Stjórn SÍBS tekur vel í hugmyndir Herdísar um aðskilnað frá Reykjalundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 22:11 Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS. Vísir Stjórn SÍBS segist taka vel í hugmyndir Herdísar Guðmundsdóttur, setts forstjóra Reykjalundar, um sterkari aðskilnað stjórnarinnar frá starfsemi stofnunarinnar. Þá heldur stjórnin því fram að hún hafi ekki haft aðkomu að þeirri stefnumótun á Reykjalundi sem deilur síðustu vikna hafa snúist um.Sjá einnig: Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SÍBS sem send er í kjölfar tilkynningar Herdísar til starfsmanna Reykjalundar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks stofnunarinnar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Herdís sagðist telja nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig. Þannig eigi félagasamtök ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. Hún hafi óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál en áríðandi sé að tillögur að breytingum verði leiddar til lykta innan sex mánaða. Ekki markmiðið að hlutast til um reksturinn Í yfirlýsingu SÍBS er sem áður segir lýst yfir „jákvæðni“ gagnvart þessum hugmyndum Herdísar. „SÍBS hefur það ekki að markmiði sínu að hlutast til um daglegan rekstur á Reykjalundi og vill það eitt að starfsemin þar fái að blómsta áfram. Stjórn SÍBS treystir því starfsfólki sem er á Reykjalundi og stjórnendum hans til að reka fyrsta flokks endurhæfingarstofnun sem þjónar skjólstæðingum sínum vel.“ Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Til marks um þá afstöðu hafi stjórn SÍBS ekki haft aðkomu að stefnumótuninni á Reykjalundi sem deilurnar urðu að endingu um, „ólíkt því sem fram hefur komið“. „Eina hlutverk stjórnarinnar var að staðfesta nýtt skipurit sem staðfest hafði verið af framkvæmdastjórn Reykjalundar en sem í ljós kom að ekki reyndist sátt um á vinnustaðnum. Kom það stjórn SÍBS í opna skjöldu. Framhaldið þekkja allir,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sagði í síðustu viku að upphaf ólgunnar á Reykjalundi hefði mátt rekja til téðra skipuritsbreytinga, sem framkvæmdastjórn Reykjalundar kynnti skömmu fyrir sumarlokun, svo og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Áðurnefnd Herdís, sem nú gegnir tímabundið stöðu forstjóra Reykjalundar, var ráðin í starfið og kynnt til leiks 23. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Í yfirlýsingu stjórnar SÍBS segir jafnframt að hún vilji gefa nýjum stjórnendum Reykjalundar svigrúm til að takast á við verkefnin sem bíða, skapa starfsfrið á vinnustaðnum og ræða við hið opinbera um þjónustuna sem þar er veitt. „SÍBS lítur svo á að stjórnendur Reykjalundar hafi verið sjálfstæðir í störfum sínum á síðustu árum en vel má vera að ganga þurfi enn lengra til að greina rekstur endurhæfingarstarfseminnar frá annarri starfsemi SÍBS. Stjórn SÍBS mun ganga til þeirra viðræðna með bjartsýni og opnum huga.“Fréttin hefur verið uppfærð. Félagasamtök Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Stjórn SÍBS segist taka vel í hugmyndir Herdísar Guðmundsdóttur, setts forstjóra Reykjalundar, um sterkari aðskilnað stjórnarinnar frá starfsemi stofnunarinnar. Þá heldur stjórnin því fram að hún hafi ekki haft aðkomu að þeirri stefnumótun á Reykjalundi sem deilur síðustu vikna hafa snúist um.Sjá einnig: Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar SÍBS sem send er í kjölfar tilkynningar Herdísar til starfsmanna Reykjalundar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks stofnunarinnar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Herdís sagðist telja nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig. Þannig eigi félagasamtök ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. Hún hafi óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál en áríðandi sé að tillögur að breytingum verði leiddar til lykta innan sex mánaða. Ekki markmiðið að hlutast til um reksturinn Í yfirlýsingu SÍBS er sem áður segir lýst yfir „jákvæðni“ gagnvart þessum hugmyndum Herdísar. „SÍBS hefur það ekki að markmiði sínu að hlutast til um daglegan rekstur á Reykjalundi og vill það eitt að starfsemin þar fái að blómsta áfram. Stjórn SÍBS treystir því starfsfólki sem er á Reykjalundi og stjórnendum hans til að reka fyrsta flokks endurhæfingarstofnun sem þjónar skjólstæðingum sínum vel.“ Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Til marks um þá afstöðu hafi stjórn SÍBS ekki haft aðkomu að stefnumótuninni á Reykjalundi sem deilurnar urðu að endingu um, „ólíkt því sem fram hefur komið“. „Eina hlutverk stjórnarinnar var að staðfesta nýtt skipurit sem staðfest hafði verið af framkvæmdastjórn Reykjalundar en sem í ljós kom að ekki reyndist sátt um á vinnustaðnum. Kom það stjórn SÍBS í opna skjöldu. Framhaldið þekkja allir,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, sagði í síðustu viku að upphaf ólgunnar á Reykjalundi hefði mátt rekja til téðra skipuritsbreytinga, sem framkvæmdastjórn Reykjalundar kynnti skömmu fyrir sumarlokun, svo og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Áðurnefnd Herdís, sem nú gegnir tímabundið stöðu forstjóra Reykjalundar, var ráðin í starfið og kynnt til leiks 23. ágúst síðastliðinn. Sjá einnig: Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Í yfirlýsingu stjórnar SÍBS segir jafnframt að hún vilji gefa nýjum stjórnendum Reykjalundar svigrúm til að takast á við verkefnin sem bíða, skapa starfsfrið á vinnustaðnum og ræða við hið opinbera um þjónustuna sem þar er veitt. „SÍBS lítur svo á að stjórnendur Reykjalundar hafi verið sjálfstæðir í störfum sínum á síðustu árum en vel má vera að ganga þurfi enn lengra til að greina rekstur endurhæfingarstarfseminnar frá annarri starfsemi SÍBS. Stjórn SÍBS mun ganga til þeirra viðræðna með bjartsýni og opnum huga.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Félagasamtök Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36 Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. 18. október 2019 23:36
Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar telur nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. 22. október 2019 20:52
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent