Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp komin til þingsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 19:45 Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir á Alþingi í ár en á sama tíma í fyrra. Þá hafa ráðherrar aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera fram komin samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þingmálaskrá eru settir fram mánuðir til viðmiðunar um hvenær ráðherrar hyggjast leggja mál sín fram á Alþingi. Alls eru sextíu frumvörp á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar áætluð í september og október á þessum þingvetri en aðeins 20 hafa verið lögð fyrir þingið. Meðal þeirra mála sem enn eru ekki fram komin eru frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla, frumvarp forsætisráðherra um vernd uppljóstrara, frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpiðÞað sem af er þessum þingvetri hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fram sjö frumvörp af tuttugu og tveimur sem í þingmálaskrá var miðað við að kæmu fram í september eða október. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur mælt fyrir fjórum frumvörpum af sjö samkvæmt þingmálaskrá, dómsmálaráðherra fyrir þremur af sjö og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir tveimur af fimm. Frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er komið eitt mál til þingsins frá hverjum ráðherra en engin mál frá umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Þess má geta að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var kynnt í ríkisstjórn í vikunni.Grafið sýnir þann fjölda stjórnarfrumvarpa hvers ráðherra sem þegar eru komin til þingsins samanborið við þann fjölda frumvarpa sem miðað var við að útbýtt yrði á Alþingi í september og október.Vísir/HafsteinnÞað sem af er þessum þingvetri hafa alls 20 stjórnarfrumvörp komið til kasta Alþingis, en þau voru 31 á sama tíma í fyrra. Meðal þess sem kann að skýra hvað tefur það að mál rati til þingsins er álag innan ráðuneytanna og fjöldi verkefna þar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í öðrum tilfellum kann að vera uppi pólitískur ágreiningur um einstök mál sem tefja kann framgang þeirra. Engir þingfundir hafa farið fram í þessari viku en ætla má að strax í næstu viku taki fleiri mál að rata inn til þingsins. Tekið skal fram að tölurnar sem hér um ræðir ná aðeins yfir lagafrumvörp ráðherra en ekki þingsályktunartillögur eða þingmannamál. Þá er ekki er óvanalegt að þingmálaskrá standist ekki alltaf sett viðmið. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Vinstri græn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þriðjungi færri stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fyrir á Alþingi í ár en á sama tíma í fyrra. Þá hafa ráðherrar aðeins mælt fyrir þriðjungi þeirra mála sem ættu að vera fram komin samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Í þingmálaskrá eru settir fram mánuðir til viðmiðunar um hvenær ráðherrar hyggjast leggja mál sín fram á Alþingi. Alls eru sextíu frumvörp á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar áætluð í september og október á þessum þingvetri en aðeins 20 hafa verið lögð fyrir þingið. Meðal þeirra mála sem enn eru ekki fram komin eru frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla, frumvarp forsætisráðherra um vernd uppljóstrara, frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum og frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými svo fátt eitt sé nefnt.Sjá einnig: Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpiðÞað sem af er þessum þingvetri hefur fjármála- og efnahagsráðherra lagt fram sjö frumvörp af tuttugu og tveimur sem í þingmálaskrá var miðað við að kæmu fram í september eða október. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur mælt fyrir fjórum frumvörpum af sjö samkvæmt þingmálaskrá, dómsmálaráðherra fyrir þremur af sjö og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir tveimur af fimm. Frá forsætisráðherra, utanríkisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra er komið eitt mál til þingsins frá hverjum ráðherra en engin mál frá umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Þess má geta að frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými var kynnt í ríkisstjórn í vikunni.Grafið sýnir þann fjölda stjórnarfrumvarpa hvers ráðherra sem þegar eru komin til þingsins samanborið við þann fjölda frumvarpa sem miðað var við að útbýtt yrði á Alþingi í september og október.Vísir/HafsteinnÞað sem af er þessum þingvetri hafa alls 20 stjórnarfrumvörp komið til kasta Alþingis, en þau voru 31 á sama tíma í fyrra. Meðal þess sem kann að skýra hvað tefur það að mál rati til þingsins er álag innan ráðuneytanna og fjöldi verkefna þar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Í öðrum tilfellum kann að vera uppi pólitískur ágreiningur um einstök mál sem tefja kann framgang þeirra. Engir þingfundir hafa farið fram í þessari viku en ætla má að strax í næstu viku taki fleiri mál að rata inn til þingsins. Tekið skal fram að tölurnar sem hér um ræðir ná aðeins yfir lagafrumvörp ráðherra en ekki þingsályktunartillögur eða þingmannamál. Þá er ekki er óvanalegt að þingmálaskrá standist ekki alltaf sett viðmið.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Vinstri græn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira