Hópur mótmælenda dró bæjarstjórann um götur bæjarins og sökuðu um morð Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 15:31 Mótmælendur kölluðu bæjarstjórann Patricia Arce morðkvendi eftir að tveimur úr hópi þeirra höfðu látið lífið. Vísir/EPA Mótmælendur drógu bæjarstjóra í Bólivíu um stræti borgarinnar, þöktu hann í rauðri málningu og klipptu hár hans. Bæjarstjórinn heitir Patricia Arce en hún fer fyrir flokknum Mas. Mótmælendur afhentu hana lögreglu í bænum Vinto eftir nokkrar klukkustundir. Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent nokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninganna 20. október. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum. Hópur stjórnarandstæðinga hafði tekið sér stöðu á brú í Vinto og lokað fyrir umferð. Orðrómur var á kreiki þess efnist að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga hefðu látist í grenndinni átökum við stuðningsmenn Evo Morales, forseta landsins. Varð það til þess að hópur stjórnarandstæðinga gekk fylktu liði að ráðhúsi bæjarins.Kennt um átökin Mótmælendurnir sökuðu bæjarstjórann um að hafa flutt stuðningsmenn ríkjandi yfirvalda að brúnni til að tvístra stjórnarandstæðingum svo hægt væri að fara um brúna á ný. Var bæjarstjóranum kennt um átökin sem urðu til þess að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga létust. Var Patricia Arce kölluð morðkvendi á meðan grímuklæddir menn drógu hana um götur bæjarins að brúnni. Þar var hún neydd til að krjúpa á meðan hún var ötuð í rauðri málningu og hár hennar klippt af. Var hún einnig neydd til að skrifa undir afsagnarbréf. Stjórnarandstæðingar afhentu hana lögreglu sem flutti hana á sjúkrahús. Var kveikt í skrifstofu hennar og rúður ráðhússins brotnar.Áhyggjur af framkvæmd kosninga Mikil spenna hefur verið í Bólivíu frá því forsetakosningarnar áttu sér stað. Var gert sólarhrings hlé á talningu atkvæði og hefur engin skýring fengist á ástæðunni fyrir því. Vöknuðu upp grunsemdir á meðal stuðningsmanna Carlos Mesa að átt hefði verið niðurstöðu kosninganna til að tryggja sigur Morales sem hefur verið við völd frá árinu 2006. Þegar niðurstaðan lá fyrir var Morales með tíu prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, en hann þurfti á þeim mun að halda til að tryggja sér sigur í fyrri umferð kosninganna. Eftirlitsfulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd kosninganna og fer nú skoðun fram. Bólivía Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Mótmælendur drógu bæjarstjóra í Bólivíu um stræti borgarinnar, þöktu hann í rauðri málningu og klipptu hár hans. Bæjarstjórinn heitir Patricia Arce en hún fer fyrir flokknum Mas. Mótmælendur afhentu hana lögreglu í bænum Vinto eftir nokkrar klukkustundir. Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent nokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninganna 20. október. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum. Hópur stjórnarandstæðinga hafði tekið sér stöðu á brú í Vinto og lokað fyrir umferð. Orðrómur var á kreiki þess efnist að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga hefðu látist í grenndinni átökum við stuðningsmenn Evo Morales, forseta landsins. Varð það til þess að hópur stjórnarandstæðinga gekk fylktu liði að ráðhúsi bæjarins.Kennt um átökin Mótmælendurnir sökuðu bæjarstjórann um að hafa flutt stuðningsmenn ríkjandi yfirvalda að brúnni til að tvístra stjórnarandstæðingum svo hægt væri að fara um brúna á ný. Var bæjarstjóranum kennt um átökin sem urðu til þess að tveir úr hópi stjórnarandstæðinga létust. Var Patricia Arce kölluð morðkvendi á meðan grímuklæddir menn drógu hana um götur bæjarins að brúnni. Þar var hún neydd til að krjúpa á meðan hún var ötuð í rauðri málningu og hár hennar klippt af. Var hún einnig neydd til að skrifa undir afsagnarbréf. Stjórnarandstæðingar afhentu hana lögreglu sem flutti hana á sjúkrahús. Var kveikt í skrifstofu hennar og rúður ráðhússins brotnar.Áhyggjur af framkvæmd kosninga Mikil spenna hefur verið í Bólivíu frá því forsetakosningarnar áttu sér stað. Var gert sólarhrings hlé á talningu atkvæði og hefur engin skýring fengist á ástæðunni fyrir því. Vöknuðu upp grunsemdir á meðal stuðningsmanna Carlos Mesa að átt hefði verið niðurstöðu kosninganna til að tryggja sigur Morales sem hefur verið við völd frá árinu 2006. Þegar niðurstaðan lá fyrir var Morales með tíu prósenta forskot á mótframbjóðanda sinn, en hann þurfti á þeim mun að halda til að tryggja sér sigur í fyrri umferð kosninganna. Eftirlitsfulltrúar frá samtökum Ameríkuríkja hafa lýst yfir áhyggjum sínum af framkvæmd kosninganna og fer nú skoðun fram.
Bólivía Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira