Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 18:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, óski þeir eftir því. Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Klúbbmennirnir svokölluðu eru Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason. Þeir voru handteknir árið 1976 og sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna gruns um að þeir tengdust hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir voru m.a. dæmd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir að bera sakir á Klúbbmenn. Sævar, Kristján og Erla voru ekki sýknuð af þeim hluta dómsins við endurupptöku málsins í fyrra. Sigmundur spurði hvort ráðherra teldi að Klúbbmenn, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskulduðu frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins. Í svari Katrínar kemur fram að í dómum Hæstaréttar frá því í mars 1983 hafi fjórum mönnum verið dæmdar bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í að meðaltali þrjá mánuði að ósekju. Þannig liggi fyrir endanlegir dómar í þeirra málum sem „miðuðu eðli máls samkvæmt að því að bæta þeim að fullu það tjón sem þeir urðu fyrir.“ Þá hafi afsökunarbeiðni forsætisráðherra þann 28. september 2018 ekki aðeins náð til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, heldur einnig annarra „sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins.“ Katrín kvaðst jafnframt ekki hafa hitt Klúbbmenn vegna málsins sem fyrirspurnin varðar. Hún sé þó að sjálfsögðu reiðubúin til að eiga slíkan fund með aðilum ef eftir honum er óskað. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, óski þeir eftir því. Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Klúbbmennirnir svokölluðu eru Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason. Þeir voru handteknir árið 1976 og sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna gruns um að þeir tengdust hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir voru m.a. dæmd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir að bera sakir á Klúbbmenn. Sævar, Kristján og Erla voru ekki sýknuð af þeim hluta dómsins við endurupptöku málsins í fyrra. Sigmundur spurði hvort ráðherra teldi að Klúbbmenn, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskulduðu frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins. Í svari Katrínar kemur fram að í dómum Hæstaréttar frá því í mars 1983 hafi fjórum mönnum verið dæmdar bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í að meðaltali þrjá mánuði að ósekju. Þannig liggi fyrir endanlegir dómar í þeirra málum sem „miðuðu eðli máls samkvæmt að því að bæta þeim að fullu það tjón sem þeir urðu fyrir.“ Þá hafi afsökunarbeiðni forsætisráðherra þann 28. september 2018 ekki aðeins náð til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, heldur einnig annarra „sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins.“ Katrín kvaðst jafnframt ekki hafa hitt Klúbbmenn vegna málsins sem fyrirspurnin varðar. Hún sé þó að sjálfsögðu reiðubúin til að eiga slíkan fund með aðilum ef eftir honum er óskað.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07
Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55