Íþróttafræðinám í boði í Vestmannaeyjum næsta haust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2019 16:00 Eyjamenn fagna góðum sigri í handboltanum. vísir/daníel Eyjamenn eru þekktir fyrir frábæran árangur sinn í bæði fótbolta og handbolta og nú fá Eyjamenn tækifæri til að framleiða íþróttafræðinga í heimabyggð. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í gær samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við Háskólann í Reykjavík sem kennt verður í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á heimasíðu HR. Náminu er ætlað að nýtast sem grunnur að áframhaldandi námi í íþróttafræði. Samningurinn nær til næstu tveggja skólaára en verkefninu er meðal annars ætlað að efla háskólanám á landsbyggðinni. Þetta íþróttafræðinám í Vestmannaeyjum gæti líka opnað tækifæri fyrir leikmenn ÍBV-liðanna og kannski auðveldað félaginu að halda sínu fólki út í Eyjum.‼️ Frá og með haustinu 2020 verður hægt að læra íþróttafræði við HR í Vestmannaeyjum: https://t.co/Cy8FwBdxVL — HáskólinníReykjavík (@haskolinn) October 28, 2019 Fyrsta skólaárið verða sex námskeið kennd í fjarkennslu í gegnum fjarfundabúnað í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Auk þess munu kennarar koma til Eyja tvisvar á önn til að vinna með nemendum. Tvö verkleg námskeið verða kennd í Vestmannaeyjum. Nemendur munu sækja tvö þriggja vikna námskeið í Reykjavík en taka öll skrifleg próf í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Það á enn eftir að ráða umsjónarmanns námsins í Vestmannaeyjum en námið hefst haustið 2020. Háskólinn í Reykjavík ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd námsins og ráða umsjónarmann námsins í Vestmannaeyjum, sem búsettur verður í Eyjum. Vestmannaeyjabær mun leggja til íþróttamannvirki til kennslu í verklegum greinum, svo sem handknattleik, knattspyrnu og sundi, en jafnframt leggja til aðstöðu fyrir nemendur til að stunda námið í gegnum fjarfundabúnað. Ráðuneytið mun leggja til fjármagn, ráðgjöf og annast eftirfylgni með verkefninu. Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira
Eyjamenn eru þekktir fyrir frábæran árangur sinn í bæði fótbolta og handbolta og nú fá Eyjamenn tækifæri til að framleiða íþróttafræðinga í heimabyggð. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í gær samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við Háskólann í Reykjavík sem kennt verður í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á heimasíðu HR. Náminu er ætlað að nýtast sem grunnur að áframhaldandi námi í íþróttafræði. Samningurinn nær til næstu tveggja skólaára en verkefninu er meðal annars ætlað að efla háskólanám á landsbyggðinni. Þetta íþróttafræðinám í Vestmannaeyjum gæti líka opnað tækifæri fyrir leikmenn ÍBV-liðanna og kannski auðveldað félaginu að halda sínu fólki út í Eyjum.‼️ Frá og með haustinu 2020 verður hægt að læra íþróttafræði við HR í Vestmannaeyjum: https://t.co/Cy8FwBdxVL — HáskólinníReykjavík (@haskolinn) October 28, 2019 Fyrsta skólaárið verða sex námskeið kennd í fjarkennslu í gegnum fjarfundabúnað í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Auk þess munu kennarar koma til Eyja tvisvar á önn til að vinna með nemendum. Tvö verkleg námskeið verða kennd í Vestmannaeyjum. Nemendur munu sækja tvö þriggja vikna námskeið í Reykjavík en taka öll skrifleg próf í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Það á enn eftir að ráða umsjónarmanns námsins í Vestmannaeyjum en námið hefst haustið 2020. Háskólinn í Reykjavík ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd námsins og ráða umsjónarmann námsins í Vestmannaeyjum, sem búsettur verður í Eyjum. Vestmannaeyjabær mun leggja til íþróttamannvirki til kennslu í verklegum greinum, svo sem handknattleik, knattspyrnu og sundi, en jafnframt leggja til aðstöðu fyrir nemendur til að stunda námið í gegnum fjarfundabúnað. Ráðuneytið mun leggja til fjármagn, ráðgjöf og annast eftirfylgni með verkefninu.
Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sjá meira