Eyþór segist hafa greitt Samherja fyrir hlut í Morgunblaðinu Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2019 13:14 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður.Stundin greindi frá því í vikunni að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. „Jájá, það er greitt fyrir hann. Hann er bara í félagi. Þau viðskipti eru búin. Þetta er þannig að félagið sem ég er með hefur líka fært niður hlutinn. Það er alveg klárt að þessi taprekstur sem hefur verið í gangi, hann hefur verið mikill og þess vegna er mjög umdeilanlegt hvers virði þessi hlutur er. Þú þekkir það með fjölmiðla, þeir náttúrulega berjast í bökkum og maður vissi að þetta er áhætta, það er bara þannig,“ sagði Eyþór í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eyþór hafði litlar áhyggjur af hlutnum þegar hann var spurður nánar út í þetta á Sprengisandi. „Þetta verður bara í lagi.“ Eyþór ítrekaði að frá því hann hefði farið í stjórnmál hefði hann ákvað að draga sig úr rekstri fyrirtækja. Þar á meðal hefði hann dregið úr hluti sínum í Morgunblaðinu og hefði engin afskipti af rekstri eða stjórn. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykktur nýverið. Eyþór hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart honum. Hefur hann miklar efasemdir gagnvart útfærðum veggjöldum og hver muni bera ábyrgð á framúrkeyrslu á verkefnum, ríkið eða sveitarfélögin. Eyþór var spurður hvort hann gæti leyft sér að fara gegn sáttmálanum sem væri að hluta runnin undan rifjum formanns Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkisstjórn. „Hann gengur frá samkomulaginu en svo er það samgönguráðherrans að koma með tillögu, og samgöngunefndar og ég treysti þeim að gera eins vel og þau geta en ég er að gefa þeim brýningu.“ Fjölmiðlar Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, segist hafa greitt Samherja fyrir hlut sem hann keypti af félaginu í Morgunblaðinu. Stór hluti láns vegna kaupa á bréfunum hefur verið afskrifaður.Stundin greindi frá því í vikunni að útgerðarfélagið Samherji hefði afskrifað meira en helming af kröfum sínum á hendur eignarhaldsfélagi Eyþórs vegna hlutabréfaviðskipta í Morgunblaðinu árið 2017. Í Stundinni var því haldið fram að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt eða muni greiða fyrir þau. „Jájá, það er greitt fyrir hann. Hann er bara í félagi. Þau viðskipti eru búin. Þetta er þannig að félagið sem ég er með hefur líka fært niður hlutinn. Það er alveg klárt að þessi taprekstur sem hefur verið í gangi, hann hefur verið mikill og þess vegna er mjög umdeilanlegt hvers virði þessi hlutur er. Þú þekkir það með fjölmiðla, þeir náttúrulega berjast í bökkum og maður vissi að þetta er áhætta, það er bara þannig,“ sagði Eyþór í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Eyþór hafði litlar áhyggjur af hlutnum þegar hann var spurður nánar út í þetta á Sprengisandi. „Þetta verður bara í lagi.“ Eyþór ítrekaði að frá því hann hefði farið í stjórnmál hefði hann ákvað að draga sig úr rekstri fyrirtækja. Þar á meðal hefði hann dregið úr hluti sínum í Morgunblaðinu og hefði engin afskipti af rekstri eða stjórn. Samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykktur nýverið. Eyþór hefur lýst yfir andstöðu sinni gagnvart honum. Hefur hann miklar efasemdir gagnvart útfærðum veggjöldum og hver muni bera ábyrgð á framúrkeyrslu á verkefnum, ríkið eða sveitarfélögin. Eyþór var spurður hvort hann gæti leyft sér að fara gegn sáttmálanum sem væri að hluta runnin undan rifjum formanns Sjálfstæðisflokksins sem situr í ríkisstjórn. „Hann gengur frá samkomulaginu en svo er það samgönguráðherrans að koma með tillögu, og samgöngunefndar og ég treysti þeim að gera eins vel og þau geta en ég er að gefa þeim brýningu.“
Fjölmiðlar Sjávarútvegur Sprengisandur Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent