Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 10:38 Íbúar í norðanverðu Sýrlandi flýja undan loftárásum Tyrkja í gær. Vísir/AP Varnarmálaráðuneyti Tyrklands fullyrðir að hersveitir þess hafi náð fyrstu markmiðum sínum í innrásinni á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi sem hófst í gær. Tyrkneski herinn sæki nú lengra inn í Norður-Sýrland. Kúrdar halda því á móti fram að Tyrkjum hafi orðið lítt ágengt þrátt fyrir mikið sprengjuregn. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga til baka bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar, að sögn AP-fréttaveitunnar. Hersveitir Kúrda, Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), gera lítið úr árangri Tyrkja. Tyrkneskir hermenn hafi ekki komist langt á þeim vígstöðvum sem þeir hafi opnað. AP segir að aðstæður á svæðinu geri erfitt um vik að sannreyna fullyrðingar ólíkra fylkinga.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hafi barist af hörðum orrustum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og jafnvel um mannfall óbreyttra borgara. Kúrdíski Rauði hálfmáninn fullyrðir að sjö óbreyttir borgarar í það minnsta hafi fallið, þar á meðal tvö börn. Nítján til viðbótar hafi særst alvarlega, þar á meðal fjögur börn. Þá saka Kúrdar Tyrki um að hafa varpað sprengjum á fangelsi þar sem vígamönnum Ríkis íslams er haldið í Qamishli við landamærin austanverð. Það hafi verið skýr tilraun til að hjálpa þeim að flýja. Reuters-fréttastofan segir að bandarískt herlið, sem hefur haldið sig til hlés á meðan Tyrkir ráðast á bandamenn þess, hafi tekið tvo þekkta liðsmenn Ríkis íslams í sína vörslu og komið þeim úr landi á öruggan stað. Öfgamennirnir eru sagðir koma úr hópi Breta sem bendlaðir hafa verið við morð á vestrænum gíslum. Vestræn ríki óttast um afdrif þúsunda liðsmanna hryðjuverkasamtakanna sem Kúrdar handsömuðu og hafa haldið í bráðabirgðafangelsum í norðanverðu Sýrlandi í innrás Tyrkja. Trump Bandaríkjaforseti lýsti takmörkuðum áhyggjum af því í gær, hryðjuverkamennirnir myndu flýja inn í Evrópu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Tyrklands fullyrðir að hersveitir þess hafi náð fyrstu markmiðum sínum í innrásinni á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi sem hófst í gær. Tyrkneski herinn sæki nú lengra inn í Norður-Sýrland. Kúrdar halda því á móti fram að Tyrkjum hafi orðið lítt ágengt þrátt fyrir mikið sprengjuregn. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga til baka bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar, að sögn AP-fréttaveitunnar. Hersveitir Kúrda, Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), gera lítið úr árangri Tyrkja. Tyrkneskir hermenn hafi ekki komist langt á þeim vígstöðvum sem þeir hafi opnað. AP segir að aðstæður á svæðinu geri erfitt um vik að sannreyna fullyrðingar ólíkra fylkinga.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hafi barist af hörðum orrustum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og jafnvel um mannfall óbreyttra borgara. Kúrdíski Rauði hálfmáninn fullyrðir að sjö óbreyttir borgarar í það minnsta hafi fallið, þar á meðal tvö börn. Nítján til viðbótar hafi særst alvarlega, þar á meðal fjögur börn. Þá saka Kúrdar Tyrki um að hafa varpað sprengjum á fangelsi þar sem vígamönnum Ríkis íslams er haldið í Qamishli við landamærin austanverð. Það hafi verið skýr tilraun til að hjálpa þeim að flýja. Reuters-fréttastofan segir að bandarískt herlið, sem hefur haldið sig til hlés á meðan Tyrkir ráðast á bandamenn þess, hafi tekið tvo þekkta liðsmenn Ríkis íslams í sína vörslu og komið þeim úr landi á öruggan stað. Öfgamennirnir eru sagðir koma úr hópi Breta sem bendlaðir hafa verið við morð á vestrænum gíslum. Vestræn ríki óttast um afdrif þúsunda liðsmanna hryðjuverkasamtakanna sem Kúrdar handsömuðu og hafa haldið í bráðabirgðafangelsum í norðanverðu Sýrlandi í innrás Tyrkja. Trump Bandaríkjaforseti lýsti takmörkuðum áhyggjum af því í gær, hryðjuverkamennirnir myndu flýja inn í Evrópu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01
Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27
Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45