Lítum fordómalaust í spegil Anna Sigurlín Tómasdóttir skrifar 28. október 2019 12:30 Var ekki há í loftinu þegar ég man fyrst eftir mér á leið heim úr skólanum útgrátin. Það skildi mig enginn og þegar ég yrði stór ætlaði ég sko að segja þessu fullorðna fólki til syndanna. Ég var bara að syngja og dansa og þessi skóli bara kjánalegur. Má maður ekki bara vera eins og maður er? Kennarinn hafði sagt að ég væri vitlaus. Skammað mig fyrir læti en sagði ekkert við strákana. Á þessum tíma hafði þessi unga dama lítinn áhuga á námi, takmarkaða athygli á námsefninu og ekki bætti úr skák allar skammirnar sem fylgdu. Seinna á lífsleiðinni flosnaði hún upp úr námi. Hvers vegna skyld það vera? Vissulega var hún dugleg, hávær og athafnasöm með afbrigðum og miðað við hversu nett hún var fór ótrúlega mikið fyrir henni. Nú telst ég víst orðin fullorðin. Ég er gleymin fyrir allan peninginn og alltaf að. Ég er líka með bjagað tímaskyn, stundum er bara eins og tíminn renni mér úr greipum. Líkt og lækur sem æðir til sjávar í leysingum. Hvers vegna? Að umheimurinn skilji mann ekki, ekki frekar en ég sjálf, er ótrúlega þrúgandi tilfinning og nokkuð sem ég hef alla tíð burðast með gegnum lífið. Ég er fullorðin kona og tveggja barna móðir. Bý í frekar fordómafullu samfélagi eða öllu heldur mannlegu. Þvi við eigum jú öll erfitt með að skilja það sem við ekki þekkjum. Ég vildi óska að ég gæti sagt að ég væri laus við alla fordóma. En þá væri ég ekki mjög sannsögul.Spegla sig barni Leið mín til að skilja hver ég í raun er, var að kynnast barninu mínu betur. Barninu sem gekk ekki hætis hót betur í skóla en sjálfri mér á sínum tíma. Ég get speglað mig í svo mörgu í fari þess. Í upphafi var ég handviss um að lesblinda ætti alla sök. Ræddi þetta við kennara barnsins og við vorum sammála um að vinna þyrfti með lesblinduna. Svo segir kennarinn „eigum við ekki líka að athuga með ADHD“. Á mig kom smá hik, svara svo um hæl að ég sé alveg til í að athugað með ADHD, en „ég ætla sko ekki að setja mín börn á nein ADHD lyf! Þarna greip ég í hnakkadrambið á sjálfri mér. Með eigin fordóma glymjandi milli eyrna mér varð ég hálf hissa að heyra sjálfa mig segja þetta. Ég ákvað að fræðast, las allar rannsóknir um ADHD sem ég fann , t,d. frá Harvard og álíka virtum stofnunum, og áttaði mig fljótlega á að ég væri liklega sjálf með ADHD.Nýtt líf í kjölfar ADHD greiningar Ég komst að hjá frábærum geðlækni sem breytti lifi mínu. Loksins, loksins skildi ég hvers vegna ég var og er eins og er. Þetta er ástæðan fyriri að systir mín bauð mér i afmæli klukkustund á undan hinum. Þetta var og er ástæða þess að ég finn símann stundum í ísskápnum. Listinn er langur og ég þyrfti örugglega annan pistil til, ef ekki marga. Eg er semsagt með ADHD. ADHD er taugaþroskaröskun, sem þýðir að taugar i ákveðnum heilastöðvum í framheila senda ekki boð á sama máta og gengur og gerist. Röskunin er af líffræðilegum toga og liggur oftast í ættum. En sama hversu drullu erfitt getur verið „að fitta ekki inn“ eða haga sér öðruvísi en samfélagið vill að maður geri, þá má ekki gleyma að ADHD á sér margar góðar hliðar. Margt af okkar fremsta íþróttafólki er með ADHD og jafnvel þó lyf geti skipt sköpum i meðferð einstaklinga með ADHD þá er fátt sem hjálpar manni jafn mikið og hreyfing. Margir frumkvöðlar eru með ADHD sem og tónlistarmenn og leikarar. Listinn er langur, enda finnast einstaklingar með ADHD allstaðar.ADHD snillingar Í einu samtali við geðlækninn sagðist ég vera svo endalaust vitlaus, alltaf að gleyma einhverju eða framkvæma án þess að hugsa. „Þú ert snillingur Anna“ svaraði hann, þú átt bara eftir að sjá það sjálf“. Bætti svo við að ég væri svolítið eins og prófessorarnir við HÍ. „Margir kunna að reikna flókinn reiknisdæmi sem engin annar skilur, en geta svo ekki reimað skóna. Þínar gáfur eru kannski ekki á bókina en þú ert svo langt frá að vera vitlaus.“ Stundum er ég og verð örugglega áfram misskilin fyrir allan peninginn. Í dag er ég þó fyrst og fremst þakklát fyrrir að skilja hvers vegna ég er eins og ég er. Að geta stutt börnin mín og frætt aðra til að komandi kynslóðir með sömu raskanir mæti skilning frá samfélaginu er mikilvægt verkefni. Þú getur líka og ættir að leggja þitt af mörkum. Með skilningi og fræðslu tryggjum við að komandi kynslóð verði sterkari og betur i stak búnar til að mæta hindrunum sem á vegi verða.Höfundur er einstaklingur með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ég skil þig ekki! Veistu, ég skil þig ekki, sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram. 15. október 2019 11:30 ADHD kemur það mér við? Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. 22. október 2019 11:30 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Var ekki há í loftinu þegar ég man fyrst eftir mér á leið heim úr skólanum útgrátin. Það skildi mig enginn og þegar ég yrði stór ætlaði ég sko að segja þessu fullorðna fólki til syndanna. Ég var bara að syngja og dansa og þessi skóli bara kjánalegur. Má maður ekki bara vera eins og maður er? Kennarinn hafði sagt að ég væri vitlaus. Skammað mig fyrir læti en sagði ekkert við strákana. Á þessum tíma hafði þessi unga dama lítinn áhuga á námi, takmarkaða athygli á námsefninu og ekki bætti úr skák allar skammirnar sem fylgdu. Seinna á lífsleiðinni flosnaði hún upp úr námi. Hvers vegna skyld það vera? Vissulega var hún dugleg, hávær og athafnasöm með afbrigðum og miðað við hversu nett hún var fór ótrúlega mikið fyrir henni. Nú telst ég víst orðin fullorðin. Ég er gleymin fyrir allan peninginn og alltaf að. Ég er líka með bjagað tímaskyn, stundum er bara eins og tíminn renni mér úr greipum. Líkt og lækur sem æðir til sjávar í leysingum. Hvers vegna? Að umheimurinn skilji mann ekki, ekki frekar en ég sjálf, er ótrúlega þrúgandi tilfinning og nokkuð sem ég hef alla tíð burðast með gegnum lífið. Ég er fullorðin kona og tveggja barna móðir. Bý í frekar fordómafullu samfélagi eða öllu heldur mannlegu. Þvi við eigum jú öll erfitt með að skilja það sem við ekki þekkjum. Ég vildi óska að ég gæti sagt að ég væri laus við alla fordóma. En þá væri ég ekki mjög sannsögul.Spegla sig barni Leið mín til að skilja hver ég í raun er, var að kynnast barninu mínu betur. Barninu sem gekk ekki hætis hót betur í skóla en sjálfri mér á sínum tíma. Ég get speglað mig í svo mörgu í fari þess. Í upphafi var ég handviss um að lesblinda ætti alla sök. Ræddi þetta við kennara barnsins og við vorum sammála um að vinna þyrfti með lesblinduna. Svo segir kennarinn „eigum við ekki líka að athuga með ADHD“. Á mig kom smá hik, svara svo um hæl að ég sé alveg til í að athugað með ADHD, en „ég ætla sko ekki að setja mín börn á nein ADHD lyf! Þarna greip ég í hnakkadrambið á sjálfri mér. Með eigin fordóma glymjandi milli eyrna mér varð ég hálf hissa að heyra sjálfa mig segja þetta. Ég ákvað að fræðast, las allar rannsóknir um ADHD sem ég fann , t,d. frá Harvard og álíka virtum stofnunum, og áttaði mig fljótlega á að ég væri liklega sjálf með ADHD.Nýtt líf í kjölfar ADHD greiningar Ég komst að hjá frábærum geðlækni sem breytti lifi mínu. Loksins, loksins skildi ég hvers vegna ég var og er eins og er. Þetta er ástæðan fyriri að systir mín bauð mér i afmæli klukkustund á undan hinum. Þetta var og er ástæða þess að ég finn símann stundum í ísskápnum. Listinn er langur og ég þyrfti örugglega annan pistil til, ef ekki marga. Eg er semsagt með ADHD. ADHD er taugaþroskaröskun, sem þýðir að taugar i ákveðnum heilastöðvum í framheila senda ekki boð á sama máta og gengur og gerist. Röskunin er af líffræðilegum toga og liggur oftast í ættum. En sama hversu drullu erfitt getur verið „að fitta ekki inn“ eða haga sér öðruvísi en samfélagið vill að maður geri, þá má ekki gleyma að ADHD á sér margar góðar hliðar. Margt af okkar fremsta íþróttafólki er með ADHD og jafnvel þó lyf geti skipt sköpum i meðferð einstaklinga með ADHD þá er fátt sem hjálpar manni jafn mikið og hreyfing. Margir frumkvöðlar eru með ADHD sem og tónlistarmenn og leikarar. Listinn er langur, enda finnast einstaklingar með ADHD allstaðar.ADHD snillingar Í einu samtali við geðlækninn sagðist ég vera svo endalaust vitlaus, alltaf að gleyma einhverju eða framkvæma án þess að hugsa. „Þú ert snillingur Anna“ svaraði hann, þú átt bara eftir að sjá það sjálf“. Bætti svo við að ég væri svolítið eins og prófessorarnir við HÍ. „Margir kunna að reikna flókinn reiknisdæmi sem engin annar skilur, en geta svo ekki reimað skóna. Þínar gáfur eru kannski ekki á bókina en þú ert svo langt frá að vera vitlaus.“ Stundum er ég og verð örugglega áfram misskilin fyrir allan peninginn. Í dag er ég þó fyrst og fremst þakklát fyrrir að skilja hvers vegna ég er eins og ég er. Að geta stutt börnin mín og frætt aðra til að komandi kynslóðir með sömu raskanir mæti skilning frá samfélaginu er mikilvægt verkefni. Þú getur líka og ættir að leggja þitt af mörkum. Með skilningi og fræðslu tryggjum við að komandi kynslóð verði sterkari og betur i stak búnar til að mæta hindrunum sem á vegi verða.Höfundur er einstaklingur með ADHD.
Ég skil þig ekki! Veistu, ég skil þig ekki, sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram. 15. október 2019 11:30
ADHD kemur það mér við? Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. 22. október 2019 11:30
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar