„Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 14:15 Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það miklar gleðifréttir að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi samþykkt beiðni félagsins um að byggja mosku við Suðurlandsbraut. „Loksins erum við að sjá fyrir endann á þessari baráttu sem er standa yfir alveg frá 1999,“ sagði Salmann í samtali við Vísi. „Það eru tuttugu ár síðan við sóttum um. Við erum mjög þakklátir og ánægðir.“ Salmann segist vona til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir við moskuna í sumar. „Við viljum í raun og veru byrja sem fyrst en það þarf byggingarmeistara og ýmislegt fleira. Þetta er allt í guðs höndum en við stefnum á sumarið.“ „Ég vil taka það fram að þetta er hús fyrir alla Íslendinga. Alveg eins og ég get farið í hvaða kirkju sem er þá munu allir á Íslandi geta komið og heimsótt okkur, eins og er í Ármúla. Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið.“ Klippa: Bænahús múslima samþykkt Nú eru 565 í söfnuði Félags múslima á Íslandi. Húsnæði félagsins í Ármúlanum er um 110 fermetrar og Salmann segir það orðið mjög þröngt fyrir hópinn. Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar. Það mun því verða mikil breyting fyrir söfnuðinn. Sjá einnig: Moskan á Suðurlandsbraut samþykkt Salmann segir að framkvæmdin gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Þar mun félagið treysta á meðlimi og velviljaða aðila. Hann segir það ávallt hafa verið stefnu félagsins að taka ekki við fjármagni frá ríkisstjórnum ríkja með slæma sögu varðandi mannréttindi. Vísar hann til ríkja eins og Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Það kemur ekki til greina. Við vinnum það sjálfir með aðstoð okkar bræðra á Íslandi, öðrum í Norðurlöndum og öllum sem vilja hjálpa. Mér myndi þykja vænt um það,“ segir Salmann. Reykjavík Trúmál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, segir það miklar gleðifréttir að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi samþykkt beiðni félagsins um að byggja mosku við Suðurlandsbraut. „Loksins erum við að sjá fyrir endann á þessari baráttu sem er standa yfir alveg frá 1999,“ sagði Salmann í samtali við Vísi. „Það eru tuttugu ár síðan við sóttum um. Við erum mjög þakklátir og ánægðir.“ Salmann segist vona til þess að hægt verði að byrja framkvæmdir við moskuna í sumar. „Við viljum í raun og veru byrja sem fyrst en það þarf byggingarmeistara og ýmislegt fleira. Þetta er allt í guðs höndum en við stefnum á sumarið.“ „Ég vil taka það fram að þetta er hús fyrir alla Íslendinga. Alveg eins og ég get farið í hvaða kirkju sem er þá munu allir á Íslandi geta komið og heimsótt okkur, eins og er í Ármúla. Þetta verður guðs hús og það verður öllum opið.“ Klippa: Bænahús múslima samþykkt Nú eru 565 í söfnuði Félags múslima á Íslandi. Húsnæði félagsins í Ármúlanum er um 110 fermetrar og Salmann segir það orðið mjög þröngt fyrir hópinn. Í umsókninni er sótt um leyfi til að byggja 677 fermetra bænahús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum við lóð á Suðurlandsbraut 76. Gert er ráð fyrir að fyrsta hæð verði um 598 fermetrar og önnur hæðin 79 fermetrar. Það mun því verða mikil breyting fyrir söfnuðinn. Sjá einnig: Moskan á Suðurlandsbraut samþykkt Salmann segir að framkvæmdin gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Þar mun félagið treysta á meðlimi og velviljaða aðila. Hann segir það ávallt hafa verið stefnu félagsins að taka ekki við fjármagni frá ríkisstjórnum ríkja með slæma sögu varðandi mannréttindi. Vísar hann til ríkja eins og Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Það kemur ekki til greina. Við vinnum það sjálfir með aðstoð okkar bræðra á Íslandi, öðrum í Norðurlöndum og öllum sem vilja hjálpa. Mér myndi þykja vænt um það,“ segir Salmann.
Reykjavík Trúmál Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira