OZ nælir í 326 milljóna styrk Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 09:15 Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins og áætla aðstandendur þess að innspýtingin muni skapa um 20 ný störf á Íslandi. OZ sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar sem meðal annars er ætlað að greina atvik íþróttaviðburða. Þannig verði hægt að bæta upptökur frá viðburðunum með nákvæmari stýringum á myndavélum, til að mynda með því að elta leikmenn, með meiri nákvæmni. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum, en fyrrnefndum þróunarstyrk Evrópusambandsins er einmitt ætlað að efla þekkingu OZ á sviði gervigreindar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin árin. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,” segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports.Þrír vinni sem fimmtán Vonir standa til að með aukinni sjálfvirknivæðingu, róbótum og gervigreind megi stórbæta útsendingar frá íþróttaviðburðum, þannig að „þriggja manna útsendingarteymi gæti unnið á við 15 manna hóp,“ að sögn Guðjóns. Þannig sé hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og „gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði,“ hvort sem þau eru í unglinga- eða úrvalsdeild. Þar með sé hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gert öllum leikjum deildarinnar góð skil. „Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar. Það verður þrotlaus vinna að komast þangað. Nýsköpun er okkar helsta leynivopn. Við munum þurfa að notast við þróaðar aðferðir á sviði tölvugrafíkvinnslu og róbóta, ásamt ýmsum aðferðum sem notaðar hafa verið í heimi sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því krefjandi en spennandi verkefni,” segir Guðjón. Nýsköpun Tækni Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið OZ hefur hlotið 326 milljón króna þróunarstyrk frá Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins. Styrknum er ætlað að efla gervigreindarsvið fyrirtækisins og áætla aðstandendur þess að innspýtingin muni skapa um 20 ný störf á Íslandi. OZ sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar sem meðal annars er ætlað að greina atvik íþróttaviðburða. Þannig verði hægt að bæta upptökur frá viðburðunum með nákvæmari stýringum á myndavélum, til að mynda með því að elta leikmenn, með meiri nákvæmni. Hluti af þessari þróun er aukin sjálfvirknivæðing við framleiðslu á íþróttaviðburðum, en fyrrnefndum þróunarstyrk Evrópusambandsins er einmitt ætlað að efla þekkingu OZ á sviði gervigreindar. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir félagið og sýnir árangur af þeirri nýsköpun sem átt hefur sér stað undanfarin árin. OZ var á meðal þúsunda fyrirtækja sem sótti um þessa styrkveitingu og það var virkilega ánægjulegt að vera eitt af 1% fyrirtækjanna. Um er að ræða góða innspýtingu í fyrirtækið og þetta muni skapa um tuttugu ný störf hjá fyrirtækinu á Íslandi,” segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ Sports.Þrír vinni sem fimmtán Vonir standa til að með aukinni sjálfvirknivæðingu, róbótum og gervigreind megi stórbæta útsendingar frá íþróttaviðburðum, þannig að „þriggja manna útsendingarteymi gæti unnið á við 15 manna hóp,“ að sögn Guðjóns. Þannig sé hægt að halda framleiðslukostnaði niðri og „gefa öllum kost á að vera með sömu framleiðslugæði,“ hvort sem þau eru í unglinga- eða úrvalsdeild. Þar með sé hægt að vinna með mun fleiri íþróttadeildum en hingað til hefur tíðkast og gert öllum leikjum deildarinnar góð skil. „Þegar okkur tekst að láta Pollamótið í Eyjum líta út eins og úrslitaleik Meistaradeildarinnar, þá höfum við náð markmiðum okkar. Það verður þrotlaus vinna að komast þangað. Nýsköpun er okkar helsta leynivopn. Við munum þurfa að notast við þróaðar aðferðir á sviði tölvugrafíkvinnslu og róbóta, ásamt ýmsum aðferðum sem notaðar hafa verið í heimi sjálfkeyrandi bíla. Þetta er því krefjandi en spennandi verkefni,” segir Guðjón.
Nýsköpun Tækni Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira