Samtök iðnaðarins vilja rjúfa eignartengsl Landsvirkjunar og Landsnets Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 12:14 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignarhald á milli Landsnets og Landsvirkjunar og að kaupendur raforku geti selt umframorku aftur inn á dreifikerfið. Samtökin kynntu níu tillögur til að auka samkeppni á raforkumarkaði á fundi í Hörpu í morgun. Í tillögunum sem Samtök iðnaðarins kynnti í morgun segir meðal annars að tryggja þurfi samkeppnishæft raforkuverð við önnur lönd með endurgreiðslum á grundvelli umhverfissjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Hið opinbera setji eigendastefnu fyrir starfsemi raforkufyrirtækja í opinberri eigu. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Það þekkist víða í Bandaríkjunum og sjálfsagt annars staðar að kaupendur orku sem nýta hana ekki til fulls geti selt umfram orkuna inn á landsnetið.. Samtök iðnaðarins leggja til að það verði einnig heimilt hér. Þarna sé verið að hugsa bæði um stórnotendur og millistóra notendur. Þetta gæti til að mynda átt við um álverin sem kaupi mikla orku. „Raforka er skilgreind sem vara. Þeir sem sitja á henni geti þá nýtt hana og selt hana til annarra í stað þess að hún detti niður hjá þeim sem nýta,“ segir Guðrún. Í dag sé um fimm prósenta tap á orku í kerfinu auk þess sem tapist hjá fyrirtækjum sem eigi umframorku. „Og við eigum auðvitað að nýta vel þær auðlindir og þau verðmæti sem við sitjum á. Þetta er liður í því,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum þá meðal annars í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra. Orkumál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Samtök iðnaðarins hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignarhald á milli Landsnets og Landsvirkjunar og að kaupendur raforku geti selt umframorku aftur inn á dreifikerfið. Samtökin kynntu níu tillögur til að auka samkeppni á raforkumarkaði á fundi í Hörpu í morgun. Í tillögunum sem Samtök iðnaðarins kynnti í morgun segir meðal annars að tryggja þurfi samkeppnishæft raforkuverð við önnur lönd með endurgreiðslum á grundvelli umhverfissjónarmiða vegna nýtingar á grænni orku. Hið opinbera setji eigendastefnu fyrir starfsemi raforkufyrirtækja í opinberri eigu. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður samtakanna segir þau hvetja stjórnvöld til að rjúfa eignartengsl milli Landsnets, sem dreifir raforkunni, og Landsvirkjunar sem er stærsti roforkuframleiðandi landsins. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Það þekkist víða í Bandaríkjunum og sjálfsagt annars staðar að kaupendur orku sem nýta hana ekki til fulls geti selt umfram orkuna inn á landsnetið.. Samtök iðnaðarins leggja til að það verði einnig heimilt hér. Þarna sé verið að hugsa bæði um stórnotendur og millistóra notendur. Þetta gæti til að mynda átt við um álverin sem kaupi mikla orku. „Raforka er skilgreind sem vara. Þeir sem sitja á henni geti þá nýtt hana og selt hana til annarra í stað þess að hún detti niður hjá þeim sem nýta,“ segir Guðrún. Í dag sé um fimm prósenta tap á orku í kerfinu auk þess sem tapist hjá fyrirtækjum sem eigi umframorku. „Og við eigum auðvitað að nýta vel þær auðlindir og þau verðmæti sem við sitjum á. Þetta er liður í því,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum þá meðal annars í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra.
Orkumál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira