Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. október 2019 15:31 Búið er að vísa kjaradeilu SÍS við Eflingu og SGS til ríkisáttasemjara, sem er til húsa í Borgartúni 21. vísir/vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) og Eflingu til ríkissáttasemjara. Upp sé kominn trúnaðarbrestur vegna ályktunar sem samþykkt var fyrir helgi. Síðarnefndu félögin hafa ýmislegt við vísunina að athuga og segja hana ekki til þess fallna að stuðla að lausn „þessarar alvarlegu deilu.“ Í bréfi SÍS til ríkissáttasemjara er þess getið að viðræður um endurnýjun kjarasamnings við SGS og Eflingu hafi staðið yfir frá því 15. mars, án árangurs. Því næst er vikið að ályktun sem SGS samþykkti á þingi sínu fyrir helgi, sem fór öfugt ofan í sveitarfélögin. Ályktun SGS var svohljóðandi:„Starfsgreinarsambandið stendur í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennar kvennastéttir í umönnunarstörfum. Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðing í þeirra garð lýsir sér í viðræðunum.“ Í fyrrnefndu bréfi til ríkissáttasemjara segist samninganefnd SÍS mótmæla harðlega „þeim ósönnu fullyrðingum sem fram koma í ályktuninni um að illa sé komið fram við kvennastéttir í umönnunarstörfum og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítilsvirðing.“ Samninganefndin líti svo á að upp sé kominn „alger trúnaðarbrestur á milli aðila“ og að útilokað sé að ná frekari árangri í viðræðunum án atbeina ríkissáttasemjara.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn varaformaður SGS.Vísir/vilhelmSGS og Efling fría sig ábyrgð Í yfirlýsingu frá Eflingu og SGS segja félögin að þessi einhliða vísun sé til marks um hugleysi samningnefndar SÍS. „Sveitarfélögin virðast telja ástæðu til að slíta viðræðum við SGS og Eflingu þegar þau segja hlutina eins og þeir eru alveg óhrædd við að berjast fyrir eðlilegum réttindum og betri kjörum fyrir sitt fólk. Kjarkurinn er nú ekki meiri en svo hjá samninganefnd sveitarfélaganna að þau treystu sér ekki til þess að koma þessu á framfæri á fundi né að hafa samband með beinum hætti við okkur sem sína viðsemjendur,“ segir í yfirlýsingu SGS og Eflingar. Aukinheldur sé það „skrýtinn veruleiki sem birtist í þessu bréfi sveitarfélaganna að telja það ekki ,,að koma illa fram við kvennastéttir og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítisvirðing í yfirstandandi viðræðum“ að neita að ræða kröfur þessa hóps, vísa hluta þeirra til dómstóla og sýna sjónarmiðum okkar í engu skilning.“ Félögin tvö segjast ætla að halda áfram að álykta á þingum sínum um það sem brennur á félagsmönnum sínum, eins og birtist í fyrrnefndi ályktun sem virðist hafa sett kjaraviðræðurnar í uppnám. SGS og Efling segja að sama skapi að vísun kjaradeilunnar stuðli „með engu móti að lausn þessarar alvarlegu deilu og hvaða afleiðingar það getur haft er alfarið á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. 24. október 2019 16:35 Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS. 5. október 2019 07:45 Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) og Eflingu til ríkissáttasemjara. Upp sé kominn trúnaðarbrestur vegna ályktunar sem samþykkt var fyrir helgi. Síðarnefndu félögin hafa ýmislegt við vísunina að athuga og segja hana ekki til þess fallna að stuðla að lausn „þessarar alvarlegu deilu.“ Í bréfi SÍS til ríkissáttasemjara er þess getið að viðræður um endurnýjun kjarasamnings við SGS og Eflingu hafi staðið yfir frá því 15. mars, án árangurs. Því næst er vikið að ályktun sem SGS samþykkti á þingi sínu fyrir helgi, sem fór öfugt ofan í sveitarfélögin. Ályktun SGS var svohljóðandi:„Starfsgreinarsambandið stendur í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennar kvennastéttir í umönnunarstörfum. Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðing í þeirra garð lýsir sér í viðræðunum.“ Í fyrrnefndu bréfi til ríkissáttasemjara segist samninganefnd SÍS mótmæla harðlega „þeim ósönnu fullyrðingum sem fram koma í ályktuninni um að illa sé komið fram við kvennastéttir í umönnunarstörfum og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítilsvirðing.“ Samninganefndin líti svo á að upp sé kominn „alger trúnaðarbrestur á milli aðila“ og að útilokað sé að ná frekari árangri í viðræðunum án atbeina ríkissáttasemjara.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn varaformaður SGS.Vísir/vilhelmSGS og Efling fría sig ábyrgð Í yfirlýsingu frá Eflingu og SGS segja félögin að þessi einhliða vísun sé til marks um hugleysi samningnefndar SÍS. „Sveitarfélögin virðast telja ástæðu til að slíta viðræðum við SGS og Eflingu þegar þau segja hlutina eins og þeir eru alveg óhrædd við að berjast fyrir eðlilegum réttindum og betri kjörum fyrir sitt fólk. Kjarkurinn er nú ekki meiri en svo hjá samninganefnd sveitarfélaganna að þau treystu sér ekki til þess að koma þessu á framfæri á fundi né að hafa samband með beinum hætti við okkur sem sína viðsemjendur,“ segir í yfirlýsingu SGS og Eflingar. Aukinheldur sé það „skrýtinn veruleiki sem birtist í þessu bréfi sveitarfélaganna að telja það ekki ,,að koma illa fram við kvennastéttir og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítisvirðing í yfirstandandi viðræðum“ að neita að ræða kröfur þessa hóps, vísa hluta þeirra til dómstóla og sýna sjónarmiðum okkar í engu skilning.“ Félögin tvö segjast ætla að halda áfram að álykta á þingum sínum um það sem brennur á félagsmönnum sínum, eins og birtist í fyrrnefndi ályktun sem virðist hafa sett kjaraviðræðurnar í uppnám. SGS og Efling segja að sama skapi að vísun kjaradeilunnar stuðli „með engu móti að lausn þessarar alvarlegu deilu og hvaða afleiðingar það getur haft er alfarið á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. 24. október 2019 16:35 Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS. 5. október 2019 07:45 Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. 24. október 2019 16:35
Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS. 5. október 2019 07:45
Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00