Plast vegur þyngra en fiskar Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 14. október 2019 20:31 Vissir þú að 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir síðan plast var fyrst kynnt til sögunnar um miðja síðustu öld? Rúmlega 90% af því plasti sem er framleitt, er ekki endurunnið og það tekur plast mörg hundruð og jafnvel þúsundir ára að brotna niður. Á hverju ári fara a.m.k. 8 milljónir tonna af plasti í hafið. Það jafngildir því að tæma fullan farm af vörubíl í sjóinn á hverri mínútu. Áætlað er að þettta magn aukist í tvo vörubíla á mínútu árið 2030 og fjögur hlöss á mínútu árið 2050. Ef plastmengun verður ekki stöðvuð, mun plast í hafinu vega meira en allir fiskarnir í sama sjó árið 2050. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í forgrunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Mikilvægt er að hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og við sem þjóð þurfum að tryggja að þessi mál séu eins og best verður á kosið. Fimmtudaginn 17. október stendur FENÚR – fagráð um endurnýtingu og úrgang - fyrir ráðstefnu þar sem umfjöllunarefnið verður plast. Hver er staðan og hvert stefnum við sem þjóð? Einn helsti sérfræðingur í málefnum plasts, Paul Rendle-Barnes, verður sérstakur gestur á ráðstefnunni en hann þekkir vel til þessara mála. Hann hefur mikla þekkingu á því hvað er að gerast á alþjóðlegum vettvangi og hefur m.a. verið ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hvað erum við að gera við plastið og hvaða leiðir eru í boði? Stöndum við Íslendingar okkur vel þegar kemur að umhverfis- og úrgangsmálum. Er einhver nýsköpun í gangi? Er urðunarskattur góð hugmynd? Hvað er atvinnulífið að gera, hvað segja stjórnvöld og hvar liggja tækifærin? Þessum spurningum og miklu fleirum ætlum við að reyna að svara á ráðstefnu FENÚR þann 17. október milli kl.13.00 – 17.00 á Hótel Örk í Hveragerði. Skráning á fenur@fenur.is. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri FENÚR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Sorpa Umhverfismál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Sjá meira
Vissir þú að 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir síðan plast var fyrst kynnt til sögunnar um miðja síðustu öld? Rúmlega 90% af því plasti sem er framleitt, er ekki endurunnið og það tekur plast mörg hundruð og jafnvel þúsundir ára að brotna niður. Á hverju ári fara a.m.k. 8 milljónir tonna af plasti í hafið. Það jafngildir því að tæma fullan farm af vörubíl í sjóinn á hverri mínútu. Áætlað er að þettta magn aukist í tvo vörubíla á mínútu árið 2030 og fjögur hlöss á mínútu árið 2050. Ef plastmengun verður ekki stöðvuð, mun plast í hafinu vega meira en allir fiskarnir í sama sjó árið 2050. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í forgrunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Mikilvægt er að hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerfi og við sem þjóð þurfum að tryggja að þessi mál séu eins og best verður á kosið. Fimmtudaginn 17. október stendur FENÚR – fagráð um endurnýtingu og úrgang - fyrir ráðstefnu þar sem umfjöllunarefnið verður plast. Hver er staðan og hvert stefnum við sem þjóð? Einn helsti sérfræðingur í málefnum plasts, Paul Rendle-Barnes, verður sérstakur gestur á ráðstefnunni en hann þekkir vel til þessara mála. Hann hefur mikla þekkingu á því hvað er að gerast á alþjóðlegum vettvangi og hefur m.a. verið ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Hvað erum við að gera við plastið og hvaða leiðir eru í boði? Stöndum við Íslendingar okkur vel þegar kemur að umhverfis- og úrgangsmálum. Er einhver nýsköpun í gangi? Er urðunarskattur góð hugmynd? Hvað er atvinnulífið að gera, hvað segja stjórnvöld og hvar liggja tækifærin? Þessum spurningum og miklu fleirum ætlum við að reyna að svara á ráðstefnu FENÚR þann 17. október milli kl.13.00 – 17.00 á Hótel Örk í Hveragerði. Skráning á fenur@fenur.is. Vertu með!Höfundur er framkvæmdastjóri FENÚR.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar