Vaktavinna er álagsþáttur Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 24. október 2019 15:15 Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. Viðfangsefni sjúkraliða eru mjög gefandi og fjölbreytt, en þau geta reynt á og verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft erfiðar og álagið meira en gott þykir. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni, en launakjörin eru óviðunandi. Tæplega 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til. Heilbrigðisstarfsfólk er einnig útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Í þessu sambandi er ástæða til að benda á að veikindatíðni sjúkraliða á Landspítalanum árið 2018 reyndist um 11% eða 29 vinnudagar á ári. Til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6% og veikindatíðni vaktavinnustarfsmanna í áliðna er undir 3,8%, enda hafa þeir mun minni vinnuskyldu. Það er meðal annars vegna alls þessa sem stytta þarf vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku þeirra sem eru í dagvinnu. Sjúkraliðar þekkja afleiðingar af löngum vinnutíma, krefjandi vaktavinnu, miklu vinnuálagi og skertri hvíld, sem geta verið óafturkræfar og haft slæm áhrif á heilsufar og fjölskyldulíf. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að sjúkraliðum og öðrum sé gert kleift að vinna fullt starf, án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og skertu fjölskyldulífi.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. Viðfangsefni sjúkraliða eru mjög gefandi og fjölbreytt, en þau geta reynt á og verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft erfiðar og álagið meira en gott þykir. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni, en launakjörin eru óviðunandi. Tæplega 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til. Heilbrigðisstarfsfólk er einnig útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Í þessu sambandi er ástæða til að benda á að veikindatíðni sjúkraliða á Landspítalanum árið 2018 reyndist um 11% eða 29 vinnudagar á ári. Til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6% og veikindatíðni vaktavinnustarfsmanna í áliðna er undir 3,8%, enda hafa þeir mun minni vinnuskyldu. Það er meðal annars vegna alls þessa sem stytta þarf vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku þeirra sem eru í dagvinnu. Sjúkraliðar þekkja afleiðingar af löngum vinnutíma, krefjandi vaktavinnu, miklu vinnuálagi og skertri hvíld, sem geta verið óafturkræfar og haft slæm áhrif á heilsufar og fjölskyldulíf. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að sjúkraliðum og öðrum sé gert kleift að vinna fullt starf, án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og skertu fjölskyldulífi.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Greinin hefur verið uppfærð.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar