Ekki í fyrsta skipti sem Hariri segir af sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2019 19:00 Hariri afhendir Michel Aoun afsagnarbréf sitt. AP/Dalati Nohra Forsætisráðherra Líbanons tilkynnti um afsögn sína í dag. Mótmæli hafa tröllriðið landinu undanfarnar tvær vikur. Skuldastaða fárra ríkja heimsins er jafnslæm og Líbanons. Ríkisstjórn Saads Hariri hefur því unnið eftir niðurskurðarstefnu við litla hrifningu landsmanna. Vegna þessa hafa Líbanar safnast saman frá því um miðjan mánuð og mótmælt stefnu ríkisstjórnarinnar, bágu efnahagsástandi, atvinnuleysi og spillingu í stjórnmálum. Kröfugöngur, verkföll, borgaraleg óhlýðni, vegatálmanir og fleiri aðgerðir hafa sett svip sinn á daglegt líf í landinu að undanförnu. Hariri forsætisráðherra tilkynnti því í dag um að hann myndi afhenda forseta ríkisins afsagnarbréf sitt. „Ég hef reynt að finna lausnir og hlustað á þjóðina til þess að skýla landsmönnum frá efnahagsörðugleikum. Svo ég sé alveg hreinskilinn þá vil ég segja að ég er kominn í blindgötu,“ sagði hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Hariri segir af sér. Þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu, þar sem hann fæddist, fyrir tveimur árum gaf hann það óvænt út að hann myndi stíga til hliðar. Málið vakti heimsathygli og voru líbanskir valdamenn vissir um að sádiarabísk yfirvöld hefðu þvingað Hariri til afsagnar vegna þess að þeim þótti hann ekki standa sig nógu vel í baráttunni gegn Íran og Hezbollah. Svo fór loks að Hariri dró afsagnarbréf sitt til baka um mánuði eftir heimkomu til Líbanons. Líbanon Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Forsætisráðherra Líbanons tilkynnti um afsögn sína í dag. Mótmæli hafa tröllriðið landinu undanfarnar tvær vikur. Skuldastaða fárra ríkja heimsins er jafnslæm og Líbanons. Ríkisstjórn Saads Hariri hefur því unnið eftir niðurskurðarstefnu við litla hrifningu landsmanna. Vegna þessa hafa Líbanar safnast saman frá því um miðjan mánuð og mótmælt stefnu ríkisstjórnarinnar, bágu efnahagsástandi, atvinnuleysi og spillingu í stjórnmálum. Kröfugöngur, verkföll, borgaraleg óhlýðni, vegatálmanir og fleiri aðgerðir hafa sett svip sinn á daglegt líf í landinu að undanförnu. Hariri forsætisráðherra tilkynnti því í dag um að hann myndi afhenda forseta ríkisins afsagnarbréf sitt. „Ég hef reynt að finna lausnir og hlustað á þjóðina til þess að skýla landsmönnum frá efnahagsörðugleikum. Svo ég sé alveg hreinskilinn þá vil ég segja að ég er kominn í blindgötu,“ sagði hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Hariri segir af sér. Þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu, þar sem hann fæddist, fyrir tveimur árum gaf hann það óvænt út að hann myndi stíga til hliðar. Málið vakti heimsathygli og voru líbanskir valdamenn vissir um að sádiarabísk yfirvöld hefðu þvingað Hariri til afsagnar vegna þess að þeim þótti hann ekki standa sig nógu vel í baráttunni gegn Íran og Hezbollah. Svo fór loks að Hariri dró afsagnarbréf sitt til baka um mánuði eftir heimkomu til Líbanons.
Líbanon Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira