Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2019 13:02 Það hafa margir veiðimenn komist í hann krappann við að vaða of langt og því miður hafa slys á mönnum orðið við veiðar. Það eru nokkur svæði sem eru varasamri en önnur og eitt af þeim er Þingvallavatn. Það gerist á hverju sumri að veiðimenn verði hætt komnir þegar vaðið er langt út á vatnið og veður breytist hratt og veiðimenn eiga þá oft í vandræðum með að finna réttu leiðina til baka. Á svæðum Fish Partner hefur verið tekið til aðgerða eins og segir frá í fréttatilkynningu frá þeim sem er hér að neðan."Stjórn Fish Partner tók ákvörðun síðastliðið sumar um að útvega öllum veiðimönnum sem veiða á svæðum félagsins á Þingvöllum og Úlfljótsvatni björgunarvesti. Einnig munum við bæta við björgunarhringjum og kastlínum á svæðum okkar. Þetta er liður í áætlun okkar um bætt öryggi veiðimanna. Björgunarvestin eru upplásin og eru ekki fyrirferðamil þannig að allir ættu að geta smellt þeim á sig án þess að þau flækist fyrir við veiðarnar. Vestin eru viðurkennd og uppfylla alla nýjustu staðla og eru framleidd í Bretlandi. Þau verða staðsett í kössum á veiðisvæðum okkar þannig vel aðgengileg fyrir veiðimenn sem veiða á svæðum okkar." Stangveiði Mest lesið Stuð á sjóbirtingsslóðum Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fyrirtækjafluga sem lifði góðærið af Veiði Af Hítará á Mýrum Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Djúpið og Stóra-Laxá: Spennandi kostir í haustveiðinni Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Veiði
Það hafa margir veiðimenn komist í hann krappann við að vaða of langt og því miður hafa slys á mönnum orðið við veiðar. Það eru nokkur svæði sem eru varasamri en önnur og eitt af þeim er Þingvallavatn. Það gerist á hverju sumri að veiðimenn verði hætt komnir þegar vaðið er langt út á vatnið og veður breytist hratt og veiðimenn eiga þá oft í vandræðum með að finna réttu leiðina til baka. Á svæðum Fish Partner hefur verið tekið til aðgerða eins og segir frá í fréttatilkynningu frá þeim sem er hér að neðan."Stjórn Fish Partner tók ákvörðun síðastliðið sumar um að útvega öllum veiðimönnum sem veiða á svæðum félagsins á Þingvöllum og Úlfljótsvatni björgunarvesti. Einnig munum við bæta við björgunarhringjum og kastlínum á svæðum okkar. Þetta er liður í áætlun okkar um bætt öryggi veiðimanna. Björgunarvestin eru upplásin og eru ekki fyrirferðamil þannig að allir ættu að geta smellt þeim á sig án þess að þau flækist fyrir við veiðarnar. Vestin eru viðurkennd og uppfylla alla nýjustu staðla og eru framleidd í Bretlandi. Þau verða staðsett í kössum á veiðisvæðum okkar þannig vel aðgengileg fyrir veiðimenn sem veiða á svæðum okkar."
Stangveiði Mest lesið Stuð á sjóbirtingsslóðum Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fyrirtækjafluga sem lifði góðærið af Veiði Af Hítará á Mýrum Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Djúpið og Stóra-Laxá: Spennandi kostir í haustveiðinni Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Veiði