Ótímabærar og óhóflegar friðlýsingar umhverfisráðherra Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 15. október 2019 07:00 Það hefur ekki dulist nokkrum sem hefur fylgst með gangi þjóðfélagsmála að umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson er í friðunarherferð langt umfram meðalhóf og nauðsyn. Friðlýsingar þessar þarf ekki að bera undir Alþingi eða ríkisstjórn, heldur er þetta vald eingöngu í höndum ráðherra sjálfs að því er virðist. Ráðherra er m.a. að friða orkukosti sem voru í verndarflokki í Rammaáætlun II. Nú friðar ráðherrann ekki bara orkukostina sem voru metnir í verndarflokk heldur að auki áhrifasvæði þeirra í heild sinni. Velta má því fyrir sér út frá umfangi verkefnisins hjá honum, hvort ekki væri skynsamlegt að staldra aðeins við og fá álit fleiri aðila. Því hvað er verið að gera? Oft á tíðum og út frá boðuðum hugmyndum ráðherrans er verið að friðlýsa svæði sem eru til þess fallin að hægt sé að nýta þau með sjálfbærum hætti í framtíðinni til dæmis til orkuvinnslu eða lagningu lína til að flytja raforku. Það er morgunljóst að þær áætlanir sem uppi eru um friðlýsingu einstakra svæða og hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð munu koma í veg fyrir frekari framþróun á sviði orkunýtingar víða um land og ekki síður enn mikilvægari þætti sem er lagning flutningslína milli þéttbýlissvæða og landshluta.Loftslagsmál eru „global en ekki local“ Íbúar á norðausturhluta landsins hafa ekki farið varhluta af óþægindum þeim sem skapast hafa vegna þess að línur Landsnets hafa ekki flutningsgetu til þess að flytja orku á milli staða og ekki er framleidd nægilega mikil orka á viðkomandi svæðum til að anna eftirspurn. Hefur þetta valdið því að spennufall verður í þéttbýlisstöðum, með tilheyrandi tjóni fyrir íbúa og atvinnulíf. Þar sem tæki skemmast og framleiðsla stöðvast. Einnig hefur ekki verið hægt að keyra fiskbræðslur Austanlands á rafmagni af eins miklum mætti og hægt hefði verið ef flutningskerfið væri sterkt og magn raforku í kerfinu væri nægjanlegt. Það er all sérstakt á tímum loftslagsbreytinga að ekki sé unnið að því hörðum höndum að auðvelda lagningu lína og nýta sjálfbæra orkukosti til þess að takast á við þennan alheimsvanda. Loftslagsmál eru nefnilega ekki „local mál“ okkar Íslendinga heldur „global mál“ heimsins og það má ætla að betra sé að framleiða vörur með sjálfbærri orku á Íslandi en kolum í Kína eða gasi í Sádi-Arabíu. Með framleiðslu sjálfbærrar orku er hægt að búa til störf fyrir fólkið í landinu og hagvöxt fyrir efnahaginn.Göngum hægt um gleðinnar dyr Ef við Íslendingar ætlum að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að loftslagsmálum þurfum við að hugsa fram í tímann og huga að þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma. Við þurfum að hugsa til þess að eiga nægt rafmagn til að knýja samgönguflotann í þeim orkuskiptum sem þar munu fara fram. Nægjanleg orka þarf að vera til staðar fyrir atvinnulífið í landinu. Það er mikilvægt, sérstaklega með tilliti til þess að við getum lagt okkar af mörkum í þeirri stóru mynd sem snýr að framleiðslu vara með endurnýjanlegri orku. Ef fram heldur sem horfir mun það hins vegar verða mjög erfitt því unnið er að því markvisst að friða alla vænlegustu virkjanakosti landsins og ekki síður vegna þess að lagaumhverfið gerir það erfitt að leggja línur án margra ára baráttu við landeigendur og þrýstihópa. Það er spurning hvenær verið er að taka meiri hagsmuni fyrir minni, því það er ekki alltaf víst að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman.Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri, formaður stjórnar Norðurorku og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki dulist nokkrum sem hefur fylgst með gangi þjóðfélagsmála að umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson er í friðunarherferð langt umfram meðalhóf og nauðsyn. Friðlýsingar þessar þarf ekki að bera undir Alþingi eða ríkisstjórn, heldur er þetta vald eingöngu í höndum ráðherra sjálfs að því er virðist. Ráðherra er m.a. að friða orkukosti sem voru í verndarflokki í Rammaáætlun II. Nú friðar ráðherrann ekki bara orkukostina sem voru metnir í verndarflokk heldur að auki áhrifasvæði þeirra í heild sinni. Velta má því fyrir sér út frá umfangi verkefnisins hjá honum, hvort ekki væri skynsamlegt að staldra aðeins við og fá álit fleiri aðila. Því hvað er verið að gera? Oft á tíðum og út frá boðuðum hugmyndum ráðherrans er verið að friðlýsa svæði sem eru til þess fallin að hægt sé að nýta þau með sjálfbærum hætti í framtíðinni til dæmis til orkuvinnslu eða lagningu lína til að flytja raforku. Það er morgunljóst að þær áætlanir sem uppi eru um friðlýsingu einstakra svæða og hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð munu koma í veg fyrir frekari framþróun á sviði orkunýtingar víða um land og ekki síður enn mikilvægari þætti sem er lagning flutningslína milli þéttbýlissvæða og landshluta.Loftslagsmál eru „global en ekki local“ Íbúar á norðausturhluta landsins hafa ekki farið varhluta af óþægindum þeim sem skapast hafa vegna þess að línur Landsnets hafa ekki flutningsgetu til þess að flytja orku á milli staða og ekki er framleidd nægilega mikil orka á viðkomandi svæðum til að anna eftirspurn. Hefur þetta valdið því að spennufall verður í þéttbýlisstöðum, með tilheyrandi tjóni fyrir íbúa og atvinnulíf. Þar sem tæki skemmast og framleiðsla stöðvast. Einnig hefur ekki verið hægt að keyra fiskbræðslur Austanlands á rafmagni af eins miklum mætti og hægt hefði verið ef flutningskerfið væri sterkt og magn raforku í kerfinu væri nægjanlegt. Það er all sérstakt á tímum loftslagsbreytinga að ekki sé unnið að því hörðum höndum að auðvelda lagningu lína og nýta sjálfbæra orkukosti til þess að takast á við þennan alheimsvanda. Loftslagsmál eru nefnilega ekki „local mál“ okkar Íslendinga heldur „global mál“ heimsins og það má ætla að betra sé að framleiða vörur með sjálfbærri orku á Íslandi en kolum í Kína eða gasi í Sádi-Arabíu. Með framleiðslu sjálfbærrar orku er hægt að búa til störf fyrir fólkið í landinu og hagvöxt fyrir efnahaginn.Göngum hægt um gleðinnar dyr Ef við Íslendingar ætlum að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að loftslagsmálum þurfum við að hugsa fram í tímann og huga að þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma. Við þurfum að hugsa til þess að eiga nægt rafmagn til að knýja samgönguflotann í þeim orkuskiptum sem þar munu fara fram. Nægjanleg orka þarf að vera til staðar fyrir atvinnulífið í landinu. Það er mikilvægt, sérstaklega með tilliti til þess að við getum lagt okkar af mörkum í þeirri stóru mynd sem snýr að framleiðslu vara með endurnýjanlegri orku. Ef fram heldur sem horfir mun það hins vegar verða mjög erfitt því unnið er að því markvisst að friða alla vænlegustu virkjanakosti landsins og ekki síður vegna þess að lagaumhverfið gerir það erfitt að leggja línur án margra ára baráttu við landeigendur og þrýstihópa. Það er spurning hvenær verið er að taka meiri hagsmuni fyrir minni, því það er ekki alltaf víst að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman.Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri, formaður stjórnar Norðurorku og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun