Pestir og flensur Teitur Guðmundsson skrifar 17. október 2019 09:00 Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn! Hiti hækkar skyndilega og það er best að koma sér heim og upp í rúm bara, já, fá að vera í friði og liggja þetta úr sér. Algengast er að slíkt læðist aftan að manni án fyrirvara og yfirleitt þegar maður hefur akkúrat engan tíma til að vera veikur. Í umræðunni er oft talað um flensu, það er nokkurs konar samheiti almennings yfir umgangspestir sem herja á okkur frá hausti og yfir vetrartímann. Þær geta verið skæðar og lagt mann í rúmið í marga daga þess vegna, en slíkar pestir eru yfirleitt á grundvelli veirusýkinga. Þær eru algengasta form sýkla sem ráðast á mannslíkamann og við þeim eigum við litlar varnir í formi sýklalyfja. Tegundir veirusýkinga eru æði margar og einkenni keimlík; til viðbótar við það sem ég nefndi að ofan eru hósti, nefrennsli, hálsbólga og hæsi svo dæmi séu tekin. Það hefur oftast nær lítinn tilgang að reyna að átta sig á þeim frekar nema undir sérstökum kringumstæðum. Líkaminn lagar þetta af sjálfu sér og það besta er að hann man við hverja hann hefur barist áður svo við veikjumst ekki aftur af sömu veirunni. Þegar læknar tala um flensu er það stytting á orðinu „inflúensa“ sem er ákveðin tegund veirusýkingar sem kemur árlega. Yfirleitt í nýjum búningi hverju sinni svo okkur er hætt við að smitast af henni á hverju ári upp á nýtt. Munurinn á inflúensu og hefðbundnum umgangspestum er í stuttu máli að hún er öflugri ef svo mætti kalla, henni fylgir lengra veikindatímabil og einstaklingar eru einnig veikari almennt þegar þeir fá hana. Þannig má segja að það sé meiri hætta á fylgikvillum og erfiðari sýkingum eins og lungnabólgu, nýrnabilun og lifrarvanda til viðbótar við sýkinguna sjálfa. Á meðan minniháttar veirupestir eru mestmegnis á haust- og vetrarmánuðum, jafnvel fram á vorið, er inflúensan yfirleitt að koma í kringum áramót og ná hámarki í janúar, febrúar. Inflúensa hefur valdið miklum usla í gegnum tíðina og hafa heimsfaraldrar brotist út sem hafa kostað milljónir mannslífa líkt og spænska veikin árið 1918. Nokkrir stærri faraldrar hafa komið upp á seinni tímum sem þó hafa ekki verið jafn mannskæðir, t.a.m. 1957, 1978 og núna síðast árið 2009 þegar alheimsviðbragði var lýst yfir vegna nýrrar inflúensuveiru, svokallaðrar svínaflensu. Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, því er mikilvægt að verjast henni. Smitleiðir eru í gegnum dropa og snertismit og til að hindra útbreiðslu almennt er ráðlagt að hósta eða hnerra í bréfþurrkur, henda þeim í ruslið, þvo sér um hendur og ef maður er veikur að halda sig heima við. Þá er einnig skynsamlegt að láta bólusetja sig. Bóluefni er almennt ráðlagt þeim sem eru í áhættuhópum, en til þeirra má telja alla sem eru eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum, hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbældir eða á slíkri meðferð. Þess utan er talsvert bólusett á vinnustöðum og hjá almenningi til að hindra keðjuverkandi veikindi. Heilbrigðisstarfsmenn eru sérstaklega hvattir til bólusetningar. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi hingað til verið virkir og látið bólusetja sig og þannig komið í veg fyrir óþarfa veikindi. Því hvet ég þá sem hafa hug á slíku að skrá sig til bólusetningar nú í haust og minnka líkurnar á smiti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn! Hiti hækkar skyndilega og það er best að koma sér heim og upp í rúm bara, já, fá að vera í friði og liggja þetta úr sér. Algengast er að slíkt læðist aftan að manni án fyrirvara og yfirleitt þegar maður hefur akkúrat engan tíma til að vera veikur. Í umræðunni er oft talað um flensu, það er nokkurs konar samheiti almennings yfir umgangspestir sem herja á okkur frá hausti og yfir vetrartímann. Þær geta verið skæðar og lagt mann í rúmið í marga daga þess vegna, en slíkar pestir eru yfirleitt á grundvelli veirusýkinga. Þær eru algengasta form sýkla sem ráðast á mannslíkamann og við þeim eigum við litlar varnir í formi sýklalyfja. Tegundir veirusýkinga eru æði margar og einkenni keimlík; til viðbótar við það sem ég nefndi að ofan eru hósti, nefrennsli, hálsbólga og hæsi svo dæmi séu tekin. Það hefur oftast nær lítinn tilgang að reyna að átta sig á þeim frekar nema undir sérstökum kringumstæðum. Líkaminn lagar þetta af sjálfu sér og það besta er að hann man við hverja hann hefur barist áður svo við veikjumst ekki aftur af sömu veirunni. Þegar læknar tala um flensu er það stytting á orðinu „inflúensa“ sem er ákveðin tegund veirusýkingar sem kemur árlega. Yfirleitt í nýjum búningi hverju sinni svo okkur er hætt við að smitast af henni á hverju ári upp á nýtt. Munurinn á inflúensu og hefðbundnum umgangspestum er í stuttu máli að hún er öflugri ef svo mætti kalla, henni fylgir lengra veikindatímabil og einstaklingar eru einnig veikari almennt þegar þeir fá hana. Þannig má segja að það sé meiri hætta á fylgikvillum og erfiðari sýkingum eins og lungnabólgu, nýrnabilun og lifrarvanda til viðbótar við sýkinguna sjálfa. Á meðan minniháttar veirupestir eru mestmegnis á haust- og vetrarmánuðum, jafnvel fram á vorið, er inflúensan yfirleitt að koma í kringum áramót og ná hámarki í janúar, febrúar. Inflúensa hefur valdið miklum usla í gegnum tíðina og hafa heimsfaraldrar brotist út sem hafa kostað milljónir mannslífa líkt og spænska veikin árið 1918. Nokkrir stærri faraldrar hafa komið upp á seinni tímum sem þó hafa ekki verið jafn mannskæðir, t.a.m. 1957, 1978 og núna síðast árið 2009 þegar alheimsviðbragði var lýst yfir vegna nýrrar inflúensuveiru, svokallaðrar svínaflensu. Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, því er mikilvægt að verjast henni. Smitleiðir eru í gegnum dropa og snertismit og til að hindra útbreiðslu almennt er ráðlagt að hósta eða hnerra í bréfþurrkur, henda þeim í ruslið, þvo sér um hendur og ef maður er veikur að halda sig heima við. Þá er einnig skynsamlegt að láta bólusetja sig. Bóluefni er almennt ráðlagt þeim sem eru í áhættuhópum, en til þeirra má telja alla sem eru eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum, hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbældir eða á slíkri meðferð. Þess utan er talsvert bólusett á vinnustöðum og hjá almenningi til að hindra keðjuverkandi veikindi. Heilbrigðisstarfsmenn eru sérstaklega hvattir til bólusetningar. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi hingað til verið virkir og látið bólusetja sig og þannig komið í veg fyrir óþarfa veikindi. Því hvet ég þá sem hafa hug á slíku að skrá sig til bólusetningar nú í haust og minnka líkurnar á smiti.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun