Kínversk yfirvöld sögð ætla að skipta umdeildum leiðtoga Hong Kong út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 23:30 Carrie Lam er ekki sú vinsælasta í Hong Kong. AP/Kin Cheung Kínversk yfirvöld eru sögð undirbúa það að skipta Carrie Lam, umdeildum leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, út fyrir nýjan. Lam hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna róstursamra mótmæla íbúa Hong Kong.Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sem hafa fengið upplýsingar um umræðu innan kínverska stjórnkerfisins um það að rétt sé að skipta Lam út fyrir annan leiðtoga sem myndi gegna starfinu tímabundið Hundruð þúsunda mótmælenda hafa mótmælt því sem þeir telja vera tilraunir kínverskra stjórnvalda til að herða tak sitt á Hong Kong með því að skerða réttindi íbúa sjálfstjórnarhéraðsins, sem njóta meira frelsis en aðrir íbúar Kína. Upphafið að mótmælunum var umdeilt lagafrumvarp sem heimila átti kínverskum yfirvöldum að rétta yfir íbúum Hong Kong í dómstólum staðsettum á meginlandi Kína, sem eru kirfilega undir stjórn kínverska Kommúnistaflokksins. Frumvarpið hefur verið dregið til baka, en mótmælin hafa haldið áframReiði íbúa hefur oftar en ekki beinst gegn Lam en í september vísaði hún fregnum þess efnis að hún hafi óskað eftir því að stíga til hliðar til þess að lægja mótmælaöldurnar á bug.Í frétt Financial Times kemur fram að kínversk yfirvöld vilji þó að ástandið róist í héraðinu áður en að skipt verður um leiðtoga, svo ekki líti út fyrir að Kínastjórn sé að láta undan kröfum mótmælenda. Lam hefur setið í embætti frá árinu 2017 og á kjörtímabili hennar að ljúka árið 2022. Í frétt Financial Times kemur fram að horft sé til þess að eftirmaður hennar sitji út kjörtímabilið, láti Kínastjórn af því verða að skipta henni út. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39 Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Kínversk yfirvöld eru sögð undirbúa það að skipta Carrie Lam, umdeildum leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, út fyrir nýjan. Lam hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna róstursamra mótmæla íbúa Hong Kong.Financial Times greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum sem hafa fengið upplýsingar um umræðu innan kínverska stjórnkerfisins um það að rétt sé að skipta Lam út fyrir annan leiðtoga sem myndi gegna starfinu tímabundið Hundruð þúsunda mótmælenda hafa mótmælt því sem þeir telja vera tilraunir kínverskra stjórnvalda til að herða tak sitt á Hong Kong með því að skerða réttindi íbúa sjálfstjórnarhéraðsins, sem njóta meira frelsis en aðrir íbúar Kína. Upphafið að mótmælunum var umdeilt lagafrumvarp sem heimila átti kínverskum yfirvöldum að rétta yfir íbúum Hong Kong í dómstólum staðsettum á meginlandi Kína, sem eru kirfilega undir stjórn kínverska Kommúnistaflokksins. Frumvarpið hefur verið dregið til baka, en mótmælin hafa haldið áframReiði íbúa hefur oftar en ekki beinst gegn Lam en í september vísaði hún fregnum þess efnis að hún hafi óskað eftir því að stíga til hliðar til þess að lægja mótmælaöldurnar á bug.Í frétt Financial Times kemur fram að kínversk yfirvöld vilji þó að ástandið róist í héraðinu áður en að skipt verður um leiðtoga, svo ekki líti út fyrir að Kínastjórn sé að láta undan kröfum mótmælenda. Lam hefur setið í embætti frá árinu 2017 og á kjörtímabili hennar að ljúka árið 2022. Í frétt Financial Times kemur fram að horft sé til þess að eftirmaður hennar sitji út kjörtímabilið, láti Kínastjórn af því verða að skipta henni út.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39 Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00 Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Öngþveiti á þinginu í Hong Kong Hróp og köll frá stjórnarandstæðingum komu í veg fyrir að Carrie Lam gæti flutt stefnuræðu sína. 16. október 2019 07:39
Sakaðir um að fórna frelsi og réttindum á altari Mammon Alþjóðleg fyrirtæki hafa um árabil forðast það að reita yfirvöld Kína til reiði og gefið eftir kröfum þeirra til að komast inn á þann risastóra markað sem Kína er. 15. október 2019 14:00
Ráðist á mótmælanda við heimilið Fjöldamótmælin sem standa yfir í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong hafa áhrif á alla anga þjóðfélagsins, þar á meðal íþróttalífið. 18. október 2019 14:30
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51
Útilokar ekki afskipti kínverskra stjórnvalda í Hong Kong Æðsti embættismaður Hong Kong útilokar ekki að biðja kínversku ríkisstjórnina um aðstoð við að kveða niður mótmælahreyfinguna sem hefur haft sig mjög í frammi á sjálfstjórnarsvæðinu undanfarna mánuði. 8. október 2019 19:15