Segir þetta dæmigert fyrir innræti þessara manna Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2019 14:22 Þó Inga sé brosmild á þessari mynd er jóst er að brotthvarf þeirra Ólafs Inga og Karls Gauta úr Flokki fólks og yfir í Miðflokkinn hefur valdið margvíslegum vanda. „Ég vil sem minnst um þetta segja. Augljóst hvað hér er á ferð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.Í gær var greint frá því að Ólafur Ísleifsson, áður þingmaður Flokks fólksins nú þingmaður Miðflokksins, hafi verið frá störfum vegna veikinda. Ólafur hefur þó ekki séð ástæðu til að kalla inn varamann í sinn stað en það myndi þá þýða að fulltrúi Flokks fólksins, borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir, kæmi inn á þingið. Inga segir að því miður séu reglurnar þannig, að fari menn úr flokki taki þeir þingmannsstólinn með sér, þó þeir séu kosnir inn sem þingmenn tiltekins stjórnmálaafls. Þetta setur fyrirkomulagið allt í annarlegt samhengi.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar en fundurinn sá dró dilk á eftir sér. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Svona eru reglurnar því miður. Karl Gauti Hjaltason situr til dæmis sem fastast í sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd og sér greinilega ekki ástæðu til að segja sig frá því og um leið gera okkur kleift að tilnefna okkar fulltrúa þangað inn. Miðflokkurinn er almennt ekki að velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að kalla inn varamenn eins og sést augljóslega á Alþingisvefnum.“ Inga kannast við að þetta megi kenna við bolabrögð á vellinum. „Þetta segir allt sem segja þarf um innræti þessara manna. Það þarf ekki Klausturbar til.“ Formaður flokksins lýsir sig algerlega sammála þeirri skoðun að þegar um flokkaflakkara sé að ræða þá eigi þeir að hverfa af þingi. Þeir eru kosnir inn á ákveðnum forsendum og þetta riðli grundvallarhugmyndum sem að baki fyrirkomulaginu búa. En, þrátt fyrir þessi meintu bolabrögð þá eykur Miðflokkurinn fylgi sitt? „Ég passa á það. Ég einfaldlega er orðlaus hvað það varðar,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég vil sem minnst um þetta segja. Augljóst hvað hér er á ferð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.Í gær var greint frá því að Ólafur Ísleifsson, áður þingmaður Flokks fólksins nú þingmaður Miðflokksins, hafi verið frá störfum vegna veikinda. Ólafur hefur þó ekki séð ástæðu til að kalla inn varamann í sinn stað en það myndi þá þýða að fulltrúi Flokks fólksins, borgarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir, kæmi inn á þingið. Inga segir að því miður séu reglurnar þannig, að fari menn úr flokki taki þeir þingmannsstólinn með sér, þó þeir séu kosnir inn sem þingmenn tiltekins stjórnmálaafls. Þetta setur fyrirkomulagið allt í annarlegt samhengi.Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar en fundurinn sá dró dilk á eftir sér. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.„Svona eru reglurnar því miður. Karl Gauti Hjaltason situr til dæmis sem fastast í sæti Flokks fólksins í Þingvallanefnd og sér greinilega ekki ástæðu til að segja sig frá því og um leið gera okkur kleift að tilnefna okkar fulltrúa þangað inn. Miðflokkurinn er almennt ekki að velta fyrir sér kostnaði sem hlýst af því að kalla inn varamenn eins og sést augljóslega á Alþingisvefnum.“ Inga kannast við að þetta megi kenna við bolabrögð á vellinum. „Þetta segir allt sem segja þarf um innræti þessara manna. Það þarf ekki Klausturbar til.“ Formaður flokksins lýsir sig algerlega sammála þeirri skoðun að þegar um flokkaflakkara sé að ræða þá eigi þeir að hverfa af þingi. Þeir eru kosnir inn á ákveðnum forsendum og þetta riðli grundvallarhugmyndum sem að baki fyrirkomulaginu búa. En, þrátt fyrir þessi meintu bolabrögð þá eykur Miðflokkurinn fylgi sitt? „Ég passa á það. Ég einfaldlega er orðlaus hvað það varðar,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. 16. október 2019 13:30