Læknar án landamæra flýja undan innrás Tyrklands Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2019 16:49 Loftárásir hafa komið verulega niður á almennum borgurum. AP/Lefteris Pitarakis Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en ekkert annað hafi verið í boði. Ljóst sé að þörf íbúa svæðisins sé gífurleg. Frá níunda október hafi hjálparstarfsmenn þurft að flýja átök í sjö bæjum og borgum.Mikill hraði vendinga á átakasvæðinu gerði samtökunum ómögulegt að veita íbúum þjónustu. „Fólk norðausturhluta Sýrlands hefur þegar þurft að þola átök og óvissu um árabil. Þessar nýjustu vendingar hafa einungis aukið þörfina á mannúðaraðstoð en þrátt fyrir það er ómögulegt að veita hana vegna mikils óöryggis,“ er haft eftir Robert Onus, yfirmanni MSF í Sýrlandi. Samtökin hafa ekki aðeins verið að veita læknisaðstoð heldur var verið að útvega þúsundum þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín, teppi, vatn og aðrar nauðsynjar. Í gærkvöldi áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um 160 þúsund manns hefðu þurft að flýja heimili sín. BREAKING: Due to the volatile situation in northeast #Syria, MSF has been forced to suspend the majority of its activities and evacuate all international staff from the region as their safety cannot be guaranteed.https://t.co/n4nglUNFIm— MSF UK Press Office (@MSF_Press) October 15, 2019 Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Hjálparstarfsmenn Læknar án landamæra ætla að yfirgefa norðausturhluta Sýrlands. Sú ákvörðun hefur verið tekin að stöðva nánast alla starfsemi samtakanna á svæðinu þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna samtakanna vegna innrásar Tyrkja. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en ekkert annað hafi verið í boði. Ljóst sé að þörf íbúa svæðisins sé gífurleg. Frá níunda október hafi hjálparstarfsmenn þurft að flýja átök í sjö bæjum og borgum.Mikill hraði vendinga á átakasvæðinu gerði samtökunum ómögulegt að veita íbúum þjónustu. „Fólk norðausturhluta Sýrlands hefur þegar þurft að þola átök og óvissu um árabil. Þessar nýjustu vendingar hafa einungis aukið þörfina á mannúðaraðstoð en þrátt fyrir það er ómögulegt að veita hana vegna mikils óöryggis,“ er haft eftir Robert Onus, yfirmanni MSF í Sýrlandi. Samtökin hafa ekki aðeins verið að veita læknisaðstoð heldur var verið að útvega þúsundum þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín, teppi, vatn og aðrar nauðsynjar. Í gærkvöldi áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um 160 þúsund manns hefðu þurft að flýja heimili sín. BREAKING: Due to the volatile situation in northeast #Syria, MSF has been forced to suspend the majority of its activities and evacuate all international staff from the region as their safety cannot be guaranteed.https://t.co/n4nglUNFIm— MSF UK Press Office (@MSF_Press) October 15, 2019
Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Formaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld gagnrýni Bandaríkin með afdráttarlausum hætti fyrir þátt þeirra í því að Tyrkir réðust inn í Norður-Sýrland. 14. október 2019 12:17
Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45
Trump ræddi við Erdogan í síma Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna greindi frá símtali Trumps og Erdogan og sagðist sjálfur ætla að heimsækja Sýrland á allra næstu dögum til að lægja ófriðaröldurnar. 15. október 2019 07:27
Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30
Trump boðar viðskiptaþvinganir gegn Tyrkjum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla að beita viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum vegna hernaðaraðgerða þeirra í sýrlenskum landamæraborgum. 14. október 2019 20:05