vinur Khashoggi. Abdulaziz býr í Kanada en tveir bræður hans í Sádi-Arabíu hafa verið handteknir. Hann höfðaði mál gegn Twitter í síðasta mánuði á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki látið hann vita af því að persónuupplýsingar hans hafi verið skoðaðar og þeim dreift. Aðrir starfsmenn Twitter spurðu Alzabarah þann 2. desember út í af hverju hann hefði verið að skoða persónuupplýsingar notenda og sagðist hann hafa gert það fyrir forvitnisakir. Hann var settur í leyfi frá störfum og degi seinna flaug hann til Sádi-Arabíu.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Twitter Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira