Tíminn senn á þrotum fyrir Johnson 16. október 2019 19:15 Boris Johnson, breski forsætisráðherrann. AP/Matt Dunham Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundar í Brussel á morgun. Þetta er síðasti fundur leiðtogaráðsins fyrir settan útgöngudag Bretlands úr sambandinu en vonast er til þess að í kvöld liggi fyrir hvort nýr útgöngusamningur náist. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þarf að ná útgöngusamningi í gegnum þingið í síðasta lagi á laugardag. Annars þarf hann að biðja Evrópusambandið um að útgöngu verði frestað enn á ný. Það er því mikið undir fyrir Johnson í samningaviðræðunum, enda lofaði hann því að fresta útgöngu ekki þegar hann sóttist eftir leiðtogasæti Íhaldsflokksins í sumar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í dag að hann hafi verið afar bjartsýnn í gær allt þar til breska samninganefndin fékk nokkra bakþanka. Kvaðst þó vongóður um að staðan myndi skýrast sem fyrst. „Það ætti allt að skýrast á næstu sjö til átta klukkustundum. Viðræður standa yfir. Ég vonaðist eftir því í morgun að við myndum fá fullsmíðaðan texta nýs útgöngusamnings,“ sagði Tusk fyrr í dag. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, upplýsti framkvæmdastjórn sambandsins um gang mála í dag. En leiðtogaráðið kemur saman til fundar á morgun og vonast til þess að geta lagt lokahönd á nýtt samkomulag. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagðist bjartsýnn þótt nokkur ljón væru enn í veginum. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundar í Brussel á morgun. Þetta er síðasti fundur leiðtogaráðsins fyrir settan útgöngudag Bretlands úr sambandinu en vonast er til þess að í kvöld liggi fyrir hvort nýr útgöngusamningur náist. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þarf að ná útgöngusamningi í gegnum þingið í síðasta lagi á laugardag. Annars þarf hann að biðja Evrópusambandið um að útgöngu verði frestað enn á ný. Það er því mikið undir fyrir Johnson í samningaviðræðunum, enda lofaði hann því að fresta útgöngu ekki þegar hann sóttist eftir leiðtogasæti Íhaldsflokksins í sumar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í dag að hann hafi verið afar bjartsýnn í gær allt þar til breska samninganefndin fékk nokkra bakþanka. Kvaðst þó vongóður um að staðan myndi skýrast sem fyrst. „Það ætti allt að skýrast á næstu sjö til átta klukkustundum. Viðræður standa yfir. Ég vonaðist eftir því í morgun að við myndum fá fullsmíðaðan texta nýs útgöngusamnings,“ sagði Tusk fyrr í dag. Michel Barnier, sem leiðir samninganefnd ESB, upplýsti framkvæmdastjórn sambandsins um gang mála í dag. En leiðtogaráðið kemur saman til fundar á morgun og vonast til þess að geta lagt lokahönd á nýtt samkomulag. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagðist bjartsýnn þótt nokkur ljón væru enn í veginum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira