Stjórnarflokki Póllands spáð betra gengi í þingkosningunum en í síðustu kosningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2019 21:56 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, (t.v.) og Jarosław Kaczyński, leiðtogi og stofnandi Laga- og réttlætisflokksins (t.h.). EPA/ Radek Pietruszka Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. Fráþessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Samkvæmt útgönguspánni mun Laga- og réttlætisflokkurinn fá 43,6% atkvæða sem myndi tryggja flokknum 239 af 460 þingsætum í neðri deild pólska þingsins. Stjórnarandstöðuflokknum Borgaralegu stefnunni er spáð 24,1% atkvæða, sem jafngildir 130 þingsætum en það er líklegast ekki nóg til að mynda samsteypustjórn stjórnarandstöðuflokka og þar með koma í veg fyrir að Laga- og réttlætisflokkurinn verði aftur í ríkisstjórn. Einhverjir hafa þó bent á að pólskar útgönguspár hafa ekki veriðáreiðanlegar, þar á meðal útgönguspáin fyrir Evrópuþingskosningarnar fyrr áþessu ári. Þá geti minnstu breytingar í atkvæðafjölda haft áhrif á fjölda þingsæta fyrir hvern flokk. Ef útgönguspár standast mun það hins vegar vera stór sigur fyrir Laga- og réttlætisflokkinn en í síðustu þingkosningum, árið 2015, hlaut hann 37,6% atkvæða en þá var einnig mun minni kosningaþátttaka. Stemningin á kosningavöku flokksins var gríðarleg þegar útgönguspár voru kynntar og kyrjuðu stuðningsmenn flokksins nafn Jaroslaw Kaczynski, leiðtoga og stofnanda flokksins, Standist útgönguspár verður mikill sigur hjá vinstri mönnum í Póllandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum Lewica, sem er samsteypuflokkur vinstriflokka, en samkvæmt útgönguspám hlaut hann 11,9% fylgi og mun fá 43 sæti áþingi. Engir vinstri flokkar hafa veriðá pólska þinginu síðastliðin fjögur ár. Í kosningunum 2015 buðu nokkrir smáir vinstriflokkar fram lista en enginn þeirra fékk nægilega mörg atkvæði til að komast inn áþing. Þá mun Konfederacja, samsteypuflokkur öfga-hægrimanna og róttækra þjóðernishópa, fá 6,4% atkvæða og komast inn áþing og fáþar 13 sæti en flokkar þurfa minnst 5% atkvæða til að fá sæti áþingi. Einn leiðtoga Konfederacja, Janusz Korwin-Mikke, hefur hlotið mikinn stuðning meðal yngstu kjósenda landsins. Hann er fyrrverandi hermaður og þingmaður á Evrópuþinginu og er hann best þekktur utan Póllands fyrir að telja konur ekki nægilegar vitsmunaverur til að eiga að fá að kjósa. Kosningaþátttakan er talin 61,6%, sem er töluverð aukning síðan 2015 þegar aðeins 50% kjósenda tóku þátt í kosningunum. Ef þetta stenst verður þetta besta kosningaþátttaka í Póllandi frá falli kommúnismans árið 1989. Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Allt bendir til þess að stjórnarflokkur Póllands, Laga- og réttlætisflokkurinn, muni vinna þingkosningar þar í lagi og þar með tryggja sér annað fjögurra ára kjörtímabil sem stjórnarflokkur, samkvæmt útgönguspám sem voru birtar þegar kjörstaðir lokuðu á sunnudagskvöld. Fráþessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Samkvæmt útgönguspánni mun Laga- og réttlætisflokkurinn fá 43,6% atkvæða sem myndi tryggja flokknum 239 af 460 þingsætum í neðri deild pólska þingsins. Stjórnarandstöðuflokknum Borgaralegu stefnunni er spáð 24,1% atkvæða, sem jafngildir 130 þingsætum en það er líklegast ekki nóg til að mynda samsteypustjórn stjórnarandstöðuflokka og þar með koma í veg fyrir að Laga- og réttlætisflokkurinn verði aftur í ríkisstjórn. Einhverjir hafa þó bent á að pólskar útgönguspár hafa ekki veriðáreiðanlegar, þar á meðal útgönguspáin fyrir Evrópuþingskosningarnar fyrr áþessu ári. Þá geti minnstu breytingar í atkvæðafjölda haft áhrif á fjölda þingsæta fyrir hvern flokk. Ef útgönguspár standast mun það hins vegar vera stór sigur fyrir Laga- og réttlætisflokkinn en í síðustu þingkosningum, árið 2015, hlaut hann 37,6% atkvæða en þá var einnig mun minni kosningaþátttaka. Stemningin á kosningavöku flokksins var gríðarleg þegar útgönguspár voru kynntar og kyrjuðu stuðningsmenn flokksins nafn Jaroslaw Kaczynski, leiðtoga og stofnanda flokksins, Standist útgönguspár verður mikill sigur hjá vinstri mönnum í Póllandi og þá sérstaklega stuðningsmönnum Lewica, sem er samsteypuflokkur vinstriflokka, en samkvæmt útgönguspám hlaut hann 11,9% fylgi og mun fá 43 sæti áþingi. Engir vinstri flokkar hafa veriðá pólska þinginu síðastliðin fjögur ár. Í kosningunum 2015 buðu nokkrir smáir vinstriflokkar fram lista en enginn þeirra fékk nægilega mörg atkvæði til að komast inn áþing. Þá mun Konfederacja, samsteypuflokkur öfga-hægrimanna og róttækra þjóðernishópa, fá 6,4% atkvæða og komast inn áþing og fáþar 13 sæti en flokkar þurfa minnst 5% atkvæða til að fá sæti áþingi. Einn leiðtoga Konfederacja, Janusz Korwin-Mikke, hefur hlotið mikinn stuðning meðal yngstu kjósenda landsins. Hann er fyrrverandi hermaður og þingmaður á Evrópuþinginu og er hann best þekktur utan Póllands fyrir að telja konur ekki nægilegar vitsmunaverur til að eiga að fá að kjósa. Kosningaþátttakan er talin 61,6%, sem er töluverð aukning síðan 2015 þegar aðeins 50% kjósenda tóku þátt í kosningunum. Ef þetta stenst verður þetta besta kosningaþátttaka í Póllandi frá falli kommúnismans árið 1989.
Pólland Tengdar fréttir Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Stuðningur við hægriflokkinn í nýjum hæðum Hægriflokkurinn Lög og regla mælist nú 47 prósent í aðdraganda pólsku kosninganna 13. október næstkomandi. Flokkurinn vann stórsigur í Evrópukosningunum í vor og fékk 45,5 prósent. 11. september 2019 07:45
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35