Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2019 15:55 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið og er verið „að fínpússa ýmis atriði.“ Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt þingmálaskrá var miðað við að frumvarpinu yrði dreift á Alþingi í september en ekkert hefur bólað á því enn sem komið er. Hátt í níu mánuðir eru liðnir síðan umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda lauk. Með frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir stuðningi í formi endurgreiðslna til einkarekinna fjölmiðla og að dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir kynnti áformin í september í fyrra en þá var stefnt að því að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Stefnt var að því að lögin tækju gildi strax um áramótin. Samkvæmt fyrstu drögum frumvarpsins var meðal annars lagt til að endurgreiddur yrði hluti af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó geti aldrei orðið meiri en sem nemur 50 milljónum á ári. Frumvarpið var til umsagnar í samráðsgátt frá 31. janúar til 15. febrúar á þessu ári og bárust alls 27 umsagnir. Frumvarpinu var síðan útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Ekki fengust svör frá ráðuneytinu um hvort og þá hvaða frekari breytingar stæði til að gera á frumvarpinu áður en það verður endurflutt. Í svari ráðuneytisins segir að umfang stærstu frumvarpa mennta- og menningarmálaráðherra á þessu haustþingi; nýs lánasjóðsfrumvarps, sviðslistafrumvarps og fjölmiðlafrumvarps, hafi vaxið og vinna við þau hafi tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Frumvarp um nýjan menntasjóð námsmanna og sviðslistafrumvarp eru bæði tilbúin en ráðherra mælti fyrir því síðarnefnda á Alþingi nýverið. Vinnu við fjölmiðlafrumvarpið er aftur á móti ekki lokið en stefnt er að því að það verði lagt fram fyrir áramót en nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir líkt og áður segir.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið og er verið „að fínpússa ýmis atriði.“ Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Samkvæmt þingmálaskrá var miðað við að frumvarpinu yrði dreift á Alþingi í september en ekkert hefur bólað á því enn sem komið er. Hátt í níu mánuðir eru liðnir síðan umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda lauk. Með frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir stuðningi í formi endurgreiðslna til einkarekinna fjölmiðla og að dregið verði úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Lilja Alfreðsdóttir kynnti áformin í september í fyrra en þá var stefnt að því að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Stefnt var að því að lögin tækju gildi strax um áramótin. Samkvæmt fyrstu drögum frumvarpsins var meðal annars lagt til að endurgreiddur yrði hluti af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó geti aldrei orðið meiri en sem nemur 50 milljónum á ári. Frumvarpið var til umsagnar í samráðsgátt frá 31. janúar til 15. febrúar á þessu ári og bárust alls 27 umsagnir. Frumvarpinu var síðan útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Ekki fengust svör frá ráðuneytinu um hvort og þá hvaða frekari breytingar stæði til að gera á frumvarpinu áður en það verður endurflutt. Í svari ráðuneytisins segir að umfang stærstu frumvarpa mennta- og menningarmálaráðherra á þessu haustþingi; nýs lánasjóðsfrumvarps, sviðslistafrumvarps og fjölmiðlafrumvarps, hafi vaxið og vinna við þau hafi tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Frumvarp um nýjan menntasjóð námsmanna og sviðslistafrumvarp eru bæði tilbúin en ráðherra mælti fyrir því síðarnefnda á Alþingi nýverið. Vinnu við fjölmiðlafrumvarpið er aftur á móti ekki lokið en stefnt er að því að það verði lagt fram fyrir áramót en nákvæm tímasetning liggur þó ekki fyrir líkt og áður segir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22 Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Ólíklegt að fjölmiðlafrumvarp Lilju verði að lögum á vorþingi. 10. maí 2019 15:18
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Fjölmiðlafrumvarp lagt fram á Alþingi Frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum hefur nú verið lagt fram á Alþingi og mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra mæla fyrir frumvarpinu nú á vorþingi. 20. maí 2019 15:22
Sigríður gefur lítið sem ekkert fyrir fjölmiðlafrumvarp Lilju Telur afar vafasamt að ríkið styrki fjölmiðla á markaði. 23. september 2019 14:47
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45