Sveitarfélögin mótmæla urðunarskatti ríkisins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2019 12:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í pontu á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki koma til greina að sveitarfélög landsins greiði urðunarskatt eins og ríkið ætlast til enda hafi ekkert samráð verið um málið. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs gerir ríkið ráð fyrir að innheimta 1,2 milljarða króna í urðunarskatt af sveitarfélögunum og 2,5 milljarða árið 2021. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flutti erindi á Ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi á fimmtudag og föstudag. Aldís fjallaði meðal annars um stefnu sveitarfélaganna í úrgangsmálum og urðunarskatt, sem ríkið ætlar sér að setja á sveitarfélögin. „En sambandið leggst eindregið gegn frumvarpi um urðunarskatt og kallar eftir víðtæku samráði um mögulega útfærslu slíkrar skattheimtu. Það er auðvitað ekki boðlegt að rúmlega milljarðs álögum sé bara skutlað svona yfir á sveitarfélögin, yfir á íbúa landsins án þess að haft samráð við sveitarfélögin. Þetta er skattur sem fer lóðbeint inn á hvert einasta heimili á Íslandi og mun gera okkur ókleift að virða þær skuldbindingar, sem við höfum lagt upp með varðandi lífskjarasamninginn“, segir Aldís Aldís er mjög ósátt við algjörlegt samskiptaleysi ríksins við sveitarfélög landsins vegna urðunraskattsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís segist ekki trúa öðru en ríkisvaldið hætti við urðunarskattinn. „Enda er þetta svo óskynsamlegt að það er ekki hægt að lýsa því af því að þessu fylgir engin aðgerð. Ef að allir þessir peningar yrðu eyrnamerktir til umhverfisverkefna, eins og við heyrðum hérna áðan varðandi Umhverfi Suðurlands þá mætti kannski ræða mögulega hvað væri skynsamlegt, ef þeir rynnu bara aftur til sveitarfélaganna til þess að vinna gegn sóun, stuðla að endurnýtingu og minnka urðun, en þetta á bara að fara í ríkiskassann“. Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki koma til greina að sveitarfélög landsins greiði urðunarskatt eins og ríkið ætlast til enda hafi ekkert samráð verið um málið. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs gerir ríkið ráð fyrir að innheimta 1,2 milljarða króna í urðunarskatt af sveitarfélögunum og 2,5 milljarða árið 2021. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flutti erindi á Ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fór fram á Hótel Geysi á fimmtudag og föstudag. Aldís fjallaði meðal annars um stefnu sveitarfélaganna í úrgangsmálum og urðunarskatt, sem ríkið ætlar sér að setja á sveitarfélögin. „En sambandið leggst eindregið gegn frumvarpi um urðunarskatt og kallar eftir víðtæku samráði um mögulega útfærslu slíkrar skattheimtu. Það er auðvitað ekki boðlegt að rúmlega milljarðs álögum sé bara skutlað svona yfir á sveitarfélögin, yfir á íbúa landsins án þess að haft samráð við sveitarfélögin. Þetta er skattur sem fer lóðbeint inn á hvert einasta heimili á Íslandi og mun gera okkur ókleift að virða þær skuldbindingar, sem við höfum lagt upp með varðandi lífskjarasamninginn“, segir Aldís Aldís er mjög ósátt við algjörlegt samskiptaleysi ríksins við sveitarfélög landsins vegna urðunraskattsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Aldís segist ekki trúa öðru en ríkisvaldið hætti við urðunarskattinn. „Enda er þetta svo óskynsamlegt að það er ekki hægt að lýsa því af því að þessu fylgir engin aðgerð. Ef að allir þessir peningar yrðu eyrnamerktir til umhverfisverkefna, eins og við heyrðum hérna áðan varðandi Umhverfi Suðurlands þá mætti kannski ræða mögulega hvað væri skynsamlegt, ef þeir rynnu bara aftur til sveitarfélaganna til þess að vinna gegn sóun, stuðla að endurnýtingu og minnka urðun, en þetta á bara að fara í ríkiskassann“.
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira