Húmor beitt til mats á menningu vinnustaða Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 31. október 2019 06:30 Þórey Vilhjálsmdóttir hafði lengi gengið með hugmyndina af Jafréttisvísinum í maganum áður en hún var framkvæmd. Fréttablaðið/Ernir Tryggingamiðstöðin TM, Landsvirkjun, Landsbankinn og Síminn hafa á síðastliðnum tveimur árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Háskólinn á Akureyri og Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli. Um er að ræða verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja móta sér markmið í jafnréttismálum og meta stöðu jafnréttis innan fyrirtækja. „Ég var búin að vera með það lengi í maganum að það vantaði einhverja lausn fyrir fyrirtæki til þess að horfa í 360 gráður á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki verkefnisins. „Jafnréttisvísirinn var formlega kynntur í nóvember 2017 og fyrir tilviljun var það akkúrat í sömu viku og #metoo fór af stað,“ segir Þórey. „Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capacent, mikið verið að vinna með stjórnendum fyrirtækja og ég fann það á þessum tíma að fólk var farið að vilja gera eitthvað í jafnréttismálum. Það var að koma þrýstingur alls staðar frá, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu,“ bætir hún við. „Jafnréttisvísirinn er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum fyrirtækja. Við byrjum á því að greina stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu með því að taka viðtöl við stóran hóp starfsfólks, leggja fyrir kannanir og skoða ýmis gögn en svo vinnum við líka eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir Þórey. Með óhefðbundnum leiðum á hún til að mynda við að ráðgjafar Capacent fylgist með starfsumhverfi fyrirtækjanna sem sækja um aðild. „Við skoðum menninguna sem ríkir á vinnustaðnum og hvernig húsnæðið er skipulagt með tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey. „Annað sem við gerum er að við notum skapandi leiðir og húmor. Rán Flygenring teiknari hefur til dæmis verið í teyminu mínu frá upphafi og hún teiknar upp það sem sjáum,“ segir hún. „Þannig notum við húmor til þess að benda á hluti sem betur mega fara. Hluti sem kannski virka sem smáatriði en það geta verið litlir hlutir líkt og athugasemdir, brandarar og framígrip sem halda konum niðri í menningunni. Við getum breytt heiminum með því að horfa í smáatriðin,“ segir Þórey. Þegar Capacent hefur tekið fyrirtækin út setja þau sér markmið til þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu. Markmiðunum er svo fylgt eftir af ráðgjöfum Capacent árlega næstu þrjú árin. Hægt verður að fylgjast með stöðu allra þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum á heimasíðu Capacent. Jafnlaunavottun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn ólíkan vottuninni í framkvæmd. „Jafnlaunavottun er frábær en hún mælir ekki völd kvenna innan fyrirtækja. Þú getur verið með enga konu í framkvæmdastjóralaginu en samt með jafnlaunavottun því þú borgar sömu laun fyrir sömu störf,“ segir hún. „Við skoðum launin út frá því hvaða völd og áhrif þau eru að endurspegla. Við skoðum hvernig launakakan skiptist á milli kynjanna því að ef meðaltal launa karla og kvenna er skoðað er það yfirleitt þannig að karlar fá mun meira af kökunni og það endurspeglar auðvitað valdastöðuna í atvinnulífinu,“ segir Þórey. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
Tryggingamiðstöðin TM, Landsvirkjun, Landsbankinn og Síminn hafa á síðastliðnum tveimur árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Háskólinn á Akureyri og Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli. Um er að ræða verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja móta sér markmið í jafnréttismálum og meta stöðu jafnréttis innan fyrirtækja. „Ég var búin að vera með það lengi í maganum að það vantaði einhverja lausn fyrir fyrirtæki til þess að horfa í 360 gráður á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki verkefnisins. „Jafnréttisvísirinn var formlega kynntur í nóvember 2017 og fyrir tilviljun var það akkúrat í sömu viku og #metoo fór af stað,“ segir Þórey. „Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capacent, mikið verið að vinna með stjórnendum fyrirtækja og ég fann það á þessum tíma að fólk var farið að vilja gera eitthvað í jafnréttismálum. Það var að koma þrýstingur alls staðar frá, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu,“ bætir hún við. „Jafnréttisvísirinn er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum fyrirtækja. Við byrjum á því að greina stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu með því að taka viðtöl við stóran hóp starfsfólks, leggja fyrir kannanir og skoða ýmis gögn en svo vinnum við líka eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir Þórey. Með óhefðbundnum leiðum á hún til að mynda við að ráðgjafar Capacent fylgist með starfsumhverfi fyrirtækjanna sem sækja um aðild. „Við skoðum menninguna sem ríkir á vinnustaðnum og hvernig húsnæðið er skipulagt með tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey. „Annað sem við gerum er að við notum skapandi leiðir og húmor. Rán Flygenring teiknari hefur til dæmis verið í teyminu mínu frá upphafi og hún teiknar upp það sem sjáum,“ segir hún. „Þannig notum við húmor til þess að benda á hluti sem betur mega fara. Hluti sem kannski virka sem smáatriði en það geta verið litlir hlutir líkt og athugasemdir, brandarar og framígrip sem halda konum niðri í menningunni. Við getum breytt heiminum með því að horfa í smáatriðin,“ segir Þórey. Þegar Capacent hefur tekið fyrirtækin út setja þau sér markmið til þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu. Markmiðunum er svo fylgt eftir af ráðgjöfum Capacent árlega næstu þrjú árin. Hægt verður að fylgjast með stöðu allra þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum á heimasíðu Capacent. Jafnlaunavottun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn ólíkan vottuninni í framkvæmd. „Jafnlaunavottun er frábær en hún mælir ekki völd kvenna innan fyrirtækja. Þú getur verið með enga konu í framkvæmdastjóralaginu en samt með jafnlaunavottun því þú borgar sömu laun fyrir sömu störf,“ segir hún. „Við skoðum launin út frá því hvaða völd og áhrif þau eru að endurspegla. Við skoðum hvernig launakakan skiptist á milli kynjanna því að ef meðaltal launa karla og kvenna er skoðað er það yfirleitt þannig að karlar fá mun meira af kökunni og það endurspeglar auðvitað valdastöðuna í atvinnulífinu,“ segir Þórey.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira