40 til 50 einstaklingar á Landspítala sem ættu að vera á hjúkrunarheimili Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 15:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafði Svandísi svara um hvernig hún hyggist bregðast við því neyðarástandi sem ríki á Landspítalanum. Spurði hann hvort ekki væri tímabært að víkja frá „samþjöppunarstefnu,“ og aukinni vinstrivæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að flytja æ fleiri verkefni til Landspítalans. Fram kom í fréttum um helgina að launabætur ríkisins til Landspítalans hafi verið vanáætlaðar um allt að milljarð á ári. Í fyrirspurn sinni vísaði Sigmundur til þess að formaður hjúkrunarráðs spítalans hafi sagt að öryggi sjúklinga sé ógnað í ljósi þrenginga á spítalanum.Sjá einngi: Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinuÍ svari sínu vísaði Svandís til þeirrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem hafi verið samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi. Þar sé „gríðarlega mikið lagt í heilbrigðisþjónustuna og er ekki vanþörf á að skýra betur hver gerir hvað í heilbrigðisþjónustunni,“ sagði Svandís.Sigmundi Davíð þótti svör Svandísar ekki fullnægjandi.vísir/vilhelmSannarlega séu dæmi um þjónustu sem Landspítalinn sinni sem ætti að vera veitt annars staðar. „Þannig hefur það löngum verið að nokkur fjöldi aldraðra sem hafa verið með það sem kallað er færni og heilsumat og ættu að vera á hjúkrunarheimilum hafa legið á Landspítala. Þetta eru að jafnaði milli 40 og 50 manns núna þegar við erum búin að opna fleiri hjúkrunarrými og þurfum að gera betur þar og hin tilvikin eru þau þegar fólk leitar til bráðamóttöku Landspítala þegar heilsugæslan ætti að sinna viðfangsefnunum,“ sagði Svandís. Það horfi nú til bóta. Sigmundur krafðist skírari svara um hvernig ráðherra ætlaði að bregðast við. Í síðara svari sínu sagði Svandís leitt að svo virðist sem Sigmundur vilji frekar stuðla að sundrung, heilbrigðisstefnan hafi verið samþykkt með stuðningi 45 þingmanna minni- og meirihluta á Alþingi. „Og af því að háttvirtur þingmaður spyr sérstaklega um hvernig á að tryggja það að þessir þættir séu unnir þar sem þeim ber, þá er það svo að við erum að fjölga hjúkrunarrýmum í stórkostlega mikilvægri uppbyggingu sem stendur hér yfir,“ sagði Svandís. Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafði Svandísi svara um hvernig hún hyggist bregðast við því neyðarástandi sem ríki á Landspítalanum. Spurði hann hvort ekki væri tímabært að víkja frá „samþjöppunarstefnu,“ og aukinni vinstrivæðingu í heilbrigðiskerfinu með því að flytja æ fleiri verkefni til Landspítalans. Fram kom í fréttum um helgina að launabætur ríkisins til Landspítalans hafi verið vanáætlaðar um allt að milljarð á ári. Í fyrirspurn sinni vísaði Sigmundur til þess að formaður hjúkrunarráðs spítalans hafi sagt að öryggi sjúklinga sé ógnað í ljósi þrenginga á spítalanum.Sjá einngi: Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinuÍ svari sínu vísaði Svandís til þeirrar heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem hafi verið samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi. Þar sé „gríðarlega mikið lagt í heilbrigðisþjónustuna og er ekki vanþörf á að skýra betur hver gerir hvað í heilbrigðisþjónustunni,“ sagði Svandís.Sigmundi Davíð þótti svör Svandísar ekki fullnægjandi.vísir/vilhelmSannarlega séu dæmi um þjónustu sem Landspítalinn sinni sem ætti að vera veitt annars staðar. „Þannig hefur það löngum verið að nokkur fjöldi aldraðra sem hafa verið með það sem kallað er færni og heilsumat og ættu að vera á hjúkrunarheimilum hafa legið á Landspítala. Þetta eru að jafnaði milli 40 og 50 manns núna þegar við erum búin að opna fleiri hjúkrunarrými og þurfum að gera betur þar og hin tilvikin eru þau þegar fólk leitar til bráðamóttöku Landspítala þegar heilsugæslan ætti að sinna viðfangsefnunum,“ sagði Svandís. Það horfi nú til bóta. Sigmundur krafðist skírari svara um hvernig ráðherra ætlaði að bregðast við. Í síðara svari sínu sagði Svandís leitt að svo virðist sem Sigmundur vilji frekar stuðla að sundrung, heilbrigðisstefnan hafi verið samþykkt með stuðningi 45 þingmanna minni- og meirihluta á Alþingi. „Og af því að háttvirtur þingmaður spyr sérstaklega um hvernig á að tryggja það að þessir þættir séu unnir þar sem þeim ber, þá er það svo að við erum að fjölga hjúkrunarrýmum í stórkostlega mikilvægri uppbyggingu sem stendur hér yfir,“ sagði Svandís.
Alþingi Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent