Þrír létust eftir bílasprengju Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2019 16:46 Reykur í bænum Ras al-Ein í Norður-Sýrlandi fyrr í dag. EPA Að minnsta kosti ellefu óbreyttir borgarar hafa látið lífið í hernaðaraðgerðum Tyrkjahers í norðurhluta Sýrlands. Tugþúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á sama tíma og Tyrkir sækja dýpra inn í landið. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á dögunum að hann hygðist kalla Bandaríkjaher heim frá Sýrlandi og skömmu síðar lét lét Tyrkjaher til skarar skríða í Sýrlandi gegn herliði sýrlenskra kúrda sem hafa verið í broddi fylkingar í aðgerðum gegn samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við þróuninni. Í ringulreiðinni geti skapast svigrúm fyrir Ísis-liða til að rísa úr öskunni. Í dag létust þrír almennir borgarar þegar bílsprengja sprakk á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands en allt bendir til þess að vígamenn íslamska ríkisins hafi staðið að baki árásinni. Sprengjan sprakk í námunda við veitingahús þar sem fjöldi fólks var en þar á meðal blaða- og fréttamenn sem staddir eru í Sýrlandi til að flytja fréttir af hernaðaraðgerðum Tyrkja gegn Kúrdum. Hernaðaraðgerðum Tyrkja hefur víða um heim verið mótmælt en stjórnvöld í Hollandi tilkynntu í dag að þau hygðust hætta vopnaútflutningi til Tyrklands. Hið sama gerðu stjórnvöld í Noregi í gær. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Að minnsta kosti ellefu óbreyttir borgarar hafa látið lífið í hernaðaraðgerðum Tyrkjahers í norðurhluta Sýrlands. Tugþúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á sama tíma og Tyrkir sækja dýpra inn í landið. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á dögunum að hann hygðist kalla Bandaríkjaher heim frá Sýrlandi og skömmu síðar lét lét Tyrkjaher til skarar skríða í Sýrlandi gegn herliði sýrlenskra kúrda sem hafa verið í broddi fylkingar í aðgerðum gegn samtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Sérfræðingar í varnarmálum hafa varað við þróuninni. Í ringulreiðinni geti skapast svigrúm fyrir Ísis-liða til að rísa úr öskunni. Í dag létust þrír almennir borgarar þegar bílsprengja sprakk á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands en allt bendir til þess að vígamenn íslamska ríkisins hafi staðið að baki árásinni. Sprengjan sprakk í námunda við veitingahús þar sem fjöldi fólks var en þar á meðal blaða- og fréttamenn sem staddir eru í Sýrlandi til að flytja fréttir af hernaðaraðgerðum Tyrkja gegn Kúrdum. Hernaðaraðgerðum Tyrkja hefur víða um heim verið mótmælt en stjórnvöld í Hollandi tilkynntu í dag að þau hygðust hætta vopnaútflutningi til Tyrklands. Hið sama gerðu stjórnvöld í Noregi í gær.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00 Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Tyrkir miða á fangelsi sem vista ISIS-liða Landhernaður hafinn í Kúrdahéröðum Sýrlands. Tyrkir hafa þegar náð smábæjum við landamærin og mannfall eykst með hverjum klukkutímanum. 11. október 2019 08:00
Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áforma nú smíði lagafrumvarps sem felur í sér að Tyrkir verði beittir viðskiptaþvingunum vegna innrásárinnar í Kúrdahéruð Sýrlands. 11. október 2019 08:45