Kynferðisbrot og mansal þrífist enn innan friðargæslunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 20:12 Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu. Madeleine Rees er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, WILPF, en hún er stödd hér á landi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Imagine Peace Forum. Hún er lögfræðingur og hóf árið 1998 stöf sem skrifstofustjóri í Bosníu- og Hersegóvínu og vann sem kynjasérfræðingur fyrir mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Ein aðalpersónan í kvikmyndin The Whistleblower byggir á persónu Rees, sem átti stóran þátt í að koma upp um friðargæsluliða og aðra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tóku þátt í mansali, vændi og gerðust sekir um kynferðisofbeldi eftir Bosníustríðið. „Þetta var dæmigerð ringulreið í kjölfar stríðsástands og lögleysa ríkir í landinu,“ segir Rees í samtali við fréttastofu. „Við urðum að komast til botns í þessu til þess að draga úr áhrifum og draga hina seku til ábyrgðar þannig að breyting myndi eiga sér stað. Þessu var ekki beinlínis vel tekið af hálfu vissra afla hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Rees. Enn þann dag í dag, hafi vandinn ekki verið tekinn nógu föstum tökum. „Það er ekki eitt einasta friðargæsluverkefni þar sem kynferðisbrot eða mansal hafa ekki átt sér stað. Aðildarríkin þurfa að leggja fram mannafla í sveitirnar og því taka Sameinuðu þjóðirnar ekki á málinu,“ segir Rees. Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira
Ekkert einasta friðargæsluverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna er laust við spillingu eða ofbeldi af hálfu friðargæsluliða. Þetta segir fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem kom upp um mannréttindabrot friðargæsluliða í Bosníu. Madeleine Rees er framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi, WILPF, en hún er stödd hér á landi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, Imagine Peace Forum. Hún er lögfræðingur og hóf árið 1998 stöf sem skrifstofustjóri í Bosníu- og Hersegóvínu og vann sem kynjasérfræðingur fyrir mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Ein aðalpersónan í kvikmyndin The Whistleblower byggir á persónu Rees, sem átti stóran þátt í að koma upp um friðargæsluliða og aðra starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tóku þátt í mansali, vændi og gerðust sekir um kynferðisofbeldi eftir Bosníustríðið. „Þetta var dæmigerð ringulreið í kjölfar stríðsástands og lögleysa ríkir í landinu,“ segir Rees í samtali við fréttastofu. „Við urðum að komast til botns í þessu til þess að draga úr áhrifum og draga hina seku til ábyrgðar þannig að breyting myndi eiga sér stað. Þessu var ekki beinlínis vel tekið af hálfu vissra afla hjá Sameinuðu þjóðunum,“ segir Rees. Enn þann dag í dag, hafi vandinn ekki verið tekinn nógu föstum tökum. „Það er ekki eitt einasta friðargæsluverkefni þar sem kynferðisbrot eða mansal hafa ekki átt sér stað. Aðildarríkin þurfa að leggja fram mannafla í sveitirnar og því taka Sameinuðu þjóðirnar ekki á málinu,“ segir Rees.
Bosnía og Hersegóvína Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Sjá meira