Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 15:49 Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/gva Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsinga að á fimmta ár er liðið síðan hann var handtekinn vegna málsins. Tafir á málinu væru ekki honum að kenna. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum á tveimur tölvum sínum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða í Hafnarfirði. Karlmaðurinn viðurkenndi brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins í október og sagðist iðrast gjörða sinna. Féllst hann á kröfu lögreglu um upptöku á tölvunum sem voru haldlagðar. Við ákvörðun refsingar segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að líta beri til þess að hann hafi haft í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfði það manninum til málsbóta að hann játaði skýlaust, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá upphafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks tók dómari tillit til þess að rannsókn málsins hófst 28. apríl 2015 og var hann yfirheyrður sama dag. Gekkst hann strax við brotum sínum og afhenti öll gögn. Ákæra var ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar. „Verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt,“ segir í dómnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp þann 11. október síðastliðinn. Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsinga að á fimmta ár er liðið síðan hann var handtekinn vegna málsins. Tafir á málinu væru ekki honum að kenna. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum á tveimur tölvum sínum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða í Hafnarfirði. Karlmaðurinn viðurkenndi brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins í október og sagðist iðrast gjörða sinna. Féllst hann á kröfu lögreglu um upptöku á tölvunum sem voru haldlagðar. Við ákvörðun refsingar segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að líta beri til þess að hann hafi haft í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfði það manninum til málsbóta að hann játaði skýlaust, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá upphafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks tók dómari tillit til þess að rannsókn málsins hófst 28. apríl 2015 og var hann yfirheyrður sama dag. Gekkst hann strax við brotum sínum og afhenti öll gögn. Ákæra var ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar. „Verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt,“ segir í dómnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp þann 11. október síðastliðinn.
Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira