Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 12:54 Frá starfsmannafundinum á Reykjalundi í dag. Vísir/Arnar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. Í yfirlýsingu sem starfsmennirnir undirrituðu að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu segjast þeir hafa miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar. Þeir lögðu niður störf í dag og sendu sjúklinga heim vegna þessa.Í yfirlýsingunni, sem stíluð er á heilbrigðisráðherra, er atburðarás síðstu daga reifuð; forstjóra Reykjalundar var vikið úr starfi í lok september og framkvæmdastjóra lækninga í gær eftir 40 ára starf. Jafnframt er þess getið að þrátt fyrir að Reykjalundur sé í eigu SÍBS og lúti stjórn sambandsins sé stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamnings við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Því gildi lög um heilbrigðisþjónustu um starfsemi Reykjalundar, sem starfsmennirnir telja að stofnunin fullnægi ekki sem fyrr segir.Muni bitna harkalega á sjúklingum „Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa á endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Því fari starfsmennirnir þess á leit við heilbrigðisráðherra að hann grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi „með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt,“ eins og það er orðað. „Við teljum þetta vera nausynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga,“ segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar sem lesa má í heild hér að neðan.Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarVið undirritaður starfsmenn Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS; lýsum yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar.Stjórn stofnunarinnar, sem er í höndum stjórnar SÍBS, vék forstjóra fyrirvaralaust úr starfi í lok september. Í gær var framkvæmdastjóra lækninga vikið úr starfi með sama hætti. Þótt Reykjalundur sé í eigu SÍBS þá er stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamninga við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Um starfsemi Reykjalundar gilda lög um heilbrigðisþjónustu.Við teljum Reykjalund nú vera óstarfhæfur heilbrigðisstofnun sem fullnægir ekki lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnunar.Við höfum miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar.Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegrar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi.Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. Í yfirlýsingu sem starfsmennirnir undirrituðu að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu segjast þeir hafa miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar. Þeir lögðu niður störf í dag og sendu sjúklinga heim vegna þessa.Í yfirlýsingunni, sem stíluð er á heilbrigðisráðherra, er atburðarás síðstu daga reifuð; forstjóra Reykjalundar var vikið úr starfi í lok september og framkvæmdastjóra lækninga í gær eftir 40 ára starf. Jafnframt er þess getið að þrátt fyrir að Reykjalundur sé í eigu SÍBS og lúti stjórn sambandsins sé stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamnings við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Því gildi lög um heilbrigðisþjónustu um starfsemi Reykjalundar, sem starfsmennirnir telja að stofnunin fullnægi ekki sem fyrr segir.Muni bitna harkalega á sjúklingum „Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa á endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Því fari starfsmennirnir þess á leit við heilbrigðisráðherra að hann grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi „með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt,“ eins og það er orðað. „Við teljum þetta vera nausynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga,“ segir í niðurlagi yfirlýsingarinnar sem lesa má í heild hér að neðan.Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarVið undirritaður starfsmenn Reykjalundar, endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS; lýsum yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar.Stjórn stofnunarinnar, sem er í höndum stjórnar SÍBS, vék forstjóra fyrirvaralaust úr starfi í lok september. Í gær var framkvæmdastjóra lækninga vikið úr starfi með sama hætti. Þótt Reykjalundur sé í eigu SÍBS þá er stofnunin rekin á grundvelli þjónustusamninga við heilbrigðisyfirvöld og fjármögnuð með skattfé landsmanna. Um starfsemi Reykjalundar gilda lög um heilbrigðisþjónustu.Við teljum Reykjalund nú vera óstarfhæfur heilbrigðisstofnun sem fullnægir ekki lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnunar.Við höfum miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar og sjúklingum hennar.Við lýsum vantrausti á stjórn Reykjalundar vegna hranalegrar og ómanneskjulegrar framkomu sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan sem gerir stofnunina í raun óstarfhæfa. Fyrirséð er að þetta muni bitna harkalega á skjólstæðingum sem þurfa endurhæfingu á þessari stærstu endurhæfingarstofnun á Íslandi.Við förum þess á leit að heilbrigðisráðherra grípi inn í stöðu mála á Reykjalundi með hverjum þeim hætti sem hann telur sér heimilt. Við teljum þetta vera nauðsynlegt svo ekki hljótist varanlegur skaði af núverandi ástandi fyrir starfsemi Reykjalundar og þjónustu stofnunarinnar í þágu sjúklinga.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55
Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00