Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 13:30 Rauður verður einkennislitur hins nýja Play. Liturinn er ástríðufullur að sögn forstjóra flugfélagsins, auk þess sem hann hefur tengingu við íslenska náttúru. Vísir/vilhelm Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. Þetta er meðal þess sem Kjarninn segir að komi fram í fjárfestakynningu Play, sem Íslensk verðbréf kynntu fyrir fjárfestum í síðustu viku. Launakostnaður íslenskra flugfélaga hefur verið hár í samanburði við samkeppnisfélög í flugi til og frá landinu. Launakostnaður Icelandair Group var þannig 37,9 prósent af tekjum félagsins á fyrri hluta ársins, en til samanburðar hefur hlutfallið verið um 22 prósent hja SAS og British Airways.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag hafa stjórnendur flugfélagsins „einbeitt sér að kostnaðarhliðinni,“ og má ætla að fyrrnefnd kostnaðarlækkun félagsins þegar kemur að flugmönnum og flugliðum sé liður í því. Í fjárfestakynningunni á að koma fram að lækkunin nemi um 27 til 37 prósentum miðað við þá samninga sem WOW gerði við þessar starfstéttir. Þar að auki ætli Play sér að auka nýtingu á áhöfnum sínum. Stefnan sé sett á að hver áhöfn afkasti um 800 til 900 klukkustunda nýtingu á mánuði, samanborið við 550 klukkstunda nýtingu meðal áhafna Icelandair.María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundinum á þriðjudag.vísir/vilhelmArnar Már Magnússon, forstjóri Play, tók skýrt fram að flugfélagið væri íslenskt og laun yrðu greidd samkvæmt íslenskum samningum. Alþýðusambandinu þótti það þó greinilega ekki trúverðugt heldur sendi út fréttatilkynningu skömmu eftir fundinn þar sem þess var krafist að Play myndi ganga til samninga áður en starfsemi félagsins hæfist af alvöru. „ASÍ treystir því að hið nýja fyrirtæki ætli sér ekki að keppa á íslenskum flug- og ferðamarkaði á grundvelli félagslegra undirboða,“ eins og þar sagði. Fram kom á fyrrnefndum blaðamannafundi á þriðjudag að Play hefði þegar gengið til kjarasamninga fyrir flugmenn og flugliða. Stéttirnar eru meðlimir Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) sem var áður stéttarfélag flugmanna WOW air.Sjá einnig: Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá PlaySamningurinn við ÍFF er sagður sambærilegur þeim „sem flugfélög eru að gera t.d. í Dublin og á öðrum hagkvæmum flugrekstrarstöðum,“ eins og Kjarninn tekur upp úr fjárfestakynningunni. Formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur þegar lýst efasemdum um þetta fyrirkomulag Play, segir það vekja upp spurningar þegar „sérstaklega er stofnað nýtt stéttarfélag eða deild innan stéttarfélags – sem gengur á aðildarsvæði stéttarfélags sem fyrir er – samhliða stofnun nýs fyrirtækis,“ eins og Berglind Hafsteinsdóttir orðaði það við Morgunblaðið. Þetta opni á það að félagið geri sína eigin kjarasamninga, eins og virðist vera að koma á daginn samkvæmt fjárfestakynningunni, og þannig undirboðið þá samninga sem Flugfreyjufélagið er með sína viðsemjendur. Upplýsingafulltrúi Play segist gera ráð fyrir almennri sátt um kjarasamning flugfélagsins við ÍFF. Markmiðið sé að gera flugfélagið að eftirsóttum vinnustað, sanngjarnir kjarasamningar séu liður í því. Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. Þetta er meðal þess sem Kjarninn segir að komi fram í fjárfestakynningu Play, sem Íslensk verðbréf kynntu fyrir fjárfestum í síðustu viku. Launakostnaður íslenskra flugfélaga hefur verið hár í samanburði við samkeppnisfélög í flugi til og frá landinu. Launakostnaður Icelandair Group var þannig 37,9 prósent af tekjum félagsins á fyrri hluta ársins, en til samanburðar hefur hlutfallið verið um 22 prósent hja SAS og British Airways.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag hafa stjórnendur flugfélagsins „einbeitt sér að kostnaðarhliðinni,“ og má ætla að fyrrnefnd kostnaðarlækkun félagsins þegar kemur að flugmönnum og flugliðum sé liður í því. Í fjárfestakynningunni á að koma fram að lækkunin nemi um 27 til 37 prósentum miðað við þá samninga sem WOW gerði við þessar starfstéttir. Þar að auki ætli Play sér að auka nýtingu á áhöfnum sínum. Stefnan sé sett á að hver áhöfn afkasti um 800 til 900 klukkustunda nýtingu á mánuði, samanborið við 550 klukkstunda nýtingu meðal áhafna Icelandair.María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundinum á þriðjudag.vísir/vilhelmArnar Már Magnússon, forstjóri Play, tók skýrt fram að flugfélagið væri íslenskt og laun yrðu greidd samkvæmt íslenskum samningum. Alþýðusambandinu þótti það þó greinilega ekki trúverðugt heldur sendi út fréttatilkynningu skömmu eftir fundinn þar sem þess var krafist að Play myndi ganga til samninga áður en starfsemi félagsins hæfist af alvöru. „ASÍ treystir því að hið nýja fyrirtæki ætli sér ekki að keppa á íslenskum flug- og ferðamarkaði á grundvelli félagslegra undirboða,“ eins og þar sagði. Fram kom á fyrrnefndum blaðamannafundi á þriðjudag að Play hefði þegar gengið til kjarasamninga fyrir flugmenn og flugliða. Stéttirnar eru meðlimir Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) sem var áður stéttarfélag flugmanna WOW air.Sjá einnig: Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá PlaySamningurinn við ÍFF er sagður sambærilegur þeim „sem flugfélög eru að gera t.d. í Dublin og á öðrum hagkvæmum flugrekstrarstöðum,“ eins og Kjarninn tekur upp úr fjárfestakynningunni. Formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur þegar lýst efasemdum um þetta fyrirkomulag Play, segir það vekja upp spurningar þegar „sérstaklega er stofnað nýtt stéttarfélag eða deild innan stéttarfélags – sem gengur á aðildarsvæði stéttarfélags sem fyrir er – samhliða stofnun nýs fyrirtækis,“ eins og Berglind Hafsteinsdóttir orðaði það við Morgunblaðið. Þetta opni á það að félagið geri sína eigin kjarasamninga, eins og virðist vera að koma á daginn samkvæmt fjárfestakynningunni, og þannig undirboðið þá samninga sem Flugfreyjufélagið er með sína viðsemjendur. Upplýsingafulltrúi Play segist gera ráð fyrir almennri sátt um kjarasamning flugfélagsins við ÍFF. Markmiðið sé að gera flugfélagið að eftirsóttum vinnustað, sanngjarnir kjarasamningar séu liður í því.
Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45