Norðmenn leysa 64 ára gamalt mannshvarfsmál Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2019 13:17 Arne Odd Torgersen hvarf frá heimili sínu í Holum í Mandal aðfaranótt 18. janúar 1955. Úr tilkynningu norsku lögreglunnar árið 1955. Rannsóknir hafa leitt í ljós að líkamsleifar sem fundust í Mandal á suðurströnd Noregs í september séu af Arne Odd Torgersen sem hvarf sporlaust árið 1955. Lögregla í Noregi greindi frá þessu í morgun. Harald Skjønsfjell hjá norsku rannsóknarlögreglunni segir að upplýsingum á tönnum hafi leitt til þess að staðfest hafi verið að um Torgersen hafi verið að ræða. Gömul gúmmístígvél með mannsbeinum fundust á einkajörð í Mandal í september síðastliðinn. Við hliðina fannst riffill og aðrir minni munir. Fljótlega eftir að munirnir fundust fór grunur að beinast að því hvort um Torgersen hafi verið að ræða. Arne Odd Torgersen hvarf frá heimili sínu í Holum í Mandal aðfaranótt 18. janúar 1955. Hann var þá 21 árs gamall, en málið vakti mikla athygli í Noregi á sínum tíma. Í tilkynningu lögreglu frá í apríl 1955 segir að Torgersen hafi verið klæddur háum, brúnum gúmmístigvélum, bláum frakka og gráum hatti þegar hann hvarf.Norska rannsóknarlögreglan greindi frá því í október að riffillinn sem fannst í september hafi verið af sömu gerð og vitað var að Torgersen hafi verið með á sínum tíma. Anne Margrethe Ruud, lögreglustjóri í Mandal, segir íbúa fegna því að niðurstaða hafi komið í málið. Á sínum tíma hafi farið af stað slúðursögur um að hann hafi staðið fyrir þjófnaði og stungið af með þýfi. NRK segir frá því að eftir að tilkynnt var um hvarfið hafi mikið verið rætt um tímasetningu þess. Mikið hafi verið um sögusagnir og tengdust þær flestar því að Torgersen átti ásamt félaga sínum að mæta fyrir dómara daginn eftir vegna gruns um að tengjast innbroti í Mandal. Gekk ein kenningin út á að einhver hafi þrýst á Torgersen að skrifa undir plagg þar sem hann sagðist einn hafa borið ábyrgð á umræddu innbroti. Lögregla segir ekkert liggja fyrir um ástæður þess að Torgersen hafi látið lífið. Noregur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Rannsóknir hafa leitt í ljós að líkamsleifar sem fundust í Mandal á suðurströnd Noregs í september séu af Arne Odd Torgersen sem hvarf sporlaust árið 1955. Lögregla í Noregi greindi frá þessu í morgun. Harald Skjønsfjell hjá norsku rannsóknarlögreglunni segir að upplýsingum á tönnum hafi leitt til þess að staðfest hafi verið að um Torgersen hafi verið að ræða. Gömul gúmmístígvél með mannsbeinum fundust á einkajörð í Mandal í september síðastliðinn. Við hliðina fannst riffill og aðrir minni munir. Fljótlega eftir að munirnir fundust fór grunur að beinast að því hvort um Torgersen hafi verið að ræða. Arne Odd Torgersen hvarf frá heimili sínu í Holum í Mandal aðfaranótt 18. janúar 1955. Hann var þá 21 árs gamall, en málið vakti mikla athygli í Noregi á sínum tíma. Í tilkynningu lögreglu frá í apríl 1955 segir að Torgersen hafi verið klæddur háum, brúnum gúmmístigvélum, bláum frakka og gráum hatti þegar hann hvarf.Norska rannsóknarlögreglan greindi frá því í október að riffillinn sem fannst í september hafi verið af sömu gerð og vitað var að Torgersen hafi verið með á sínum tíma. Anne Margrethe Ruud, lögreglustjóri í Mandal, segir íbúa fegna því að niðurstaða hafi komið í málið. Á sínum tíma hafi farið af stað slúðursögur um að hann hafi staðið fyrir þjófnaði og stungið af með þýfi. NRK segir frá því að eftir að tilkynnt var um hvarfið hafi mikið verið rætt um tímasetningu þess. Mikið hafi verið um sögusagnir og tengdust þær flestar því að Torgersen átti ásamt félaga sínum að mæta fyrir dómara daginn eftir vegna gruns um að tengjast innbroti í Mandal. Gekk ein kenningin út á að einhver hafi þrýst á Torgersen að skrifa undir plagg þar sem hann sagðist einn hafa borið ábyrgð á umræddu innbroti. Lögregla segir ekkert liggja fyrir um ástæður þess að Torgersen hafi látið lífið.
Noregur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira